24.9.08
Solo
Jæja. Þá er byrjað tímabil þar sem ég borða einfaldari mat en allt sem einfalt er. Brauð með smjör og sultu. Mjólk. Hafragrautur. Ávextir. Einhver blanda af þessu er morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur. Á þriðja degi lengir mig í eitthvað annað og þá eru bakaðar kartöflur. Sætar með kannski smjöri, osti eða .. jah, ekki margt annað í boði.
En ég er ekki einsömul hér. Hún Sasha er hér. Og það er alveg ágætur félagsskapur. Ég spjalla við hana og svona. Það er alveg ágætt að hafa einhvern til að spjalla við því annars segir maður kannski ekki neitt svo tímunum skiptir. Ágætt að hafa ástæðu til að tala við sjálfan sig. Hún verður líka svaka kát þegar ég gef henni mjólk, fisk eða hleypi henni út.
En ég er ekki einsömul hér. Hún Sasha er hér. Og það er alveg ágætur félagsskapur. Ég spjalla við hana og svona. Það er alveg ágætt að hafa einhvern til að spjalla við því annars segir maður kannski ekki neitt svo tímunum skiptir. Ágætt að hafa ástæðu til að tala við sjálfan sig. Hún verður líka svaka kát þegar ég gef henni mjólk, fisk eða hleypi henni út.
18.9.08
New York
New York er alveg sérstök borg. Það kemst engin önnur sem ég hef nokkurntíman kynnst með tærnar þar sem New York hefur hælana. Það er ekki af ástæðulausu að hún er "the city". Hún er aðal. Hún er geðveik. Ég er reyndar búin að vera inni í allan dag en ég finn það innum gluggan hvað hún er mögnuð.
Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað gerir New York svona einstaka. Ég er búin að skrifa og stroka út allskonar dæmi því það nær ekki að lýsa því sem er svo sérstakt. Það er einhver kraftur hér sem kom kannski fyrir nokkur hundruð árum, eitthvað anti-kryptonite sem lætur fólk elska lífið.
Eitt sem ég skil alls ekki er hvernig nokkurn mann getur langað að búa í úthverfunum? Það sem fólk tínir til og ég gæti kannski fundið mig í eru stórt eldhús, nóg pláss, kyrrð, garður, börnin frjáls að hlaupa um, eitthvað í þá áttina. Hérna er eldhúsið pínulítið, það deilir plássinu með forstofunni, borðplássið er hurð sem lagt hefur verið á smá skenk og þrefaldar borðplássið og það vill svo til að peran er sprungin svo það er bara kertaljós. Samt er hægt að elda svaka fínan mat, djúsí, bragðgóðan, ferskan, alveg súper. Nóg pláss. Nóg pláss fyrir mér þýðir fullt af plássi sem rykast og maður þarf að taka til svaka mikið. Kyrrð. Það er valid púnktur. Hér er ys og læti allan sólarhringinn en ef maður á plötuspilara getur Errol Garner alveg yfirgnæft þau. Börnin frjáls. Þetta á kannski við um önnur lönd en mér sýnist að einu börnin sem eru frjáls í Bandaríkjunum eru svört og þau búa flest í borgum, og þá helst í hættulegustu hverfunum eins og á suður hlið Chicago.
Mér finnst alveg ótrúlega spennandi og skemmtilegt að búa í New York en samt er ég ekkert svo spennt fyrir því. Alveg óskiljanlegt. Ekki svo að skilja að mig langi að búa í úthverfi. Alls ekki. Mig langar annað hvort að búa í borg, Chicago, Reykjavík, Ríó eða í Flókadalnum. Sveitinni. Mér finnst yndislegt að búa í Chi og mér fannst líka frábært að búa í Reykjavík. Kannski veit ég bara ekkert hvað ég vil eða kannski vil ég ekkert sérstakt. Kannski er mér bara alveg sama. Til hvers er lífið eiginlega? Maaaa.
