27.5.07
Hjólað i Washington Park
Í dag var veðrið einstaklega gott. Óli stakk upp á því að við færum í rólyndis hjólatúr. Undanfarið höfum við eingöngu farið í súper-brjálaða hjólatúra þar sem maður hjólar á milljón og reynir að fara eins hratt og maður getur. Endar yfirleitt með því að ég gefst upp og við verðum að snúa við áður en settu marki er náð. Svo mér leist bara vel á það að fara í eðlilegan sunnudagshjólatúr. Jæja, hvert ætli maðurinn hafi viljað hjóla? Í Washington Park. Risastór og stórhættulegur almennings garður hérna á suðurhliðinni.
Ég lét til leiðast að venju og við hjólum þarna út eftir. Stoppum á leiðinni til að sækja hjálminn minn og pumpa í dekkin. En það líður ekki á löngu að við erum komin að garðinum. Fyrsta sem blasir við okkur er hópur ungmenna sem sitja á bekk, svona rebble ungmenni með fæturnar á setunni og sitja á bekk-bakinu. Við hjólum bara framhjá þeim eins og ekkert sé. Og ekkert, þau ráðast ekki á okkur. Síðan hjólum við fram á pulsuvagn og þar sem ég er eitthvað svöng vil ég fá pulsu. Við erum ekki fyrr búin að renna niður pulsunum okkar en lögreglubíl drífur að. En engar sírenur, bara löggur að fá sér pulsur.
Til að gera langa sögu stutta þá komumst við heil frá þessum vígvelli. Ekki margt markvert átti sér stað nema fjölmargar fjölskyldur voru með grill veislu og fjölmörg áhugamannalið kepptu í hafnarbolta. Kemur í ljós svona þegar maður tékkar á honum að Washington Park er hinn indælasti garður með villtum gróðri, fuglalífi og nokkrum fiskum. Að degi til allavegana.
Ég lét til leiðast að venju og við hjólum þarna út eftir. Stoppum á leiðinni til að sækja hjálminn minn og pumpa í dekkin. En það líður ekki á löngu að við erum komin að garðinum. Fyrsta sem blasir við okkur er hópur ungmenna sem sitja á bekk, svona rebble ungmenni með fæturnar á setunni og sitja á bekk-bakinu. Við hjólum bara framhjá þeim eins og ekkert sé. Og ekkert, þau ráðast ekki á okkur. Síðan hjólum við fram á pulsuvagn og þar sem ég er eitthvað svöng vil ég fá pulsu. Við erum ekki fyrr búin að renna niður pulsunum okkar en lögreglubíl drífur að. En engar sírenur, bara löggur að fá sér pulsur.
Til að gera langa sögu stutta þá komumst við heil frá þessum vígvelli. Ekki margt markvert átti sér stað nema fjölmargar fjölskyldur voru með grill veislu og fjölmörg áhugamannalið kepptu í hafnarbolta. Kemur í ljós svona þegar maður tékkar á honum að Washington Park er hinn indælasti garður með villtum gróðri, fuglalífi og nokkrum fiskum. Að degi til allavegana.