15.4.09

Klikkað gaman

Það er svo geðveikt að vera í svona framhaldsnámi sem ég er í. Það er ólýsanlegt. Ég elska það. Elskaði það reyndar ekki útí gegn en núna, á lokasprettinum elska ég það. Það er svo gaman að læra hvernig heimurinn virkar svona svakalega vel. Ég get ekki sofnað, ég er svo spennt að vita hvað kemur útúr morgundeginum.

Dagurinn í dag var súper. Ég byrjaði á því að eiga ljómandi góðan fund með leiðbeinandanum mínum. Sagði reyndar einstaka heimskulegt en núna er ég bara komin yfir að vera í kleinu yfir því. Síðan fór ég að vinna í öllu sem hann stakk upp á, fór á hádegisfyrirlestur hjá stelpu í deildinni, annan hjá nemanda sem er í heimsókn frá Princeton og síðan á fyrirlestur í námskeiði sem ég ætla ekki að taka en sitja inn á öðru hverju. Í lok dags var ég með geðveikt góðan dæmatíma. Þá fór ég heim og borðaði síðasta skammtinn af stöppunni sem Óli bjó til, horfði á tvo Seinfeld of vann aðeins meir. Alveg súper.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?