En það hlýtur að vera eitthvað sérstakt við þessa borg því hvar annarstaðar finnst manni bara fínt að húsið manns skelfi á sjö mínútna fresti, risa bjór auglýsing hangi á húsinu og þekji einn gluggann, gólfið halli, klósettið sé frammi á gangi og að öll glösin í íbúðinni séu pínulítil sake glös? Ég veit það ekki og ég gæti ekki hugsað mér neitt betra
Það er eiginlega ekki hægt að lýsa því hvað gerir New York svona einstaka. Ég er búin að skrifa og stroka út allskonar dæmi því það nær ekki að lýsa því sem er svo sérstakt. Það er einhver kraftur hér sem kom kannski fyrir nokkur hundruð árum, eitthvað anti-kryptonite sem lætur fólk elska lífið.
Eitt sem ég skil alls ekki er hvernig nokkurn mann getur langað að búa í úthverfunum? Það sem fólk tínir til og ég gæti kannski fundið mig í eru stórt eldhús, nóg pláss, kyrrð, garður, börnin frjáls að hlaupa um, eitthvað í þá áttina. Hérna er eldhúsið pínulítið, það deilir plássinu með forstofunni, borðplássið er hurð sem lagt hefur verið á smá skenk og þrefaldar borðplássið og það vill svo til að peran er sprungin svo það er bara kertaljós. Samt er hægt að elda svaka fínan mat, djúsí, bragðgóðan, ferskan, alveg súper. Nóg pláss. Nóg pláss fyrir mér þýðir fullt af plássi sem rykast og maður þarf að taka til svaka mikið. Kyrrð. Það er valid púnktur. Hér er ys og læti allan sólarhringinn en ef maður á plötuspilara getur Errol Garner alveg yfirgnæft þau. Börnin frjáls. Þetta á kannski við um önnur lönd en mér sýnist að einu börnin sem eru frjáls í Bandaríkjunum eru svört og þau búa flest í borgum, og þá helst í hættulegustu hverfunum eins og á suður hlið Chicago.
Mér finnst alveg ótrúlega spennandi og skemmtilegt að búa í New York en samt er ég ekkert svo spennt fyrir því. Alveg óskiljanlegt. Ekki svo að skilja að mig langi að búa í úthverfi. Alls ekki. Mig langar annað hvort að búa í borg, Chicago, Reykjavík, Ríó eða í Flókadalnum. Sveitinni. Mér finnst yndislegt að búa í Chi og mér fannst líka frábært að búa í Reykjavík. Kannski veit ég bara ekkert hvað ég vil eða kannski vil ég ekkert sérstakt. Kannski er mér bara alveg sama. Til hvers er lífið eiginlega? Maaaa.
En það hlýtur að vera eitthvað sérstakt við þessa borg því hvar annarstaðar finnst manni bara fínt að húsið manns skelfi á sjö mínútna fresti, risa bjór auglýsing hangi á húsinu og þekji einn gluggann, gólfið halli, klósettið sé frammi á gangi og að öll glösin í íbúðinni séu pínulítil sake glös? Ég veit það ekki og ég gæti ekki hugsað mér neitt betra
17.9.08
Mannskepnan
er einfaldlega í eðli sínu einstaklega skaðleg umhverfi sínu. Það er náttúrulega augljósast þegar maður lítur á nútímamanninn. Hann grefur upp holtir og hæðir, mengar vötn og sjó, setur ryk og veðurbreytandi gös í loftið og drepur meira og minna öll önnur dýr í kringum sig. Þetta er nú ekkert nýtt. Í frjókorna gögnum sést greinilega þegar Evrópu búar komu hingað og byrjuðu að rækta mæís og hveiti í stórum stíl fyrir 400 árum. En það sem mér finnst stórmerkilegt er það að nú telja menn að maðurinn hafi útrýmt dýri sem á sér enga hliðstæðu í dag. Pokaljóninu.
