9.9.08

Science inní nóttina

Síðasti dagurinn á skipinu og nú á sko aldeilis að bæta fyrir öll mistökin í þessari ferð. Það á að gera science til klukkan 4 í nótt. Halló! Allir að vera með svo við getum borið saman gögnin og fengið einhverjar hugmyndir um hvernig tækin meika að vinna saman. Það væri kannski pínu óheppilegt fyrir mig þar sem ég er sú eina sem er í hóp með aðeins einni manneskju en hér um borð er svaka gott kaffi.. eða það held ég allavegana í svefnleysi mínu. Gat bara ekki sofið í nótt. Dallurinn rúllaði um og kojan mín er þvers á langásinn sem þýðir að það er eins og að reyna að sofa á vegasalti meðan súperhressir krakkar vega án afláts. Sofnaði loks um 4-leytið en þurfti að fara á fætur aftur um 7 því þá fór svifnökkvinn af stað og það er mikilvægt að fá gögnin frá honum. Núna veit ég allavegana hvernig henni Sigurdísi minni líður. Dísús segi ég nú bara.

Gott að mér finnst svaka spennandi að fylgjast með ögnum. Rétt í þessu erum við að sigla í gegnum plume-ið frá Kólumbíu ánni. Fjöldi smárra agna rauk upp úr öllu veldi og þá gat ég fundið útúr því að ástæðan var sú - að við erum að sigla í vatninu frá ánni. Með henni koma allskonar efni. Fullt af næringu sem skolast hefur af ökrum í sveitum Oregon og lífrænt efni, dauð laufblöð maukuð í næstum því ekki neitt og þess háttar.

Það er alveg sérstakur orðaforði sem fylgir skipum. Eldhús er ekki kitchen heldur galley. Klósett er head, gólf sole, kortaherbergið er doghouse og svona heldur þetta áfram margar margar blaðsíður. Það sem mér finnst skemmtilegt er að vinnan er eins og leikjarnámskeið. Þegar maður þarf að fara að gera eitthvað segir einhver, einhver yfir, "koma svo, gera svolítið science krakkar", eða "time to do science". Mér finnst þetta bara skemmtilega að orði komist. Do science. Á skrifstofunni heitir það do work. Science er miklu skemmtilegra heldur en work. Ég hugsa að í framtíðinni geri ég frekar science heldur en work. Lífið er eitt langt leikjanámskeið. Hvernig hugarfar er það? Ha?

Comments:
Held að science sé definetely málið fyrir þig Tinna mín!
Good luck síðustu dagana á skipinu, massaðu þessar agnir! - verður svo að fara að kíkja á mig í nýju íbúðinni hér í Boston, er að verða civiliseruð með nettengingu og svona...
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?