30.10.09

Of mikið einrúmi

Börn eru mjög krúttuleg. Ég gæti trúað því að það er svipað mikilvægt í þróunarsögu mannsins og að læra að tálga örvaodda. Hversu creepy væri það ef nýfæddir einstaklingar væru útlítandi eins og fullorðið fólk? Nýbökuð móðir myndi líta á afkvæmi sitt og kasta því útí skurð. Og vísundir réðu ennþá ríkjum á sléttum miðríkjanna.

Ég var að fatta að íbúðin okkar er bara eldhús og svefnherbergi. Það er engin stofa. Óli hafði áttað sig á þessu og minnti mig á það að þegar við vorum með stofu þá sátum við aldrei í henni. Skrýtið hvernig svona hlutir geta farið framhjá manni.

29.10.09

Hús og hýbýli, II hluti

Þá er allt dótið komið hingað inn. Ætli ég hafi ekki selt og gefið um helming alls þess sem við áttum í Chicago svo þetta er hinn helmingurinn. Píanó, vínskápur, rúm og hillur. Það eru húsgögnin. Fullt af bókum, svolítið af smádóti og heill hellingur af eldhúsdóti.

Ég sá það bara í gær að það eru engar skúffur í eldhúsinu. Ekki ein einasta. Hvar á ég að geyma hnífapörin? Og til að ná upp á næst-efstu hilluna í eldhússkápunum þarf að príla uppá eldavélina eða vaskinn.

Flutningarnir gengu svaka vel. Við réðum tvö vaska menn til að hjálpa okkur. Annar svipaði til Shaqueal ONeal en hinn var líkari Notorious Big. Við vorum með svona færiband í gangi, Big í trukknum, Óli að ferja dótið inn á gang, Trevor hljóp með það upp stigann og síðan var ég eitthvað að sópa í íbúðinni og "stjórna". Þannig vildu þeir hafa það. Við vorum í 40 mínútur að þessu. Trevor var aðal hetjan. Hann stökk upp og niður stigann. Hann var eins og Magnús Scheving, óstöðvandi. Svitinn skvettist af honum í lítravís.

En nú er íbúðin orðin full af dóti og við vitum ekkert hvað við eigum að gera við það allt. Það er alveg ljóst að það kemst ekki fyrir hérna með góðu móti. Ætli ég ætti ekki að reyna að finna gamlan bókasafnsstiga til að geta notað þessa eldhússkápa. Og það fyndna er að New York búar eru ekki sérstaklega hávaxnir.

Hvernig veit maður að maður býr á Manhattan? Það er ef, þegar maður á von á trukki með húsgögnunum sínum, að heilt kvikmyndatöku lið notar öll bílastæðin á blokkinni báðum megin með búningsherbergja-bílum og allskonar öðrum bílum og er að taka upp bíómynd (sjónvarpsþátt). How to make it in America. Það er þátturinn. Mér skilst hann sé á hbo.

27.10.09

Komin í eigið húsnæði

Loksins, eftir smá pre-midlife crisis þar sem við bjuggum í kommúnum með unglingum, erum við Óli komin í okkar eigin íbúð. Það er frekar gott. Það var alveg gott að búa með krökkunum, sérstaklega krökkunum hans Óla, en þetta er samt betra. Auðvitað er alltaf eitthvað sem betur má fara. Í þessari íbúð eru til dæmis ekki til staðar þau eldhúsáhöld sem eru nútímamanninum nauðsinleg. Eins og diskar, hnífapör, pottar, skurðbretti né varla neitt. Það eru nokkrar skálar, ein panna, einn hnífur og svaka fínar salt og pipar kvarnir. Með þessu er hægt að grilla heilan kjúkling því aðalingrediensið fyrir utan kjullann er salt og pipar. Kjúkling er gott að borða með puttunum og kjúklingasúpu úr afgangnum er vel hægt að búa til í pönnu.

En dótið okkar kemur á miðvikudaginn og þá verður nú gaman. Alvöru rúm, píanó, stólar. Allskonar dót sem maður tekur sem sjálfsögðum þægindum. Við eigum nú ekki mikið dót, það rúmar um 6.5 rúmmetra, en þrátt fyrir það lítur út fyrir að við verðum að fá okkur geymslu úti í bæ. Íbúðin er 30 fermetrar sem er aðeins stærra en sumarbústaðurinn okkar. Það góða við hana er að hún er vel einangruð og kynt. Engir sultardropar eða frosið í pípunum eins og á soho loftinu. Mínusinn er að báðir gluggarnir snúa útí port svo hún er frekar dimm. Plúsinn er að hún er algjör krúttibolla. Parket, flísar, listar er allt um 100 ára gamalt sem er um það bil tíminn sem það tekur fyrir yfirborð þróa með sér sál og karakter til að umlykja íbúa þeirri ást og umhyggju sem þeir eiga skilið.

