29.10.09
Hús og hýbýli, II hluti
Þá er allt dótið komið hingað inn. Ætli ég hafi ekki selt og gefið um helming alls þess sem við áttum í Chicago svo þetta er hinn helmingurinn. Píanó, vínskápur, rúm og hillur. Það eru húsgögnin. Fullt af bókum, svolítið af smádóti og heill hellingur af eldhúsdóti.
Ég sá það bara í gær að það eru engar skúffur í eldhúsinu. Ekki ein einasta. Hvar á ég að geyma hnífapörin? Og til að ná upp á næst-efstu hilluna í eldhússkápunum þarf að príla uppá eldavélina eða vaskinn.
Flutningarnir gengu svaka vel. Við réðum tvö vaska menn til að hjálpa okkur. Annar svipaði til Shaqueal ONeal en hinn var líkari Notorious Big. Við vorum með svona færiband í gangi, Big í trukknum, Óli að ferja dótið inn á gang, Trevor hljóp með það upp stigann og síðan var ég eitthvað að sópa í íbúðinni og "stjórna". Þannig vildu þeir hafa það. Við vorum í 40 mínútur að þessu. Trevor var aðal hetjan. Hann stökk upp og niður stigann. Hann var eins og Magnús Scheving, óstöðvandi. Svitinn skvettist af honum í lítravís.
En nú er íbúðin orðin full af dóti og við vitum ekkert hvað við eigum að gera við það allt. Það er alveg ljóst að það kemst ekki fyrir hérna með góðu móti. Ætli ég ætti ekki að reyna að finna gamlan bókasafnsstiga til að geta notað þessa eldhússkápa. Og það fyndna er að New York búar eru ekki sérstaklega hávaxnir.
Hvernig veit maður að maður býr á Manhattan? Það er ef, þegar maður á von á trukki með húsgögnunum sínum, að heilt kvikmyndatöku lið notar öll bílastæðin á blokkinni báðum megin með búningsherbergja-bílum og allskonar öðrum bílum og er að taka upp bíómynd (sjónvarpsþátt). How to make it in America. Það er þátturinn. Mér skilst hann sé á hbo.
Ég sá það bara í gær að það eru engar skúffur í eldhúsinu. Ekki ein einasta. Hvar á ég að geyma hnífapörin? Og til að ná upp á næst-efstu hilluna í eldhússkápunum þarf að príla uppá eldavélina eða vaskinn.
Flutningarnir gengu svaka vel. Við réðum tvö vaska menn til að hjálpa okkur. Annar svipaði til Shaqueal ONeal en hinn var líkari Notorious Big. Við vorum með svona færiband í gangi, Big í trukknum, Óli að ferja dótið inn á gang, Trevor hljóp með það upp stigann og síðan var ég eitthvað að sópa í íbúðinni og "stjórna". Þannig vildu þeir hafa það. Við vorum í 40 mínútur að þessu. Trevor var aðal hetjan. Hann stökk upp og niður stigann. Hann var eins og Magnús Scheving, óstöðvandi. Svitinn skvettist af honum í lítravís.
En nú er íbúðin orðin full af dóti og við vitum ekkert hvað við eigum að gera við það allt. Það er alveg ljóst að það kemst ekki fyrir hérna með góðu móti. Ætli ég ætti ekki að reyna að finna gamlan bókasafnsstiga til að geta notað þessa eldhússkápa. Og það fyndna er að New York búar eru ekki sérstaklega hávaxnir.
Hvernig veit maður að maður býr á Manhattan? Það er ef, þegar maður á von á trukki með húsgögnunum sínum, að heilt kvikmyndatöku lið notar öll bílastæðin á blokkinni báðum megin með búningsherbergja-bílum og allskonar öðrum bílum og er að taka upp bíómynd (sjónvarpsþátt). How to make it in America. Það er þátturinn. Mér skilst hann sé á hbo.