26.4.09

Minn innri fiskur

Ég er að lesa bók núna, eins og sést á spássíðunni, sem heitir þinn innri fiskur og fjallar um það hvernig við erum skyld fiskum. Það var fyrir um 375 milljónum árum að fiskur fæddist með hendur og fætur, áður fyrr voru fiskar með ugga en allt í einu varð til auka bein sem gerði þessum fiski það kleift að ganga um á árbotninum. Þessi fiskur bjó í ám. Hann var líka með flatt höfuð og augu upp á höfðinu frekar en á hlið og gat þannig séð fyrir ofan sig, sem var gott því hann bjó á botninum og hafði þó nokkrar áhyggjur af 7 feta löngum fiski með höfuð á stærð við körfubolta og hundrað oddhvassar tennur í röðum. Og hann var með háls. Að vera með háls, hendur og fætur er það helsta sem aðgreinir okkur frá fiskum. Öll kvikindi sem eru með hendur og fætur eru líka með háls. Það gerir okkur kleift að snúa höfðinu án þess að hreifa búkinn. Svolítið gott.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?