25.10.09

Vá maður

Ég er búin að vera án farsíma í hálft ár. Það koma alltaf upp fleiri og fleiri tilvik þar sem það er óheppilegt og jafnvel fáránlega óheppilegt að vera ekki með farsíma. Eins og bara að skipuleggja að hitta einhvern er í dag næstum ómögulegt ef maður er ekki með gemmsa. Því vil ég gjarnan fá síma. Hinsvegar nenni ég ekki að finna mér rétta símann. Þetta er algjört predicament. Maður vill ekki kaupa síma sem er ómögulegur og á sama tíma vill maður ekki eyða heilum degi í að prófa mismunandi síma og spekulera í allskonar smáatriðum varðandi tækið. Ég veit ekki hvernig þetta á eftir að leysast. Það sem ég held að eigi eftir að gerast er að ég fæ mér númer á skype. Þar sem ég er hvort sem er meira og minna í tölvunni. Ég myndi hiklaust velja það að skúra og vaska upp heldur en að fara í aðra símabúð. Óli fór með mig í att búðina í morgun. Ég hef ekki stjórn á mér. Ég get bara ekki skoðað þessi tæki róleg og yfirveguð. Heldur tek ég upp eitt tæki, velti því aðeins um í höndunum og leiðinlegar hugsanir streyma um mig alla. Ég sleppi tækinu og það rúllast eins og jójó á sinn stað. Mér verður óglatt og mig langar út. Ég höndla þetta alls ekki.

Reyndar vildi ég óska þess að farsímar væru ekki til. Var þetta ekki betra in the eighties? Þegar maður skipulagði lífið sitt og hittist þar sem var fyrirfram ákveðið að hittast. Eða fór í heimsókn til fólks bara si svona. Ha?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?