9.4.09

Kvikindi í þessum heimi og öðrum

Í heilan sólarhring er eitthvað bögg búið að vera að angra forritið mitt. Ég er búin að vinna í því að finna það eins og brjáluð kona. Ég er búin að vera svo nærri því að ná því í fleiri fleiri klukkutíma. Síðan sá ég hvar það var að fela sig, en gat ekki náð því. Þetta var svo dularfullt bögg að það var ekkert smá. Eltingaleikurinn endaði með því að ég fór útí bakarí og keypti mér fimm dollara kökusneið og drakk hálfa könnu af kaffi og gerði útaf við böggið. Málið er að ég skil ekki útaf hverju þetta var svona mikið vandamál. Ég skil ekki af hverju forritið var svona súrt útí þessa breytu. Það meikar bara ekki sens sem þýðir að þetta er líklegast minnisvilla og það finnst mér ekki nógu gott því hvernig á ég að finna minnisglopuna? Þetta er alveg ómögulegt vandamál.

Annað sem er ómögulegt vandamál hefur að gera með lífrænar pöddur, ekki stafrænar. Ég er loksins búin að finna aðferð til að losna við flugurnar í eldhúsinu mínu. Málið er að hún er ekki mjög húmanísk og er ég með æði gott samviskubit yfir henni. Ég er eitthvað að reyna að réttlæta þetta í höfðinu á mér. Ég vil losna við pöddurnar sem þýðir að ég verð að drepa þær. Hvaða máli skiptir það hvernig þær drepast. Hingað til hafa þær drukknað. Í sápu-sýróps súpu. Ég veit ekki hversu ánægjulegur sá dauðdagi er. Eða hversu skjótt hann ber að. Núna eru þær brenndar á báli. Það er sennilega meira traumatic. En sekúndu seinna eru þær í öðrum heimi hvort sem er. Hvað á ég að gera? Leyfa ávaxtaflugunum að taka yfir líf mitt eða ekki?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?