29.5.07
Lip smacking satisfaction
Er mottó hins sívinsæla Ribs and Bibs rifja-grill-húss í Hyde Park. Þegar við fyrst gengum niður aðal verslunargötuna í Hyde Park, fyrir tæpum fimm árum síðan, fékk Óli vatn í munninn og sagði "mmm, enn hvað ég hlakka til að borða hér." En þar sem hann var bara tvemur götum frá húsinu okkar var svo lítið mál að fara þangað að við gerðum það ekki fyrr en í kvöld. Fengum eitt half-slab og tibs. Alveg ljómandi gott en náði ekki alveg að skaga upp í rifin á suðurhliðinni, þau eru bara alveg spes.
27.5.07
Hjólað i Washington Park
Í dag var veðrið einstaklega gott. Óli stakk upp á því að við færum í rólyndis hjólatúr. Undanfarið höfum við eingöngu farið í súper-brjálaða hjólatúra þar sem maður hjólar á milljón og reynir að fara eins hratt og maður getur. Endar yfirleitt með því að ég gefst upp og við verðum að snúa við áður en settu marki er náð. Svo mér leist bara vel á það að fara í eðlilegan sunnudagshjólatúr. Jæja, hvert ætli maðurinn hafi viljað hjóla? Í Washington Park. Risastór og stórhættulegur almennings garður hérna á suðurhliðinni.
Ég lét til leiðast að venju og við hjólum þarna út eftir. Stoppum á leiðinni til að sækja hjálminn minn og pumpa í dekkin. En það líður ekki á löngu að við erum komin að garðinum. Fyrsta sem blasir við okkur er hópur ungmenna sem sitja á bekk, svona rebble ungmenni með fæturnar á setunni og sitja á bekk-bakinu. Við hjólum bara framhjá þeim eins og ekkert sé. Og ekkert, þau ráðast ekki á okkur. Síðan hjólum við fram á pulsuvagn og þar sem ég er eitthvað svöng vil ég fá pulsu. Við erum ekki fyrr búin að renna niður pulsunum okkar en lögreglubíl drífur að. En engar sírenur, bara löggur að fá sér pulsur.
Til að gera langa sögu stutta þá komumst við heil frá þessum vígvelli. Ekki margt markvert átti sér stað nema fjölmargar fjölskyldur voru með grill veislu og fjölmörg áhugamannalið kepptu í hafnarbolta. Kemur í ljós svona þegar maður tékkar á honum að Washington Park er hinn indælasti garður með villtum gróðri, fuglalífi og nokkrum fiskum. Að degi til allavegana.
Ég lét til leiðast að venju og við hjólum þarna út eftir. Stoppum á leiðinni til að sækja hjálminn minn og pumpa í dekkin. En það líður ekki á löngu að við erum komin að garðinum. Fyrsta sem blasir við okkur er hópur ungmenna sem sitja á bekk, svona rebble ungmenni með fæturnar á setunni og sitja á bekk-bakinu. Við hjólum bara framhjá þeim eins og ekkert sé. Og ekkert, þau ráðast ekki á okkur. Síðan hjólum við fram á pulsuvagn og þar sem ég er eitthvað svöng vil ég fá pulsu. Við erum ekki fyrr búin að renna niður pulsunum okkar en lögreglubíl drífur að. En engar sírenur, bara löggur að fá sér pulsur.
Til að gera langa sögu stutta þá komumst við heil frá þessum vígvelli. Ekki margt markvert átti sér stað nema fjölmargar fjölskyldur voru með grill veislu og fjölmörg áhugamannalið kepptu í hafnarbolta. Kemur í ljós svona þegar maður tékkar á honum að Washington Park er hinn indælasti garður með villtum gróðri, fuglalífi og nokkrum fiskum. Að degi til allavegana.
24.5.07
Aðeins á eftir...
Jæja, loksins fékk ég tíma til að gera júróvisjón góð skil. Það er ekki lítið mál að horfa á hvert einasta land. Mér finnst það samt alltaf jafnskemmtilegt. Maður fær innsýn í þjóðarsálirnar. Stereótýpur brotna niður. Maður lærir að fólk og ríkistjórnir eru ekki sami hluturinn.
