26.4.09

Minn innri fiskur

Ég er að lesa bók núna, eins og sést á spássíðunni, sem heitir þinn innri fiskur og fjallar um það hvernig við erum skyld fiskum. Það var fyrir um 375 milljónum árum að fiskur fæddist með hendur og fætur, áður fyrr voru fiskar með ugga en allt í einu varð til auka bein sem gerði þessum fiski það kleift að ganga um á árbotninum. Þessi fiskur bjó í ám. Hann var líka með flatt höfuð og augu upp á höfðinu frekar en á hlið og gat þannig séð fyrir ofan sig, sem var gott því hann bjó á botninum og hafði þó nokkrar áhyggjur af 7 feta löngum fiski með höfuð á stærð við körfubolta og hundrað oddhvassar tennur í röðum. Og hann var með háls. Að vera með háls, hendur og fætur er það helsta sem aðgreinir okkur frá fiskum. Öll kvikindi sem eru með hendur og fætur eru líka með háls. Það gerir okkur kleift að snúa höfðinu án þess að hreifa búkinn. Svolítið gott.

Tíminn er kominn

en ég verð að segja að ég er ekki jafn hrifin af finnska laginu og Palli. Hvað er hann eiginlega að spá! Það er vonlaust.

23.4.09

Gleðilegt sumar!

Með sumri og sól koma alltaf góðar fréttir og þó svo að þetta séu ekki alvöru fréttir þá er ég sannfærð um þær séu sannar. Og það er það að áður en ég verð gömul kona þá verða helgarnar þriggja daga. Aðal spurningin er: verður það föstudagur eða mánudagurinn sem verður frídagur. Reyndar finnst mér frekar augljóst að föstudagurinn verði fyrir valinu. Það eru nú bara aumingjar sem taka frí á mánudegi en enginn nennir að gera neitt af viti á föstudögum hvort sem er.

21.4.09

Vandamál

Hvernig vandamál á fólk í heiminum í dag? Fólk sem hefur allt til alls og veit ekki aura sinna tal? Mitt vandamál er að kötturinn minn er svo lofthrædd. Grey stýrið. Þetta er náttúrulega vandamál fyrir mig því ég vil að sandkassinn hennar sé úti á svölum. Því er ég búin að standa í því að reyna að kenna henni að hoppa upp á stól, skríða út um gluggann, labba meðfram gluggasyllunni og á handriðinu, stökkva niður á annan stól og síðan inn á kló. Nema hvað. Þetta er henni ofviða. Í gegnum skjálftann les ég "hvað er eiginlega að þér tussan þín! Af hverju stingurðu mig ekki frekar með skærum!" eins og tækið hans Steven Hawknings les titringinn í kinnvöðnunum hans.

Þá færi ég kassann á hinar svalirnar en það er sama sagan. Hún meikar bara ekki hæðina. Þetta er ekkert mál reyni ég að sannfæra hana um. Ég gæti gert þetta. Á tánum, ekki í klifurskóm. Hún lítur ekki einu sinni við fiskbitanum sem ég reyni að tæla hana með.

Mér finnst kisi vera heppin að pissa og kúka í sand. Þetta er eitthvað sem ég væri til í að gera. Mér finnst ekkert sniðugt að pissa og kúka í drykkjarvatn. Hverskonar sick hugmynd er það eiginlega!? Aðeins þessi óforskammaða, úturdekraða menning sem við ölumst upp við myndi láta sér detta svona masókisma í hug. This will not look good in print! Í sögubókum. Ónei.

Stjórnmálaskoðun mín

Lýðræðishreyfingin (P) 78%
Borgarahreyfingin (O) 77%
Vinstrihreyfingin - grænt framboð (V) 72%
Samfylkingin (S) 70%
Frjálslyndi flokkurinn (F) 67%
Framsóknarflokkur (B) 63%
Sjálfstæðisflokkur (D) 60%

skv. kompás

15.4.09

Klikkað gaman

Það er svo geðveikt að vera í svona framhaldsnámi sem ég er í. Það er ólýsanlegt. Ég elska það. Elskaði það reyndar ekki útí gegn en núna, á lokasprettinum elska ég það. Það er svo gaman að læra hvernig heimurinn virkar svona svakalega vel. Ég get ekki sofnað, ég er svo spennt að vita hvað kemur útúr morgundeginum.

Dagurinn í dag var súper. Ég byrjaði á því að eiga ljómandi góðan fund með leiðbeinandanum mínum. Sagði reyndar einstaka heimskulegt en núna er ég bara komin yfir að vera í kleinu yfir því. Síðan fór ég að vinna í öllu sem hann stakk upp á, fór á hádegisfyrirlestur hjá stelpu í deildinni, annan hjá nemanda sem er í heimsókn frá Princeton og síðan á fyrirlestur í námskeiði sem ég ætla ekki að taka en sitja inn á öðru hverju. Í lok dags var ég með geðveikt góðan dæmatíma. Þá fór ég heim og borðaði síðasta skammtinn af stöppunni sem Óli bjó til, horfði á tvo Seinfeld of vann aðeins meir. Alveg súper.

13.4.09

glitz in the matrix

Við Orri vorum í sumarbústaðnum við Þórisvatn í Flókadalnum eina kalda mars nótt. Þótti okkur ráð að kynda og kveikja á kertum og lömpum. Ekki er mikið um rafmagn við Þórisvatn og því er um að ræða viðarkamínu og olílampa. Ég skima um eftir lampa og finn gamlan rauðan olíulampa sem ég hafði keypt erlendis fyrir alllöngu. Sá er með tvem höldum, einu stóru og einu litlu, sem er bara smá lykkja á toppnum. Stóra haldið hafði greinilega brotnað því í staðin fyrir það var appelsínugulur spotti úr nælon. Ég tek því í litlu lykkjuna og flyt lampann á eldhúsborðið. Finn olíuna og bý mig undir að hella henni á. Er ég sný mér aftur að lampanum er upprunalega haldið komið á hann aftur.

