30.10.09

Of mikið einrúmi

Börn eru mjög krúttuleg. Ég gæti trúað því að það er svipað mikilvægt í þróunarsögu mannsins og að læra að tálga örvaodda. Hversu creepy væri það ef nýfæddir einstaklingar væru útlítandi eins og fullorðið fólk? Nýbökuð móðir myndi líta á afkvæmi sitt og kasta því útí skurð. Og vísundir réðu ennþá ríkjum á sléttum miðríkjanna.

Ég var að fatta að íbúðin okkar er bara eldhús og svefnherbergi. Það er engin stofa. Óli hafði áttað sig á þessu og minnti mig á það að þegar við vorum með stofu þá sátum við aldrei í henni. Skrýtið hvernig svona hlutir geta farið framhjá manni.

Comments:
til hamingju með nýju íbúðina. Vona að það fari vel um ykkkur þrátt fyrir þrengsli.
Kv. SK
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?