Sönnunargögnin eru þau að maðurinn kom til Ástralíu fyrir 50.000 árum sem er einmitt sá tími sem síðustu leifar þessa dýrs finnast. Fyrst héldu menn að ísöldin hefði leitt til útrýmingar þess, en það var lítil breyting í veðurfari í Ástralíu á þessum tíma og er það því ólíklegt. Einnig er ólíklegt að maðurinn veiddi það til útrýmingar. Kenningin er sú að maðurinn notaði eld til að veiða og rýma landið. Við það breyttist það smám saman úr því að vera skóglendi í runna, dýrum fækkaði almennt og þar með fæða pokaljónsins sem var kjötæta. Merkilegt! Langsótt kynnu sumir að segja en þetta er niðurstaðan eftir heilmikla spekulasjón.
Annars er ég búin að elda paella. Fór óvænt á bændamarkaðinn á Union Square og keypti fullt af óvenjulegu grænmeti. Vissi síðan ekkert hvað ég átti að gera við það. Var að vinna og tók smá pásu til að kíkja á Opruh. Nema hvað. Hún var með fólk í heimsókn sem ferðaðist um Spán í sumar og var núna að elda paellu í salnum hennar. Kokkurinn sagði svona að maður gæti eiginlega sett hvað sem er í paellu, grænmeti, fisk, kjöt, skiptir engu meðan maður setji allavegana lauk og papriku. Hrikaleg heppni að ég hafði keypt gulgrænar paprikur og átti lauk svo ég ákveð strax að elda paella. Og það er nú minnsta málið. Keypti smokkfisk, nokkrar rækjur og saffron og mér sýnist þetta vera ljómandi góð paella. Það er nú ekki lítið auðvelt að elda svona fiski-grænmetis paella. Kannski meira vesen ef maður vill hafa kanínu og kjúkling.. en ég var bara örskot að skella þessu saman. Hafði áætlað tvo tíma en var örugglega bara í 20 mín. Þannig að núna bíð ég bara eftir elskunni. Dekkað á borð og fínt.
Sönnunargögnin eru þau að maðurinn kom til Ástralíu fyrir 50.000 árum sem er einmitt sá tími sem síðustu leifar þessa dýrs finnast. Fyrst héldu menn að ísöldin hefði leitt til útrýmingar þess, en það var lítil breyting í veðurfari í Ástralíu á þessum tíma og er það því ólíklegt. Einnig er ólíklegt að maðurinn veiddi það til útrýmingar. Kenningin er sú að maðurinn notaði eld til að veiða og rýma landið. Við það breyttist það smám saman úr því að vera skóglendi í runna, dýrum fækkaði almennt og þar með fæða pokaljónsins sem var kjötæta. Merkilegt! Langsótt kynnu sumir að segja en þetta er niðurstaðan eftir heilmikla spekulasjón.
Annars er ég búin að elda paella. Fór óvænt á bændamarkaðinn á Union Square og keypti fullt af óvenjulegu grænmeti. Vissi síðan ekkert hvað ég átti að gera við það. Var að vinna og tók smá pásu til að kíkja á Opruh. Nema hvað. Hún var með fólk í heimsókn sem ferðaðist um Spán í sumar og var núna að elda paellu í salnum hennar. Kokkurinn sagði svona að maður gæti eiginlega sett hvað sem er í paellu, grænmeti, fisk, kjöt, skiptir engu meðan maður setji allavegana lauk og papriku. Hrikaleg heppni að ég hafði keypt gulgrænar paprikur og átti lauk svo ég ákveð strax að elda paella. Og það er nú minnsta málið. Keypti smokkfisk, nokkrar rækjur og saffron og mér sýnist þetta vera ljómandi góð paella. Það er nú ekki lítið auðvelt að elda svona fiski-grænmetis paella. Kannski meira vesen ef maður vill hafa kanínu og kjúkling.. en ég var bara örskot að skella þessu saman. Hafði áætlað tvo tíma en var örugglega bara í 20 mín. Þannig að núna bíð ég bara eftir elskunni. Dekkað á borð og fínt.