Uppáhaldslagið mitt er tvímælalaust það ísraelska. Svaka töff, mismunandi tónlistastefnur og tungumál sett saman í eina súpu. Þegar ég heyrði það fyrst hélt ég að þetta væri ádeila á eigin ríkisstjórn en júróvisjón er kannski undarlegur vettvangur fyrir þannig spekulasjónir. Síðan hugsaði ég að þeir væru að meina hálfur heimurinn á í stríðsátökum og þetta lag væri að minna á hversu heimskulegt það sé. En, síðan átta ég mig á því að lagið er ádeila á Iran og kjarnorkuþróunina sem er að eiga sér stað þar og andúð þeirra á ísraela. Það finnst mér ekki lítið undarlegt. Eða, kannski ekki undarlegt, það er náttúrulega eðlilegt. En í ljósi þess að ekki er liðið ár síðan Ísraelir sprengdu Líbanon í sundur og óstöðvandi átök við Palestínu, þá finnst mér þetta alveg fáránlegt. Volandi yfir því að þeir eigi óvini þegar þeir hætta ekki að lemja minni máttar. Ekki það að ég sé að sakast við Ísraeli, þó svo mér finnst þetta umburðarleysi ganga í öfgar. En, þeir geta ekki að því gert að þeir eru þarna samlokaðir við önnur samfélög sem líta heiminn öðrum augum. Þetta er bara mjög óheppileg situasjón sem þarna er og það eina í stöðunni að finna lausn sem allir geta sætt sig við. Allavegana, júróvisjón.
Alveg var mér ómögulegt að slökkva á spænsku súkkulaði strákunum en tókst þó því hversu ógislegur er þessi ljóshærði!
Ekki gat ég heldur slökkt á Moldóvíu þótt svo lagið hafi verið með þeim lakari. Ég bara varð að sjá hvað myndi gerast með bankastarfsmennina á harðahlaupum.
Síðan var ég bara sátt við vinningslagið. Það var alveg ágætt.
Eiríkur Hauksson með þeim betri. Passion lost in acid rain, eða eitthvað. Mjög kúl.
Uppáhaldslagið mitt er tvímælalaust það ísraelska. Svaka töff, mismunandi tónlistastefnur og tungumál sett saman í eina súpu. Þegar ég heyrði það fyrst hélt ég að þetta væri ádeila á eigin ríkisstjórn en júróvisjón er kannski undarlegur vettvangur fyrir þannig spekulasjónir. Síðan hugsaði ég að þeir væru að meina hálfur heimurinn á í stríðsátökum og þetta lag væri að minna á hversu heimskulegt það sé. En, síðan átta ég mig á því að lagið er ádeila á Iran og kjarnorkuþróunina sem er að eiga sér stað þar og andúð þeirra á ísraela. Það finnst mér ekki lítið undarlegt. Eða, kannski ekki undarlegt, það er náttúrulega eðlilegt. En í ljósi þess að ekki er liðið ár síðan Ísraelir sprengdu Líbanon í sundur og óstöðvandi átök við Palestínu, þá finnst mér þetta alveg fáránlegt. Volandi yfir því að þeir eigi óvini þegar þeir hætta ekki að lemja minni máttar. Ekki það að ég sé að sakast við Ísraeli, þó svo mér finnst þetta umburðarleysi ganga í öfgar. En, þeir geta ekki að því gert að þeir eru þarna samlokaðir við önnur samfélög sem líta heiminn öðrum augum. Þetta er bara mjög óheppileg situasjón sem þarna er og það eina í stöðunni að finna lausn sem allir geta sætt sig við. Allavegana, júróvisjón.
Alveg var mér ómögulegt að slökkva á spænsku súkkulaði strákunum en tókst þó því hversu ógislegur er þessi ljóshærði!
Ekki gat ég heldur slökkt á Moldóvíu þótt svo lagið hafi verið með þeim lakari. Ég bara varð að sjá hvað myndi gerast með bankastarfsmennina á harðahlaupum.
Síðan var ég bara sátt við vinningslagið. Það var alveg ágætt.
Eiríkur Hauksson með þeim betri. Passion lost in acid rain, eða eitthvað. Mjög kúl.