25.10.09

Vá maður

Ég er búin að vera án farsíma í hálft ár. Það koma alltaf upp fleiri og fleiri tilvik þar sem það er óheppilegt og jafnvel fáránlega óheppilegt að vera ekki með farsíma. Eins og bara að skipuleggja að hitta einhvern er í dag næstum ómögulegt ef maður er ekki með gemmsa. Því vil ég gjarnan fá síma. Hinsvegar nenni ég ekki að finna mér rétta símann. Þetta er algjört predicament. Maður vill ekki kaupa síma sem er ómögulegur og á sama tíma vill maður ekki eyða heilum degi í að prófa mismunandi síma og spekulera í allskonar smáatriðum varðandi tækið. Ég veit ekki hvernig þetta á eftir að leysast. Það sem ég held að eigi eftir að gerast er að ég fæ mér númer á skype. Þar sem ég er hvort sem er meira og minna í tölvunni. Ég myndi hiklaust velja það að skúra og vaska upp heldur en að fara í aðra símabúð. Óli fór með mig í att búðina í morgun. Ég hef ekki stjórn á mér. Ég get bara ekki skoðað þessi tæki róleg og yfirveguð. Heldur tek ég upp eitt tæki, velti því aðeins um í höndunum og leiðinlegar hugsanir streyma um mig alla. Ég sleppi tækinu og það rúllast eins og jójó á sinn stað. Mér verður óglatt og mig langar út. Ég höndla þetta alls ekki.

Reyndar vildi ég óska þess að farsímar væru ekki til. Var þetta ekki betra in the eighties? Þegar maður skipulagði lífið sitt og hittist þar sem var fyrirfram ákveðið að hittast. Eða fór í heimsókn til fólks bara si svona. Ha?

19.10.09

Ný vika - nýjir möguleikar

Eða eitthvað.

Það er allt brjálað að gera þessa vikuna líka. Á morgun er ég að fara að flytja. Allt dótið okkar úr geymslunni í trukk. Síðan fer trukkurinn til New York og við Óli tæmum hann á mánudaginn. Ég verð með hádegisfyrirlestur á miðvikudaginn og á fimmtudaginn annan fyrirlestur fyrir grúppuna. Síðan á föstudaginn fer ég til New York.

Gaman að þessu. Núna þegar ég er búin að lesa málsgreinina að ofan sé ég að hafi ég einhverjum skyldum að gegna, þá finnst mér vera brjálað að gera. Svona verður maður af því að vera eilífarstúdent. Sé einhvers vænst af manni, þá verður maður hoppandi.

Við Óli höfðum það gott um helgina. Hyde Park heimsóknin byrjaði með heimagerðri pumpkin súpu í miðnætursnarl og síðan í bítið á farmers þar sem við keyptum allskonar gott og fengum okkur morgunmat líka. Deginum eyddum við að megninu til í geymslunni. Um kvöldið fórum við á uppáhalds veitingastaðinn okkar sem er um þessar mundir avec. Fordrykk fengum við á sepia sem er líka snarkúl staður. Á sunnudaginn fengum við tacos á Maxwell street market og síðan þrjú bíó að sjá Food Inc.

Það mætti halda að við hugsum ekki um annað en mat. Það er líka satt. En hvað er mikilvægara en það sem maður borðar?

15.10.09

Cold season

Hérna í Ameríku heita árstíðirnar eftir heilsufari fólks. Núna er cold season og það er ekki að spyrja að því: ég er lasin. Lasin eða í stríði við pestir, því ég er búin að vera undir sæng, með sítrónu eða hunangs te, borðandi kjúklinga súpu og gleypandi lýsispillur í gríð og erg undanfarna tvo daga. Ég get ekki ímyndað mér neina góða tímasetningu en þessi virðist sérstaklega ómöguleg þar sem Óli minn er að koma í heimsókn á morgun og ætlar að stoppa í um 42 tíma.

Hugmyndin er að fara í storage space-ið okkar og finna útúr því hverju má henda eða selja og hvað við ætlum að taka með til NYC. Í nýju íbúðina. Jei.

Þrátt fyrir veikindi mín náði ég að skrifa tvo abstrakta og gera eitt plaggat. Við erum nefnilega að fara á ráðstefnu í Febrúar, til Portland Oregon (en það er ein af bestu borgunum í USA) og ég verð með kynningu á nýjustu niðurstöðunum mínum plús þá verðum við Sam með plaggat saman um agnirnar sem við mældum í grunninum utanvið Oregon. Svaka gaman hjá okkur að vera með verkefni sem er ekki hluti af doktorsverkefnunum okkar heldur auka rannsóknarverkefni. Því við erum vísindamenn með mörg járn í eldinum.