16.9.08
Símon og Garfunkel í Soho
Forritið mitt er loksins orðið svo flókið að tölvan hamast og hamast en tekur samt bara hænuskref áfram. Það er fínt því þá get ég farið út og keypt plötur, fisk, sótt skyrtur bankastarfsmannsins í hreinsun meðan það keyrir. Hér í soho eru margar búðir. Mér líst vel á fæstar þeirra. Hinsvegar er ein að mínu skapi. Hún heitir House Works og selur bækur, plötur og geisladiska sem fólk hefur gefið. Síðan gefur hún ágóðan í góð málefni. Ég er hrifin af þessari búð því maður fær ekki samviskubit yfir að kaupa í henni. En það er vandamál sem ég á við að stríða. Vörurnar eru notaðar og peningurinn fer í að hjálpa börnum með HIV veiruna. Hversu almennileg getur starfsemi orðið?
Konan sem Óli leigir af á plötuspilara eins og þann sem við áttum þegar ég var að alast upp. Technic með appelsínugulu ljósi í horninu. Fyrir rúmri viku átti Óli eina plötu. Núna eigum við 13. Flestar góðar. Nokkrar ekki. Allar eldgamlar. Eða þannig, svona þrjátíu ára kannski. Úps.
Konan sem Óli leigir af á plötuspilara eins og þann sem við áttum þegar ég var að alast upp. Technic með appelsínugulu ljósi í horninu. Fyrir rúmri viku átti Óli eina plötu. Núna eigum við 13. Flestar góðar. Nokkrar ekki. Allar eldgamlar. Eða þannig, svona þrjátíu ára kannski. Úps.
15.9.08
Good morning New York!
Og góðan daginn Reykjavík. Frá New York er allt gott að frétta. Lífið hér gengur sinn vanagang. Fínar frúr versla í fínum búðum og túristar eru útum allt að taka stemmningsmyndir á götuhornum. Við Óli búum í risa stúdíó íbúð á efstu hæð í gamalli vöruskemmu í Soho. Óli leigir af japanskri stelpu sem er í Japan að fylgjast með framleiðslu á skólínunni sinni. Þetta er svona útí að vera fönkí íbúð, bleikir sófar og 40´s innréttingar.
Við áttum ljómandi góða helgi. Fórum á einn af uppáhalds veitingastöðunum mínum hérna í NY, Il Corallo Trattoria. Þar fær maður fínt Nebbiolo á $22, gott pasta og hvað sem hugurinn girnist frá skaga þeim sem liggur hvað lengst inn í Miðjarðahafið. Síðan sáum við jazz á Cornelia og enduðum á Madam X. Alvöru New York djamm. Svaka gaman að koma til New York ekki í fyrsta, annað eða þriðja skiptið og þekkja allskonar skemmtilegt. Á sunnudaginn fórum við á Náttúrugripasafnið og í central park með beyglu pikknikk. Við sáum geðveikan loftstein á safninu, Ahnighito. Hann féll á Grænland fyrir mörg þúsund árum og er risa risa járn klumpur. Mér fannst mjög merkilegt að sjá og snerta þennan loftstein. Í honum sér maður kristalla í járninu sem ekki finnast í járni á jörðu. Alveg snar.
Í dag er ég bara að vinna. Kannski ég kíki aðeins út í tískubúð í pásunni.
