3.4.09

Vorið er komið

til New York. Við Óli fáum svaka góða vínflösku með matnum. Óli fann vínbúð sem er að hætta rekstri og með útsölu. Þar keypti hann ítalskt vín sem ég er rétt að smakka meðan ég bíð eftir að hann komi heim úr vinnunni. Það var sérstaklega ódýrt því vínsölumennirnir töldu það kynni að hafa orðið fyrir því að hafa verið vitlaust geymt í kjallaranum þeirra. En, það kemur í ljós að það var örugglega bara geymt vel. Eina málið er að við eigum bara eitt gott glas. Og það verður að drekka þetta góða vín úr góðu glasi. Ég held við verðum að deila því. Það er eina lausnin sem ég sé á þessu predicamenti.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?