13.10.09

shouts and murmurs

Hvernig nennum við þessari vitleysu? Hvernig nennum við að dunda okkur bara og hangsa heila lífsleið? Af hverju gerum við ekki eitthvað af viti? Af hverju tökum við ekki höndum saman og gerum eitthvað sem afkomendur okkar geta bent á og sagt: þetta gerði kynslóðin sem fékk nóg af hangsi mannkyns og ákvað að gera eitthvað af viti.

Við erum algjörir letihaugar. Voru til kranar þegar píramídarnir voru byggðir? Eða Kínamúrinn? Ha! Og hvað gerum við. Rústum hlutum. Eftir þessa bannsvítans iðnbyltingu hefur leiðin legið mónótónískt niður á við. Það er alveg á hreinu. Maður er heppinn að lesa samtímasmásögu sem vit er í. Eða tónlist? Réttsvo skítsæmileg.

11.10.09

The privilege of the grave

Málfrelsi líkir Mark Twain við frelsi til að drepa mann. Maður getur stundað það ef maður er tilbúinn að taka afleiðingunum. Afleiðingum eins og útilokun úr samfélaginu, frá vinum og starfsfélögum eða hætta á að missa veraldlegar eigur sínar.

An unpopular opinion concerning politics or religion lies concealed in the breast of every man; in many cases not only one sample, but several. The more intelligent the man, the larger the freightage of this kind of opinions he carries, and keeps to himself. There is not one individual--including the reader and myself--who is not the possessor of dear and cherished unpopular convictions which common wisdom forbids him to utter. Sometimes we suppress an opinion for reasons that are a credit to us, not a discredit, but oftenest we suppress an unpopular opinion because we cannot afford the bitter cost of putting it forth. None of us likes to be hated, none of us likes to be shunned.

Á þessum síðustu og verstu tímum, þegar heimurinn er að falla saman eins og spilaborg í slow motion, er það bæði huggun og vonarneisti að eiga verk eftir snillinga eins og Mark Twain.

6.10.09

Það er eitthvað að kaffinu mínu

Hámark svekkelsis þegar, að maður heldur, dýrindis kaffi er keypt dýrum dómum er ekki gott. Ég keypti nýtínt (!) kaffi frá Kenýa sem var ný-létt-ristað. Hljómar allt voða vel en bragðið er ekki eftir því. Bragðið er eins og ég ímynda mér að kaffið var á stríðstímum þegar það var drýgt með chicory. Það er eitthvað aukabragð.

Hvað er til bragðs að taka þegar kaffið er ómögulegt? Mér líður svo berskjaldaðri. Ófullnægjandi kaffi ræðst inn í minn einkaheim. Heim þar sem koffínið dedúar að öllu jöfnu við taugaendana í höfðinu mínu og lætur mér líða vel. Mér líður eins og menn í einkennisbúningum, gæti verið að það standi TSA á kraganum, hafi arkað inn í einkaheim minn: "Í samræmi við nýjustu reglugerðir verður ekki lengur átt við taugaenda heldur bragðlauka" segja þeir en kunna náttúrulega ekki á bragðlauka. Asnar.

4.10.09

Hámark ídealismanns

Þá er ég flutt inn á háaloftið hennar Liz. Það er eins og að vera í bbc þætti. Kettlingar leika sér á gólfinu hjá mér með skopparakringlu. Úti er sól og smá gola kemur inn um gluggana. Ég sé inn í næsta garð þar sem kona vökvar með pastel litaðri garðkönnu og hani með skrautlitaðar stélfjaðrir vappar um. Af og til rennur lest framhjá og segir chu chu. Hvað gerir maður þegar allt er fullkomið?

3.10.09

Meira Chicago

Engir ólympíu leikar fyrir Chicago eftir 7 ár. Þannig er lífið, maður fær ekki allt sem maður vill, jafnvel þó maður sé Bandaríkjamaður.

Hvað um það, í gær hjólaði ég heila 50 kílómetra! Engar ýkjur. Ég er svo montin. Þegar ég var komin 3/4 af leiðinni stoppaði ég til að háma í mig hálfan grillaðan kjúkling, ís og köku í eftirmat. Fannst ég eiga það fyllilega skilið. Því það var líka rigning. Ég var í regnkápu en bara venjulegum buxum sem þar að auki rifnuðu á rassinum.

Og nú á ég aftur ökuskírteini. Það er nú aldeilis munur. Kannski ég geti notað það til að komast inn á dansiklúbb í kvöld en það er Ladies Night og allar stelpurnar í deildinni eru að fara á djammið. Jei!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?