21.5.07

Bloggað um miðja nótt

Eða svona þannig. Miðnætti. Veðrið hérna í Chicago minnir mig bara á veðrið heima á Íslandi þessa dagana. Í gær var 30 stiga hiti, varla við verandi. Í dag, einmitt þegar við ætluðum að hjóla niður í bæ, þá nær hann ekki upp í 10 gráður. Mér finnst þetta svolítið, að það skuli sveiflast 20 gráður á milli daga. Hmm, nóg um veðrið.

Deildin mín var með EXPO á föstudaginn, uppskeruhátíð stúdenta. Ég hélt ljómandi fínan fyrirlestur og David sagði að þetta væri improvement. Það hlýtur að vera hrós. Þessi árlega uppskeruhátíð er í anda AGU, 15 mínútna fyrirlestrar með korters hléi á klukkutíma fresti þar sem boðið er uppá kaffi og kleinur/cookies. 20 fyrirlestrar í ár svo þetta tók allan daginn. Eftir nemendaráðstefnuna fór ég á ráðstefnu um bensín, Petroleum - politics and future eða eitthvað þannig. Þá komst ég eiginlega að því að þetta er vonlaus barátta, hjá okkur. Það er til allt of mikið af kolum og ekki nógu mikill vilji/skilningur fyrir því hversu afdrifarík öll þessi brennsla jarðefnaeldsneytis er. Hagkerfið gengur ofar öllu. Það verður að vera hagvöxtur, fólk verður að hafa LCD skjá og keyra landið þvert og endilangt hvenær sem því þóknast.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?