Sumarplön
Smám saman kemst skýrari mynd á sumrið. Óli ætlar að vinna hjá Goldman Sachs sem er fjárfestingabanki í New York. Ég ætla að vinna í rannsóknunum mínum sem verða í New York þetta sumarið. Alveg ótrúlegt með þessar rannsóknir, þær æða bara út um allar trissur. Ég er að hugsa um að koma heim í 2-3 vikur í júlí og heilsa upp á frændfólk mitt. Síðan um miðjan ágúst lítur út fyrir að hópur kvenna heimsæki borgina (the city) og okkur Óla.
Við eigum félaga sem er frá New York og kallar hana alltaf the city. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á stúlku sem við þekktum einu sinni sem er frá upstate-New-York. Þeas frá New York fylki en ekki New York borg.
Allavegana, thats all, ég hugsa nú að ég hafi eitthvað nefnt þetta hérna en Vala mín eitthvað verið vant við látin þá vikuna. Kannski ekki. Ég er allavegana búin að hlakka mikið til.
Við eigum félaga sem er frá New York og kallar hana alltaf the city. Þetta fór mjög fyrir brjóstið á stúlku sem við þekktum einu sinni sem er frá upstate-New-York. Þeas frá New York fylki en ekki New York borg.
Allavegana, thats all, ég hugsa nú að ég hafi eitthvað nefnt þetta hérna en Vala mín eitthvað verið vant við látin þá vikuna. Kannski ekki. Ég er allavegana búin að hlakka mikið til.
21.5.07
Leigjandi fundinn
Eins og þið vitið þá ætlum við Óli að eyða sumrinu í Nýju Jórvík. Við munum vera þar í næstum því þrjá mánuði og fannst okkur því upplagt að reyna að leigja út íbúðina okkar. Þetta höfum við reynt áður án mikils árangurs. Núna hinsvegar eigum við huggulegri íbúð og fundum (Óli fann hana) konu sem vill leigja af okkur íbúðina í allt sumar. Og hún vill borga fulla leigu, síma og rafmagn. Þetta finnst okkur vera mikill lúxus því hverfið er hálf tómt á sumrin og ekki hlaupið að því að leigja íbúð í svona skamman tíma.
Við erum hins vegar ekki búin að finna okkur íbúð í NY en erum vongóð um að það verði ekki mikið mál. Ætli það komi ekki í ljós fyrr en síðar, hversu mikið mál það verður nákvæmlega.
Við erum hins vegar ekki búin að finna okkur íbúð í NY en erum vongóð um að það verði ekki mikið mál. Ætli það komi ekki í ljós fyrr en síðar, hversu mikið mál það verður nákvæmlega.
Bloggað um miðja nótt
Eða svona þannig. Miðnætti. Veðrið hérna í Chicago minnir mig bara á veðrið heima á Íslandi þessa dagana. Í gær var 30 stiga hiti, varla við verandi. Í dag, einmitt þegar við ætluðum að hjóla niður í bæ, þá nær hann ekki upp í 10 gráður. Mér finnst þetta svolítið, að það skuli sveiflast 20 gráður á milli daga. Hmm, nóg um veðrið.
Deildin mín var með EXPO á föstudaginn, uppskeruhátíð stúdenta. Ég hélt ljómandi fínan fyrirlestur og David sagði að þetta væri improvement. Það hlýtur að vera hrós. Þessi árlega uppskeruhátíð er í anda AGU, 15 mínútna fyrirlestrar með korters hléi á klukkutíma fresti þar sem boðið er uppá kaffi og kleinur/cookies. 20 fyrirlestrar í ár svo þetta tók allan daginn. Eftir nemendaráðstefnuna fór ég á ráðstefnu um bensín, Petroleum - politics and future eða eitthvað þannig. Þá komst ég eiginlega að því að þetta er vonlaus barátta, hjá okkur. Það er til allt of mikið af kolum og ekki nógu mikill vilji/skilningur fyrir því hversu afdrifarík öll þessi brennsla jarðefnaeldsneytis er. Hagkerfið gengur ofar öllu. Það verður að vera hagvöxtur, fólk verður að hafa LCD skjá og keyra landið þvert og endilangt hvenær sem því þóknast.
