23.4.09

Gleðilegt sumar!

Með sumri og sól koma alltaf góðar fréttir og þó svo að þetta séu ekki alvöru fréttir þá er ég sannfærð um þær séu sannar. Og það er það að áður en ég verð gömul kona þá verða helgarnar þriggja daga. Aðal spurningin er: verður það föstudagur eða mánudagurinn sem verður frídagur. Reyndar finnst mér frekar augljóst að föstudagurinn verði fyrir valinu. Það eru nú bara aumingjar sem taka frí á mánudegi en enginn nennir að gera neitt af viti á föstudögum hvort sem er.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?