6.9.08
Annar dagur á sjó
Ekki lítill lúxus að vera á skipi. Hér er í fyrsta lagi internet. Í öðru lagi tveir kokkar og í þriðja lagi ekkert að gera. Enda er þetta prufu túr. Súper svifnökkvinn er ekki sjófær enn. Hvert vandamálið er er enn óvitað en menn eru að vinna í því. Minn gæji virkar. Ég prófaði hann sundur og saman í gær. Það er því ekki annað að gera en að skrifa blogg og kannski doktorsritgerð. Lúxus.