1.5.07

Alveg að klikkast

Urrgh hvað það sökkar að fara í próf. Mér finnst eins og svona undanfarin tuttugu skipti sem ég hef farið í próf hef ég haldið að nú hljóti þessu að fara að linna. En það er ekki. Ég er 28 ára. Nenni ekki lengur að fara í próf. Finnst það ekki gaman. Allt of stressandi. Mikið verður gaman þegar ég verð búin að fara í próf en bara ef mér gengur vel. Og núna er ég að fá allskonar bakþanka um að ég kunni hitt og þetta ekki nógu vel. Æ æ. Mig langar svo að fara að klifra.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?