6.10.09
Það er eitthvað að kaffinu mínu
Hámark svekkelsis þegar, að maður heldur, dýrindis kaffi er keypt dýrum dómum er ekki gott. Ég keypti nýtínt (!) kaffi frá Kenýa sem var ný-létt-ristað. Hljómar allt voða vel en bragðið er ekki eftir því. Bragðið er eins og ég ímynda mér að kaffið var á stríðstímum þegar það var drýgt með chicory. Það er eitthvað aukabragð.
Hvað er til bragðs að taka þegar kaffið er ómögulegt? Mér líður svo berskjaldaðri. Ófullnægjandi kaffi ræðst inn í minn einkaheim. Heim þar sem koffínið dedúar að öllu jöfnu við taugaendana í höfðinu mínu og lætur mér líða vel. Mér líður eins og menn í einkennisbúningum, gæti verið að það standi TSA á kraganum, hafi arkað inn í einkaheim minn: "Í samræmi við nýjustu reglugerðir verður ekki lengur átt við taugaenda heldur bragðlauka" segja þeir en kunna náttúrulega ekki á bragðlauka. Asnar.
Hvað er til bragðs að taka þegar kaffið er ómögulegt? Mér líður svo berskjaldaðri. Ófullnægjandi kaffi ræðst inn í minn einkaheim. Heim þar sem koffínið dedúar að öllu jöfnu við taugaendana í höfðinu mínu og lætur mér líða vel. Mér líður eins og menn í einkennisbúningum, gæti verið að það standi TSA á kraganum, hafi arkað inn í einkaheim minn: "Í samræmi við nýjustu reglugerðir verður ekki lengur átt við taugaenda heldur bragðlauka" segja þeir en kunna náttúrulega ekki á bragðlauka. Asnar.