17.9.08

Mannskepnan

er einfaldlega í eðli sínu einstaklega skaðleg umhverfi sínu. Það er náttúrulega augljósast þegar maður lítur á nútímamanninn. Hann grefur upp holtir og hæðir, mengar vötn og sjó, setur ryk og veðurbreytandi gös í loftið og drepur meira og minna öll önnur dýr í kringum sig. Þetta er nú ekkert nýtt. Í frjókorna gögnum sést greinilega þegar Evrópu búar komu hingað og byrjuðu að rækta mæís og hveiti í stórum stíl fyrir 400 árum. En það sem mér finnst stórmerkilegt er það að nú telja menn að maðurinn hafi útrýmt dýri sem á sér enga hliðstæðu í dag. Pokaljóninu.

Sönnunargögnin eru þau að maðurinn kom til Ástralíu fyrir 50.000 árum sem er einmitt sá tími sem síðustu leifar þessa dýrs finnast. Fyrst héldu menn að ísöldin hefði leitt til útrýmingar þess, en það var lítil breyting í veðurfari í Ástralíu á þessum tíma og er það því ólíklegt. Einnig er ólíklegt að maðurinn veiddi það til útrýmingar. Kenningin er sú að maðurinn notaði eld til að veiða og rýma landið. Við það breyttist það smám saman úr því að vera skóglendi í runna, dýrum fækkaði almennt og þar með fæða pokaljónsins sem var kjötæta. Merkilegt! Langsótt kynnu sumir að segja en þetta er niðurstaðan eftir heilmikla spekulasjón.

Annars er ég búin að elda paella. Fór óvænt á bændamarkaðinn á Union Square og keypti fullt af óvenjulegu grænmeti. Vissi síðan ekkert hvað ég átti að gera við það. Var að vinna og tók smá pásu til að kíkja á Opruh. Nema hvað. Hún var með fólk í heimsókn sem ferðaðist um Spán í sumar og var núna að elda paellu í salnum hennar. Kokkurinn sagði svona að maður gæti eiginlega sett hvað sem er í paellu, grænmeti, fisk, kjöt, skiptir engu meðan maður setji allavegana lauk og papriku. Hrikaleg heppni að ég hafði keypt gulgrænar paprikur og átti lauk svo ég ákveð strax að elda paella. Og það er nú minnsta málið. Keypti smokkfisk, nokkrar rækjur og saffron og mér sýnist þetta vera ljómandi góð paella. Það er nú ekki lítið auðvelt að elda svona fiski-grænmetis paella. Kannski meira vesen ef maður vill hafa kanínu og kjúkling.. en ég var bara örskot að skella þessu saman. Hafði áætlað tvo tíma en var örugglega bara í 20 mín. Þannig að núna bíð ég bara eftir elskunni. Dekkað á borð og fínt.

Comments:
Í ljósi þess að ég fann fyrstu plötur Leonard Cohen í plötubúð um daginn og elska þær, mæli ég með að þú leitir að þeim í þessari afbrags búð sem þú nefndi í síðustu færslu. Hann fer mjög vel með góðum mat og dekkuðu borði.
Þinn, Orri
 
hmmm, hljómar vel, tékka á því. Ég fann eina með Bruebeck frá því áður en foreldrar okkar fæddust, hún fer svaka vel með ostum.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?