24.9.08
Solo
Jæja. Þá er byrjað tímabil þar sem ég borða einfaldari mat en allt sem einfalt er. Brauð með smjör og sultu. Mjólk. Hafragrautur. Ávextir. Einhver blanda af þessu er morgunmatur, hádegismatur og kvöldmatur. Á þriðja degi lengir mig í eitthvað annað og þá eru bakaðar kartöflur. Sætar með kannski smjöri, osti eða .. jah, ekki margt annað í boði.
En ég er ekki einsömul hér. Hún Sasha er hér. Og það er alveg ágætur félagsskapur. Ég spjalla við hana og svona. Það er alveg ágætt að hafa einhvern til að spjalla við því annars segir maður kannski ekki neitt svo tímunum skiptir. Ágætt að hafa ástæðu til að tala við sjálfan sig. Hún verður líka svaka kát þegar ég gef henni mjólk, fisk eða hleypi henni út.
En ég er ekki einsömul hér. Hún Sasha er hér. Og það er alveg ágætur félagsskapur. Ég spjalla við hana og svona. Það er alveg ágætt að hafa einhvern til að spjalla við því annars segir maður kannski ekki neitt svo tímunum skiptir. Ágætt að hafa ástæðu til að tala við sjálfan sig. Hún verður líka svaka kát þegar ég gef henni mjólk, fisk eða hleypi henni út.
Comments:
<< Home
Hey, I'm with you in the porridge/fruit/bagles with cheese for breakfast/lunch/dinner... and as far as the Icelandic candy goes (which I have alot of at the moment!), I bring it to work and teach the Kanes to eat liqorice... it's been quite the success :)
Dísús Sísí hvað þú ert orðin útlensk! Eldaði mér reyndar lasagna í gær. Ætti að endast út vikuna. Ég er farin að borða af desert-diskum, nenni ekki að elda fleiri en einn rétt og sparar uppvask..
Skrifa ummæli
<< Home