21.5.07
Leigjandi fundinn
Eins og þið vitið þá ætlum við Óli að eyða sumrinu í Nýju Jórvík. Við munum vera þar í næstum því þrjá mánuði og fannst okkur því upplagt að reyna að leigja út íbúðina okkar. Þetta höfum við reynt áður án mikils árangurs. Núna hinsvegar eigum við huggulegri íbúð og fundum (Óli fann hana) konu sem vill leigja af okkur íbúðina í allt sumar. Og hún vill borga fulla leigu, síma og rafmagn. Þetta finnst okkur vera mikill lúxus því hverfið er hálf tómt á sumrin og ekki hlaupið að því að leigja íbúð í svona skamman tíma.
Við erum hins vegar ekki búin að finna okkur íbúð í NY en erum vongóð um að það verði ekki mikið mál. Ætli það komi ekki í ljós fyrr en síðar, hversu mikið mál það verður nákvæmlega.
Við erum hins vegar ekki búin að finna okkur íbúð í NY en erum vongóð um að það verði ekki mikið mál. Ætli það komi ekki í ljós fyrr en síðar, hversu mikið mál það verður nákvæmlega.