Ekki tel ég huldufólk vera svo snart í snúningum og því finnst mér augljóst að þetta hafi verið glitch in the matrix. Ég er núna frekar spennt að vita hvernig og hvenær haldið brotnar og hver setur appesínugulan nælonspotta í staðin.

9.4.09

Kvikindi í þessum heimi og öðrum

Í heilan sólarhring er eitthvað bögg búið að vera að angra forritið mitt. Ég er búin að vinna í því að finna það eins og brjáluð kona. Ég er búin að vera svo nærri því að ná því í fleiri fleiri klukkutíma. Síðan sá ég hvar það var að fela sig, en gat ekki náð því. Þetta var svo dularfullt bögg að það var ekkert smá. Eltingaleikurinn endaði með því að ég fór útí bakarí og keypti mér fimm dollara kökusneið og drakk hálfa könnu af kaffi og gerði útaf við böggið. Málið er að ég skil ekki útaf hverju þetta var svona mikið vandamál. Ég skil ekki af hverju forritið var svona súrt útí þessa breytu. Það meikar bara ekki sens sem þýðir að þetta er líklegast minnisvilla og það finnst mér ekki nógu gott því hvernig á ég að finna minnisglopuna? Þetta er alveg ómögulegt vandamál.

Annað sem er ómögulegt vandamál hefur að gera með lífrænar pöddur, ekki stafrænar. Ég er loksins búin að finna aðferð til að losna við flugurnar í eldhúsinu mínu. Málið er að hún er ekki mjög húmanísk og er ég með æði gott samviskubit yfir henni. Ég er eitthvað að reyna að réttlæta þetta í höfðinu á mér. Ég vil losna við pöddurnar sem þýðir að ég verð að drepa þær. Hvaða máli skiptir það hvernig þær drepast. Hingað til hafa þær drukknað. Í sápu-sýróps súpu. Ég veit ekki hversu ánægjulegur sá dauðdagi er. Eða hversu skjótt hann ber að. Núna eru þær brenndar á báli. Það er sennilega meira traumatic. En sekúndu seinna eru þær í öðrum heimi hvort sem er. Hvað á ég að gera? Leyfa ávaxtaflugunum að taka yfir líf mitt eða ekki?

3.4.09

Vorið er komið

til New York. Við Óli fáum svaka góða vínflösku með matnum. Óli fann vínbúð sem er að hætta rekstri og með útsölu. Þar keypti hann ítalskt vín sem ég er rétt að smakka meðan ég bíð eftir að hann komi heim úr vinnunni. Það var sérstaklega ódýrt því vínsölumennirnir töldu það kynni að hafa orðið fyrir því að hafa verið vitlaust geymt í kjallaranum þeirra. En, það kemur í ljós að það var örugglega bara geymt vel. Eina málið er að við eigum bara eitt gott glas. Og það verður að drekka þetta góða vín úr góðu glasi. Ég held við verðum að deila því. Það er eina lausnin sem ég sé á þessu predicamenti.

1.4.09

ga NaN ... system breakdown

Fordómar eru eins og litlir spörfuglar í búri. Búri sem hangir inní manni. Enginn veitir því sérstaka athygli nema þegar fordómarnir brotna niður, þá líður manni eins og maður hafi frelsað lítinn fugl og hann flýgur í burtu. Manni léttir þó maður hafi ekki vitað að maður hefði þessa fordóma.

Jane Fonda er núna sjötíu og eins árs og er að leika í leikriti um Bethóven. Það var viðtal við hana í útvarpinu í morgun og vá hvað ég varð hissa þegar ég komst að því að þessi glæsilega kona var Jane Fonda. Ég var búin að hlusta í dágóða stund þegar spyrillinn segir "við erum að tala við Jane Fonda sem er að leika í leikritinu 33 variations.

Ef maður hugsar um sjálfan sig sem tölvuforrit, sem maður gæti gert ef lífið manns snýst um tölvuforrit, þá var það fasti inní mér sem sagði að Jane Fonda væri eitthvað sérkennileg. Ég veit ekki útaf hverju. Það eina sem ég veit um þessa konu er að ég hef séð hana í leikfimigalla, sem er kannski einu númeri of þröngur, framan á vídjóspólum á vídjóleigum. Einhvern veginn varð það að fastanum Jane Fonda er ga-ga. En ég hafði aldrei þurft á þessum fasta að halda. Aldrei þurft að reikna út álit mitt á Jane Fonda eða neitt í þeim dúr. Þangað til í morgun. "Við erum að tala við Jane Fonda ..." og það sem kom á skjáinn var NaN inf NaN. Fuglinn sleit sig lausan og það kom í ljós að fastinn var breyta og er núna: Jane Fonda = svaka kúl.

Þetta var yndislegt. Yndisleg tilfinning að hafa jákvæðan fasta frekar en neikvæðan. Þó svo maður noti hann ekki.

Og þetta er munurinn á tölvuforriti og manneskju. Tölvuforrit er alveg sama um fasta sem það ekki notar, en hjá mannfólkinu lýsa þeir sig sem litlir spörfuglar, fangar í búri og þrá frelsi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?