Við áttum ljómandi góða helgi. Fórum á einn af uppáhalds veitingastöðunum mínum hérna í NY, Il Corallo Trattoria. Þar fær maður fínt Nebbiolo á $22, gott pasta og hvað sem hugurinn girnist frá skaga þeim sem liggur hvað lengst inn í Miðjarðahafið. Síðan sáum við jazz á Cornelia og enduðum á Madam X. Alvöru New York djamm. Svaka gaman að koma til New York ekki í fyrsta, annað eða þriðja skiptið og þekkja allskonar skemmtilegt. Á sunnudaginn fórum við á Náttúrugripasafnið og í central park með beyglu pikknikk. Við sáum geðveikan loftstein á safninu, Ahnighito. Hann féll á Grænland fyrir mörg þúsund árum og er risa risa járn klumpur. Mér fannst mjög merkilegt að sjá og snerta þennan loftstein. Í honum sér maður kristalla í járninu sem ekki finnast í járni á jörðu. Alveg snar.
Í dag er ég bara að vinna. Kannski ég kíki aðeins út í tískubúð í pásunni.
9.9.08
Science inní nóttina
Síðasti dagurinn á skipinu og nú á sko aldeilis að bæta fyrir öll mistökin í þessari ferð. Það á að gera science til klukkan 4 í nótt. Halló! Allir að vera með svo við getum borið saman gögnin og fengið einhverjar hugmyndir um hvernig tækin meika að vinna saman. Það væri kannski pínu óheppilegt fyrir mig þar sem ég er sú eina sem er í hóp með aðeins einni manneskju en hér um borð er svaka gott kaffi.. eða það held ég allavegana í svefnleysi mínu. Gat bara ekki sofið í nótt. Dallurinn rúllaði um og kojan mín er þvers á langásinn sem þýðir að það er eins og að reyna að sofa á vegasalti meðan súperhressir krakkar vega án afláts. Sofnaði loks um 4-leytið en þurfti að fara á fætur aftur um 7 því þá fór svifnökkvinn af stað og það er mikilvægt að fá gögnin frá honum. Núna veit ég allavegana hvernig henni Sigurdísi minni líður. Dísús segi ég nú bara.
Gott að mér finnst svaka spennandi að fylgjast með ögnum. Rétt í þessu erum við að sigla í gegnum plume-ið frá Kólumbíu ánni. Fjöldi smárra agna rauk upp úr öllu veldi og þá gat ég fundið útúr því að ástæðan var sú - að við erum að sigla í vatninu frá ánni. Með henni koma allskonar efni. Fullt af næringu sem skolast hefur af ökrum í sveitum Oregon og lífrænt efni, dauð laufblöð maukuð í næstum því ekki neitt og þess háttar.
Það er alveg sérstakur orðaforði sem fylgir skipum. Eldhús er ekki kitchen heldur galley. Klósett er head, gólf sole, kortaherbergið er doghouse og svona heldur þetta áfram margar margar blaðsíður. Það sem mér finnst skemmtilegt er að vinnan er eins og leikjarnámskeið. Þegar maður þarf að fara að gera eitthvað segir einhver, einhver yfir, "koma svo, gera svolítið science krakkar", eða "time to do science". Mér finnst þetta bara skemmtilega að orði komist. Do science. Á skrifstofunni heitir það do work. Science er miklu skemmtilegra heldur en work. Ég hugsa að í framtíðinni geri ég frekar science heldur en work. Lífið er eitt langt leikjanámskeið. Hvernig hugarfar er það? Ha?
Gott að mér finnst svaka spennandi að fylgjast með ögnum. Rétt í þessu erum við að sigla í gegnum plume-ið frá Kólumbíu ánni. Fjöldi smárra agna rauk upp úr öllu veldi og þá gat ég fundið útúr því að ástæðan var sú - að við erum að sigla í vatninu frá ánni. Með henni koma allskonar efni. Fullt af næringu sem skolast hefur af ökrum í sveitum Oregon og lífrænt efni, dauð laufblöð maukuð í næstum því ekki neitt og þess háttar.
