4.5.07

Lambachardonnay

Ég fékk hugmynd í gær. Hugmynd sem gæti gjörbreytt íslensku sveitalífi. Það atvikaðist þannig að Óli og ég vorum á Cedar að halda upp á það að ég var búin með prelims. Við pöntuðum okkur bæði grillaðar lambakótilettur. Við vorum með Pinot Noir frá Sonoma og þetta var svo gott að það leið næstum því yfir Óla minn. Ég minntist þess að lambakótilettur höfðu verið hversdagsmatur sem manni þótti satt að segja ekkert mikið koma til. Þetta var steikt í raspi og með voru soðnar kartöflur. Það voru nú soðnar kartöflur með öllu en það er önnur saga. Jæja, ég var eitthvað að hugsa um hvað þetta væri mikill dýrindismatur og hversu gaman það væri að vera með nokkrar kindur í garðinum svo maður gæti fengið eitt eða tvö lömb á hverju hausti. Óli hugsaði hversu gaman það væri að heimsækja fólk útí sveit sem hefði það að atvinnu sinni að koma upp hraustum kindum: bændur. Og þá hugsaði ég með mér hvað það væri gaman ef maður gæti farið í ferð um landið, heimsótt bændur og fengið að smakka hjá þeim lambakjötið. Þeir byðu upp á lambið á mismunandi máta: í kjötsúpu, grillað lambalæri, kótilettur, hugsanlega svið. Eins og þegar maður fer í vínsmökkun, þá eru vínræktendurnir með Chardonnay, Cabernet Sauvignon, Merlot, Pinot Noir. Síðan borgar maður fimm eða tíu dollara eftir því hvort maður vill basic eða fínu vínin. Maður myndi náttúrulega ekki fá heila kótilettu, bara einn munnbita. Alveg eins og þegar maður fer að smakka vín, þá fær maður ekkert fullt glas, bara einn sopa.

Comments:
sæl Tinna,
þetta er fín hugmynd hjá þér og á örugglega upp á pallborðið hjá íslendingum. Sendu bændasamtökunum línu!
 
Góð hugmynd (þó svo að mér finnist lambakjöt það viðbjóðslegasta ever). Hvað með að útfæra þetta enn frekar í fiskinn og svona?
 
Mmm, lambakjöt er eitt af því besta ever. Það væri hægt að gera þetta með fiskinn líka, setja upp smá shack við neta-kerin, grípa fiskinn spriklandi upp úr og skella honum á grillið. Hvað eru margar fiskeldisstöðvar á landinu/við landið?
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?