19.10.09

Ný vika - nýjir möguleikar

Eða eitthvað.

Það er allt brjálað að gera þessa vikuna líka. Á morgun er ég að fara að flytja. Allt dótið okkar úr geymslunni í trukk. Síðan fer trukkurinn til New York og við Óli tæmum hann á mánudaginn. Ég verð með hádegisfyrirlestur á miðvikudaginn og á fimmtudaginn annan fyrirlestur fyrir grúppuna. Síðan á föstudaginn fer ég til New York.

Gaman að þessu. Núna þegar ég er búin að lesa málsgreinina að ofan sé ég að hafi ég einhverjum skyldum að gegna, þá finnst mér vera brjálað að gera. Svona verður maður af því að vera eilífarstúdent. Sé einhvers vænst af manni, þá verður maður hoppandi.

Við Óli höfðum það gott um helgina. Hyde Park heimsóknin byrjaði með heimagerðri pumpkin súpu í miðnætursnarl og síðan í bítið á farmers þar sem við keyptum allskonar gott og fengum okkur morgunmat líka. Deginum eyddum við að megninu til í geymslunni. Um kvöldið fórum við á uppáhalds veitingastaðinn okkar sem er um þessar mundir avec. Fordrykk fengum við á sepia sem er líka snarkúl staður. Á sunnudaginn fengum við tacos á Maxwell street market og síðan þrjú bíó að sjá Food Inc.

Það mætti halda að við hugsum ekki um annað en mat. Það er líka satt. En hvað er mikilvægara en það sem maður borðar?

Comments:
Vona að flutningarnir hafi gengið vel og þið njótið samverunnar vel fyrir næstu törn.

Kv. SK
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?