Það er alveg sérstakur orðaforði sem fylgir skipum. Eldhús er ekki kitchen heldur galley. Klósett er head, gólf sole, kortaherbergið er doghouse og svona heldur þetta áfram margar margar blaðsíður. Það sem mér finnst skemmtilegt er að vinnan er eins og leikjarnámskeið. Þegar maður þarf að fara að gera eitthvað segir einhver, einhver yfir, "koma svo, gera svolítið science krakkar", eða "time to do science". Mér finnst þetta bara skemmtilega að orði komist. Do science. Á skrifstofunni heitir það do work. Science er miklu skemmtilegra heldur en work. Ég hugsa að í framtíðinni geri ég frekar science heldur en work. Lífið er eitt langt leikjanámskeið. Hvernig hugarfar er það? Ha?
7.9.08
Þriðji dagur á skipi
og fjórða blaðsíða í thesis. Ekki slæmt finnst mér. Það er svona þegar maður hefur ekkert betra að gera en að skrifa ritgerðina sína. Þá loksins byrjar maður á henni.
Hér eru tækin meira og minna biluð. Aðeins önnur stillingin virkar á mínu tæki. En það er sú stilling sem ég hef mestan áhuga á sem virkar. Á morgun fæ ég loksins að nota hana ef allt gengur eftir. Í dag settum við súper svifnökkvann í sjóinn og sprautuðum bleki út um allan botn. Bleki, nota bena, sem ein sameind er á við 23900 CO2 sameindir hvað varðar varmagetu miðað við magn þess í andrúmsloftinu í dag. Þetta eru fórnir. Plánetan fyrir vísindin. Ha! Eða þannig. Allt í allt jafnast þessi bleksprautun kannski á við ferð einnar farþegavélar frá Chicago til Portland. Nú er bara að vona að þetta sé þess virði.
Hér eru tækin meira og minna biluð. Aðeins önnur stillingin virkar á mínu tæki. En það er sú stilling sem ég hef mestan áhuga á sem virkar. Á morgun fæ ég loksins að nota hana ef allt gengur eftir. Í dag settum við súper svifnökkvann í sjóinn og sprautuðum bleki út um allan botn. Bleki, nota bena, sem ein sameind er á við 23900 CO2 sameindir hvað varðar varmagetu miðað við magn þess í andrúmsloftinu í dag. Þetta eru fórnir. Plánetan fyrir vísindin. Ha! Eða þannig. Allt í allt jafnast þessi bleksprautun kannski á við ferð einnar farþegavélar frá Chicago til Portland. Nú er bara að vona að þetta sé þess virði.
6.9.08
Annar dagur á sjó
Ekki lítill lúxus að vera á skipi. Hér er í fyrsta lagi internet. Í öðru lagi tveir kokkar og í þriðja lagi ekkert að gera. Enda er þetta prufu túr. Súper svifnökkvinn er ekki sjófær enn. Hvert vandamálið er er enn óvitað en menn eru að vinna í því. Minn gæji virkar. Ég prófaði hann sundur og saman í gær. Það er því ekki annað að gera en að skrifa blogg og kannski doktorsritgerð. Lúxus.
3.9.08
Wacoma 600
Sexhundraðasta færslan er skrifuð á rannsóknaskipinu Wacoma. Vacoma er í eigu Oregon State University og ég er því hér með fullt af rannsóknamönnum frá OSU. Sem er ljómandi gott. Allir eru að setja upp græjurnar sínar. Ég var langfljótust. Því ég er með lang einföldustu græjuna. Í uppsetningu. Hér eru tveir piltar sem eru með svo flókna græju að ég hef aldrei séð annað eins. Það eru snúrur á þvers og kruss um allt labbið. Gaskútar upp um alla veggi og allskonar heimtilbúnar græjur. Risapelikantaska sem gagnast sem tölvukassi. Í honum er loftkæliing og milljón tölvuhlutir sem þeir eru búnir að vera að púsla saman. Alveg geðveikt. Og þeir smíðuðu þetta. Tæki sem mælir SF6 í svo litlu mæli að ég kann ekki að segja það. Á tölvunni þeirra stendur "Ekki er auðvelt að skipuleggja tíma til að finna það sem þú tíndir". Það á ágætlega við um eina ákveðna aðstæðu sem við Óli erum að eiga við. Ég segi ekkert meira um það.
