3.9.08
Wacoma 600
Sexhundraðasta færslan er skrifuð á rannsóknaskipinu Wacoma. Vacoma er í eigu Oregon State University og ég er því hér með fullt af rannsóknamönnum frá OSU. Sem er ljómandi gott. Allir eru að setja upp græjurnar sínar. Ég var langfljótust. Því ég er með lang einföldustu græjuna. Í uppsetningu. Hér eru tveir piltar sem eru með svo flókna græju að ég hef aldrei séð annað eins. Það eru snúrur á þvers og kruss um allt labbið. Gaskútar upp um alla veggi og allskonar heimtilbúnar græjur. Risapelikantaska sem gagnast sem tölvukassi. Í honum er loftkæliing og milljón tölvuhlutir sem þeir eru búnir að vera að púsla saman. Alveg geðveikt. Og þeir smíðuðu þetta. Tæki sem mælir SF6 í svo litlu mæli að ég kann ekki að segja það. Á tölvunni þeirra stendur "Ekki er auðvelt að skipuleggja tíma til að finna það sem þú tíndir". Það á ágætlega við um eina ákveðna aðstæðu sem við Óli erum að eiga við. Ég segi ekkert meira um það.
Annars fórum við í brugghús Rouge Nation í hádegismat. Þeir brugga meðal annars dead guy ale. Og eru með alveg ágætt veitingahús. Ég fékk dipper sem er samloka sem maður dýfir ofan í seyði. Það var bara ljómandi gott. Mér leist ekkert á það í fyrstu.
En, ég ætti kannski að segja nokkur stikkorð um vikuna sem ekkert var bloggað í. Nú, fjölskyldan hans Óla kom í heimsókn. Atli, Gía, Silla og Þórður komu fyrst. Síðan komu Elfar, Alda, Valtýr og Lexie. Við áttum ljómandi góðar stundir saman. Fyrst og fremst var útskriftin. Við vorum með smá brunch. Ég eldaði tómatsúpu og bakaði brauð, síðan var salat og ostar og svaka góð vatnsmelóna. Omar, Oana og Opal komu líka. Athöfnin var haldin í Rockefeller kapellunni. Hún var mjög hátíðleg, allir í skikkjum og með hatta, prófessorarnir í svaka múnderingu í sínum gömlu skólalitum. Tónlistin var alveg mögnuð. Orgelspil og lúðrablástur þegar komið var að prófessorunum að ganga inn. Eftir athöfnina og myndtöku fyrir framan Eckhart var skálað í smá kampa og síðan farið á braselískt steikhús. Þar voru svaka kynþokkafullir menn sem skáru grillað kjöt af teini á diskinn manns. Alveg ljómandi gott.
Síðan gerðum við allskonar og partýið endaði á því að Elfar og Alda tóku bílinn og íbúðina í gegn. Fægðu hvern blett í einni hvirfilvindshviðu og héldu síðan suður á bóginn á nýbónuðum bílnum. Okkar. Okkur. Til mikillar hamingju. Vonandi gengur þeim vel að selja skrjóðinn.
Annars fórum við í brugghús Rouge Nation í hádegismat. Þeir brugga meðal annars dead guy ale. Og eru með alveg ágætt veitingahús. Ég fékk dipper sem er samloka sem maður dýfir ofan í seyði. Það var bara ljómandi gott. Mér leist ekkert á það í fyrstu.
En, ég ætti kannski að segja nokkur stikkorð um vikuna sem ekkert var bloggað í. Nú, fjölskyldan hans Óla kom í heimsókn. Atli, Gía, Silla og Þórður komu fyrst. Síðan komu Elfar, Alda, Valtýr og Lexie. Við áttum ljómandi góðar stundir saman. Fyrst og fremst var útskriftin. Við vorum með smá brunch. Ég eldaði tómatsúpu og bakaði brauð, síðan var salat og ostar og svaka góð vatnsmelóna. Omar, Oana og Opal komu líka. Athöfnin var haldin í Rockefeller kapellunni. Hún var mjög hátíðleg, allir í skikkjum og með hatta, prófessorarnir í svaka múnderingu í sínum gömlu skólalitum. Tónlistin var alveg mögnuð. Orgelspil og lúðrablástur þegar komið var að prófessorunum að ganga inn. Eftir athöfnina og myndtöku fyrir framan Eckhart var skálað í smá kampa og síðan farið á braselískt steikhús. Þar voru svaka kynþokkafullir menn sem skáru grillað kjöt af teini á diskinn manns. Alveg ljómandi gott.
Síðan gerðum við allskonar og partýið endaði á því að Elfar og Alda tóku bílinn og íbúðina í gegn. Fægðu hvern blett í einni hvirfilvindshviðu og héldu síðan suður á bóginn á nýbónuðum bílnum. Okkar. Okkur. Til mikillar hamingju. Vonandi gengur þeim vel að selja skrjóðinn.