15.9.08

Good morning New York!

Og góðan daginn Reykjavík. Frá New York er allt gott að frétta. Lífið hér gengur sinn vanagang. Fínar frúr versla í fínum búðum og túristar eru útum allt að taka stemmningsmyndir á götuhornum. Við Óli búum í risa stúdíó íbúð á efstu hæð í gamalli vöruskemmu í Soho. Óli leigir af japanskri stelpu sem er í Japan að fylgjast með framleiðslu á skólínunni sinni. Þetta er svona útí að vera fönkí íbúð, bleikir sófar og 40´s innréttingar.

Við áttum ljómandi góða helgi. Fórum á einn af uppáhalds veitingastöðunum mínum hérna í NY, Il Corallo Trattoria. Þar fær maður fínt Nebbiolo á $22, gott pasta og hvað sem hugurinn girnist frá skaga þeim sem liggur hvað lengst inn í Miðjarðahafið. Síðan sáum við jazz á Cornelia og enduðum á Madam X. Alvöru New York djamm. Svaka gaman að koma til New York ekki í fyrsta, annað eða þriðja skiptið og þekkja allskonar skemmtilegt. Á sunnudaginn fórum við á Náttúrugripasafnið og í central park með beyglu pikknikk. Við sáum geðveikan loftstein á safninu, Ahnighito. Hann féll á Grænland fyrir mörg þúsund árum og er risa risa járn klumpur. Mér fannst mjög merkilegt að sjá og snerta þennan loftstein. Í honum sér maður kristalla í járninu sem ekki finnast í járni á jörðu. Alveg snar.

Í dag er ég bara að vinna. Kannski ég kíki aðeins út í tískubúð í pásunni.

Comments:
skammt stórra högga á milli hjá þér þessa dagana. til hamingju með árangurinn í vísindunum og óla
 
Þetta kemur svona í bylgjum. Stundum gerist ekkert heillengi en síðan kemur tímabil þegar allt er á fullu.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?