Annars fórum við í brugghús Rouge Nation í hádegismat. Þeir brugga meðal annars dead guy ale. Og eru með alveg ágætt veitingahús. Ég fékk dipper sem er samloka sem maður dýfir ofan í seyði. Það var bara ljómandi gott. Mér leist ekkert á það í fyrstu.
En, ég ætti kannski að segja nokkur stikkorð um vikuna sem ekkert var bloggað í. Nú, fjölskyldan hans Óla kom í heimsókn. Atli, Gía, Silla og Þórður komu fyrst. Síðan komu Elfar, Alda, Valtýr og Lexie. Við áttum ljómandi góðar stundir saman. Fyrst og fremst var útskriftin. Við vorum með smá brunch. Ég eldaði tómatsúpu og bakaði brauð, síðan var salat og ostar og svaka góð vatnsmelóna. Omar, Oana og Opal komu líka. Athöfnin var haldin í Rockefeller kapellunni. Hún var mjög hátíðleg, allir í skikkjum og með hatta, prófessorarnir í svaka múnderingu í sínum gömlu skólalitum. Tónlistin var alveg mögnuð. Orgelspil og lúðrablástur þegar komið var að prófessorunum að ganga inn. Eftir athöfnina og myndtöku fyrir framan Eckhart var skálað í smá kampa og síðan farið á braselískt steikhús. Þar voru svaka kynþokkafullir menn sem skáru grillað kjöt af teini á diskinn manns. Alveg ljómandi gott.
Síðan gerðum við allskonar og partýið endaði á því að Elfar og Alda tóku bílinn og íbúðina í gegn. Fægðu hvern blett í einni hvirfilvindshviðu og héldu síðan suður á bóginn á nýbónuðum bílnum. Okkar. Okkur. Til mikillar hamingju. Vonandi gengur þeim vel að selja skrjóðinn.
Annars fórum við í brugghús Rouge Nation í hádegismat. Þeir brugga meðal annars dead guy ale. Og eru með alveg ágætt veitingahús. Ég fékk dipper sem er samloka sem maður dýfir ofan í seyði. Það var bara ljómandi gott. Mér leist ekkert á það í fyrstu.
En, ég ætti kannski að segja nokkur stikkorð um vikuna sem ekkert var bloggað í. Nú, fjölskyldan hans Óla kom í heimsókn. Atli, Gía, Silla og Þórður komu fyrst. Síðan komu Elfar, Alda, Valtýr og Lexie. Við áttum ljómandi góðar stundir saman. Fyrst og fremst var útskriftin. Við vorum með smá brunch. Ég eldaði tómatsúpu og bakaði brauð, síðan var salat og ostar og svaka góð vatnsmelóna. Omar, Oana og Opal komu líka. Athöfnin var haldin í Rockefeller kapellunni. Hún var mjög hátíðleg, allir í skikkjum og með hatta, prófessorarnir í svaka múnderingu í sínum gömlu skólalitum. Tónlistin var alveg mögnuð. Orgelspil og lúðrablástur þegar komið var að prófessorunum að ganga inn. Eftir athöfnina og myndtöku fyrir framan Eckhart var skálað í smá kampa og síðan farið á braselískt steikhús. Þar voru svaka kynþokkafullir menn sem skáru grillað kjöt af teini á diskinn manns. Alveg ljómandi gott.
Síðan gerðum við allskonar og partýið endaði á því að Elfar og Alda tóku bílinn og íbúðina í gegn. Fægðu hvern blett í einni hvirfilvindshviðu og héldu síðan suður á bóginn á nýbónuðum bílnum. Okkar. Okkur. Til mikillar hamingju. Vonandi gengur þeim vel að selja skrjóðinn.