15.10.09
Cold season
Hérna í Ameríku heita árstíðirnar eftir heilsufari fólks. Núna er cold season og það er ekki að spyrja að því: ég er lasin. Lasin eða í stríði við pestir, því ég er búin að vera undir sæng, með sítrónu eða hunangs te, borðandi kjúklinga súpu og gleypandi lýsispillur í gríð og erg undanfarna tvo daga. Ég get ekki ímyndað mér neina góða tímasetningu en þessi virðist sérstaklega ómöguleg þar sem Óli minn er að koma í heimsókn á morgun og ætlar að stoppa í um 42 tíma.
Hugmyndin er að fara í storage space-ið okkar og finna útúr því hverju má henda eða selja og hvað við ætlum að taka með til NYC. Í nýju íbúðina. Jei.
Þrátt fyrir veikindi mín náði ég að skrifa tvo abstrakta og gera eitt plaggat. Við erum nefnilega að fara á ráðstefnu í Febrúar, til Portland Oregon (en það er ein af bestu borgunum í USA) og ég verð með kynningu á nýjustu niðurstöðunum mínum plús þá verðum við Sam með plaggat saman um agnirnar sem við mældum í grunninum utanvið Oregon. Svaka gaman hjá okkur að vera með verkefni sem er ekki hluti af doktorsverkefnunum okkar heldur auka rannsóknarverkefni. Því við erum vísindamenn með mörg járn í eldinum.
Hugmyndin er að fara í storage space-ið okkar og finna útúr því hverju má henda eða selja og hvað við ætlum að taka með til NYC. Í nýju íbúðina. Jei.
Þrátt fyrir veikindi mín náði ég að skrifa tvo abstrakta og gera eitt plaggat. Við erum nefnilega að fara á ráðstefnu í Febrúar, til Portland Oregon (en það er ein af bestu borgunum í USA) og ég verð með kynningu á nýjustu niðurstöðunum mínum plús þá verðum við Sam með plaggat saman um agnirnar sem við mældum í grunninum utanvið Oregon. Svaka gaman hjá okkur að vera með verkefni sem er ekki hluti af doktorsverkefnunum okkar heldur auka rannsóknarverkefni. Því við erum vísindamenn með mörg járn í eldinum.
Comments:
<< Home
Flott:) ég meina með ráðstefnuna, ekki veikindin. Ég vona að þú jafnir þig sem fyrst kæra vinkona,
kiss og knús,
Svava
Skrifa ummæli
kiss og knús,
Svava
<< Home