24.5.07

Aðeins á eftir...

Jæja, loksins fékk ég tíma til að gera júróvisjón góð skil. Það er ekki lítið mál að horfa á hvert einasta land. Mér finnst það samt alltaf jafnskemmtilegt. Maður fær innsýn í þjóðarsálirnar. Stereótýpur brotna niður. Maður lærir að fólk og ríkistjórnir eru ekki sami hluturinn.

Uppáhaldslagið mitt er tvímælalaust það ísraelska. Svaka töff, mismunandi tónlistastefnur og tungumál sett saman í eina súpu. Þegar ég heyrði það fyrst hélt ég að þetta væri ádeila á eigin ríkisstjórn en júróvisjón er kannski undarlegur vettvangur fyrir þannig spekulasjónir. Síðan hugsaði ég að þeir væru að meina hálfur heimurinn á í stríðsátökum og þetta lag væri að minna á hversu heimskulegt það sé. En, síðan átta ég mig á því að lagið er ádeila á Iran og kjarnorkuþróunina sem er að eiga sér stað þar og andúð þeirra á ísraela. Það finnst mér ekki lítið undarlegt. Eða, kannski ekki undarlegt, það er náttúrulega eðlilegt. En í ljósi þess að ekki er liðið ár síðan Ísraelir sprengdu Líbanon í sundur og óstöðvandi átök við Palestínu, þá finnst mér þetta alveg fáránlegt. Volandi yfir því að þeir eigi óvini þegar þeir hætta ekki að lemja minni máttar. Ekki það að ég sé að sakast við Ísraeli, þó svo mér finnst þetta umburðarleysi ganga í öfgar. En, þeir geta ekki að því gert að þeir eru þarna samlokaðir við önnur samfélög sem líta heiminn öðrum augum. Þetta er bara mjög óheppileg situasjón sem þarna er og það eina í stöðunni að finna lausn sem allir geta sætt sig við. Allavegana, júróvisjón.

Alveg var mér ómögulegt að slökkva á spænsku súkkulaði strákunum en tókst þó því hversu ógislegur er þessi ljóshærði!

Ekki gat ég heldur slökkt á Moldóvíu þótt svo lagið hafi verið með þeim lakari. Ég bara varð að sjá hvað myndi gerast með bankastarfsmennina á harðahlaupum.

Síðan var ég bara sátt við vinningslagið. Það var alveg ágætt.

Eiríkur Hauksson með þeim betri. Passion lost in acid rain, eða eitthvað. Mjög kúl.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?