Deildin mín var með EXPO á föstudaginn, uppskeruhátíð stúdenta. Ég hélt ljómandi fínan fyrirlestur og David sagði að þetta væri improvement. Það hlýtur að vera hrós. Þessi árlega uppskeruhátíð er í anda AGU, 15 mínútna fyrirlestrar með korters hléi á klukkutíma fresti þar sem boðið er uppá kaffi og kleinur/cookies. 20 fyrirlestrar í ár svo þetta tók allan daginn. Eftir nemendaráðstefnuna fór ég á ráðstefnu um bensín, Petroleum - politics and future eða eitthvað þannig. Þá komst ég eiginlega að því að þetta er vonlaus barátta, hjá okkur. Það er til allt of mikið af kolum og ekki nógu mikill vilji/skilningur fyrir því hversu afdrifarík öll þessi brennsla jarðefnaeldsneytis er. Hagkerfið gengur ofar öllu. Það verður að vera hagvöxtur, fólk verður að hafa LCD skjá og keyra landið þvert og endilangt hvenær sem því þóknast.
15.5.07
Mánudagsfiskur
Hann Óli minn er orðinn algjör íþrótaálfur. Í gær hjólaði hann alla leið niður í miðbæ til að sækja fisk í soðið. Ég gleymdi nú sennilega alveg að minnast á það en um þar síðustu helgi áskotnaðist okkur hátt í 10 kíló af fiskibeinum, hausum og sporðum og úr því urðu lítrar af fiskisoði. Við getum því nú "poachað" fisk en í gær kom Óli heim með lúðustykki sem við lögðum ofaná smá lag af léttsteiktu grænmeti og helltum yfir sjóðandi fiskisoði rétt til að þekja fiskinn. Þetta er sem sagt að poach-a.
Það er ekki annað hægt en að mæla með þessari eldunaraðferð. Grænmetið drekkur í sig soðið og verður einstaklega bragðgott. Fiskurinn missir engin efni útí vatnið og verður ekki þurr eins og er hættan við að baka, eða grilla.
Annars fórum við til Kentucky um helgina. Í Red River Gorge. Það var yndislegt. Við gistum á gistiheimili í fyrsta sinn. Áður höfum við gist í tjaldi sem er, eins og Raggi man sennilega vel, ekki sérlega þægilegt. Froskar kvaka alla nóttina og unglingar eitthvað frameftir einnig. Síðan þarf maður að elda sinn eigin morgunmat, sem er ekki slæmt en tekur svolítinn tíma. Á gistiheimilinu eru engir froskar og maður vaknar við beikonilm sem svífur um skálann. Alveg súper. Við gátum klifrað alveg fullt, skemmst frá því að segja að ég leiddi 5.10a. Fyrir þá sem ekki vita er það svaka flott. Og hrikalega gaman.
Það er ekki annað hægt en að mæla með þessari eldunaraðferð. Grænmetið drekkur í sig soðið og verður einstaklega bragðgott. Fiskurinn missir engin efni útí vatnið og verður ekki þurr eins og er hættan við að baka, eða grilla.
Annars fórum við til Kentucky um helgina. Í Red River Gorge. Það var yndislegt. Við gistum á gistiheimili í fyrsta sinn. Áður höfum við gist í tjaldi sem er, eins og Raggi man sennilega vel, ekki sérlega þægilegt. Froskar kvaka alla nóttina og unglingar eitthvað frameftir einnig. Síðan þarf maður að elda sinn eigin morgunmat, sem er ekki slæmt en tekur svolítinn tíma. Á gistiheimilinu eru engir froskar og maður vaknar við beikonilm sem svífur um skálann. Alveg súper. Við gátum klifrað alveg fullt, skemmst frá því að segja að ég leiddi 5.10a. Fyrir þá sem ekki vita er það svaka flott. Og hrikalega gaman.
10.5.07
Amerísk/evrópsk bíómynd
Óli er orðinn hinn mesti hjólreiðakappi. Vill ekki ferðast öðruvísi en á hjólhestinum. Ég er bakveik og vil ekki hjóla svo þegar við ákváðum að skella okkur í bíó hjólaði Óli og ég fór í strætó og síðan hittumst við þar sem Ópera Winfrey kaupir í matinn og fengum okkur samloku og bjór í tilefni þess að það er komið sumar og ég var loksins búin í prelim. Hugmyndin var að fara í bíó líka sem er handan við götuna. Ákváðum Groundhouse, nýjustu myndina hans Quentin Tarrantino.
