7.9.08

Þriðji dagur á skipi

og fjórða blaðsíða í thesis. Ekki slæmt finnst mér. Það er svona þegar maður hefur ekkert betra að gera en að skrifa ritgerðina sína. Þá loksins byrjar maður á henni.

Hér eru tækin meira og minna biluð. Aðeins önnur stillingin virkar á mínu tæki. En það er sú stilling sem ég hef mestan áhuga á sem virkar. Á morgun fæ ég loksins að nota hana ef allt gengur eftir. Í dag settum við súper svifnökkvann í sjóinn og sprautuðum bleki út um allan botn. Bleki, nota bena, sem ein sameind er á við 23900 CO2 sameindir hvað varðar varmagetu miðað við magn þess í andrúmsloftinu í dag. Þetta eru fórnir. Plánetan fyrir vísindin. Ha! Eða þannig. Allt í allt jafnast þessi bleksprautun kannski á við ferð einnar farþegavélar frá Chicago til Portland. Nú er bara að vona að þetta sé þess virði.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?