Við urðum sko ekki fyrir vonbrigðum, þessi mynd er ólýsanleg, óviðjafnanleg. Upplifun eiginlega. Vá hvað mér finnst þeir svalir þessir gæjar. Þetta var ameríska bíómyndin. Hún varði í rúma þrjá tíma. Klukkan orðin miðnætti og við ætluðum að taka strætó heim. Það er ekki öruggt að hjóla heim einn svona seint og ég var í stuttu pilsi og það er ekki öruggt að taka strætó heim alein í stuttu pilsi. Ég er náttúrulega aldrei í stuttu pilsi, né löngu, svo ég var sérstaklega meðvituð um að vera í pilsi. Allavegana, við að missa af strætó svo ég fékk að sitja á hnakknum og Óli hjólaði þvert yfir allan miðbæinn á strætóstöðina, ég ríghélt mér í Óla, pilsið flaxaði, saxafónspil hljómaði úr næstu götu, alveg eins og í evrópskri bíómynd.
Við urðum sko ekki fyrir vonbrigðum, þessi mynd er ólýsanleg, óviðjafnanleg. Upplifun eiginlega. Vá hvað mér finnst þeir svalir þessir gæjar. Þetta var ameríska bíómyndin. Hún varði í rúma þrjá tíma. Klukkan orðin miðnætti og við ætluðum að taka strætó heim. Það er ekki öruggt að hjóla heim einn svona seint og ég var í stuttu pilsi og það er ekki öruggt að taka strætó heim alein í stuttu pilsi. Ég er náttúrulega aldrei í stuttu pilsi, né löngu, svo ég var sérstaklega meðvituð um að vera í pilsi. Allavegana, við að missa af strætó svo ég fékk að sitja á hnakknum og Óli hjólaði þvert yfir allan miðbæinn á strætóstöðina, ég ríghélt mér í Óla, pilsið flaxaði, saxafónspil hljómaði úr næstu götu, alveg eins og í evrópskri bíómynd.
4.5.07
Lambachardonnay
Ég fékk hugmynd í gær. Hugmynd sem gæti gjörbreytt íslensku sveitalífi. Það atvikaðist þannig að Óli og ég vorum á Cedar að halda upp á það að ég var búin með prelims. Við pöntuðum okkur bæði grillaðar lambakótilettur. Við vorum með Pinot Noir frá Sonoma og þetta var svo gott að það leið næstum því yfir Óla minn. Ég minntist þess að lambakótilettur höfðu verið hversdagsmatur sem manni þótti satt að segja ekkert mikið koma til. Þetta var steikt í raspi og með voru soðnar kartöflur. Það voru nú soðnar kartöflur með öllu en það er önnur saga. Jæja, ég var eitthvað að hugsa um hvað þetta væri mikill dýrindismatur og hversu gaman það væri að vera með nokkrar kindur í garðinum svo maður gæti fengið eitt eða tvö lömb á hverju hausti. Óli hugsaði hversu gaman það væri að heimsækja fólk útí sveit sem hefði það að atvinnu sinni að koma upp hraustum kindum: bændur. Og þá hugsaði ég með mér hvað það væri gaman ef maður gæti farið í ferð um landið, heimsótt bændur og fengið að smakka hjá þeim lambakjötið. Þeir byðu upp á lambið á mismunandi máta: í kjötsúpu, grillað lambalæri, kótilettur, hugsanlega svið. Eins og þegar maður fer í vínsmökkun, þá eru vínræktendurnir með Chardonnay, Cabernet Sauvignon, Merlot, Pinot Noir. Síðan borgar maður fimm eða tíu dollara eftir því hvort maður vill basic eða fínu vínin. Maður myndi náttúrulega ekki fá heila kótilettu, bara einn munnbita. Alveg eins og þegar maður fer að smakka vín, þá fær maður ekkert fullt glas, bara einn sopa.
1.5.07
Alveg að klikkast
Urrgh hvað það sökkar að fara í próf. Mér finnst eins og svona undanfarin tuttugu skipti sem ég hef farið í próf hef ég haldið að nú hljóti þessu að fara að linna. En það er ekki. Ég er 28 ára. Nenni ekki lengur að fara í próf. Finnst það ekki gaman. Allt of stressandi. Mikið verður gaman þegar ég verð búin að fara í próf en bara ef mér gengur vel. Og núna er ég að fá allskonar bakþanka um að ég kunni hitt og þetta ekki nógu vel. Æ æ. Mig langar svo að fara að klifra.