24.4.10
Hang in there Iceland
Er það sem Greg á Sound Opinions sagði núna rétt í þessu. Sound Opinions er rokkland NPR, sem er RUV Bandaríkjamanna. Þegar kom að þeim hluta þáttarins þar sem maður ímyndar sér að maður sé fastur á eyðieyju en fær einn pening að setja í dukeboxið þá sagði Greg að hjarta hans sé hjá Íslendingum. Eftir bankahrun og kreppa, eldgos og flug vandamál þá finnst manni þetta verið komið nóg... síðan spilar hann it's oh so quiet sem er uppáhaldslagið hans með Björk.
22.4.10
Halló
Já ég viðurkenni það alveg að ég hef verið löt við að blogga undanfarið. Ástæðan er sennilega sú að ég hef ekki frá mörgu spennandi að segja þessa dagana. Ég er að vinna í doktorsverkefninu mínu og það gengur upp og niður. Núna, undanfarna daga er ég búin að reyna að finna lausn á einu vandamáli sem skaut upp kollinum. Það er búið að vera ljóst í ár að þetta er sértilfelli og við vorum búin að ákveða að afgreiða það á ákveðinn máta en síðan þegar ég er að skrifa grein þá kemur í ljós að það er ekki nógu gott að skilja við þetta svona hálf-óafgreitt. Þannig að núna er ég að vinna alveg á fullu við að finna útúr 'essu. Algjört bögg.
Í síðustu viku var hér í heimsókn gaur sem við erum í samstarfi við. Það tók þvílíkt á taugarnar og endaði með því að ég varð að fara til New York í 4 daga. Það var notalegt hjá okkur Óla í New York. Við vorum meira og minna í hleðslu allan tíman, bæði alveg útkeyrð. Ég náði samt að elda nokkur quiche og svona eitt og annað. Eplaböku frá Normandí. Fyrir þá sem eiga frönsku matreiðslubókina eftir konuna og með myndir teknar af dótturinni þá mæli ég eindregið með þessari eplaböku. Og ís með. Mmmm.
Í síðustu viku var hér í heimsókn gaur sem við erum í samstarfi við. Það tók þvílíkt á taugarnar og endaði með því að ég varð að fara til New York í 4 daga. Það var notalegt hjá okkur Óla í New York. Við vorum meira og minna í hleðslu allan tíman, bæði alveg útkeyrð. Ég náði samt að elda nokkur quiche og svona eitt og annað. Eplaböku frá Normandí. Fyrir þá sem eiga frönsku matreiðslubókina eftir konuna og með myndir teknar af dótturinni þá mæli ég eindregið með þessari eplaböku. Og ís með. Mmmm.
11.4.10
Fallin
Dúdúmm. Á gluten-lausa mataræðinu. Og fagnaði því með því að borða fullt af brauði með smjöri. Ég ákvað að prófa að borða ekkert gluten bara svona til að athuga hversu erfitt það er. Í fyrstu þótti mér það ekki erfitt. Það er hollt og gott mataræði. En ég saknaði þess agalega að borða smjör. Mér finnst smjör mjög gott. Gott brauð með góðu smjöri. Það er það besta sem ég fæ.
Jamie Oliver er hér á landi með herferð. Matar-byltingu. Hann er ekkert smá kúl, ég er alveg dolfallin. Hann var með fyrirlestur á TED þar sem hann hundskammaði Bandaríkjamenn fyrir að gefa börnum rusl að borða. Og hann er ekkert að skafa af hlutunum. Ég held að eftir 100 ár verði stytta af Jamie Oliver við hliðiná frelsisstyttunni. Hann er bjargvættur.
Jamie Oliver er hér á landi með herferð. Matar-byltingu. Hann er ekkert smá kúl, ég er alveg dolfallin. Hann var með fyrirlestur á TED þar sem hann hundskammaði Bandaríkjamenn fyrir að gefa börnum rusl að borða. Og hann er ekkert að skafa af hlutunum. Ég held að eftir 100 ár verði stytta af Jamie Oliver við hliðiná frelsisstyttunni. Hann er bjargvættur.
7.4.10
This is just to say
Ég borðaði
páskaeggið
meðan þú varst
í vinnunni
þótt þú hafir líklega
verið að geyma
það þangað til
í kvöld
Fyrirgefðu,
það var svo gott
og bráðnaði í
munni mér
Þetta er stæling á ljóði eftir William Carlos Williams
páskaeggið
meðan þú varst
í vinnunni
þótt þú hafir líklega
verið að geyma
það þangað til
í kvöld
Fyrirgefðu,
það var svo gott
og bráðnaði í
munni mér
Þetta er stæling á ljóði eftir William Carlos Williams
1.4.10
Elsku fjolskylda
Thetta er ekki aprilgabb
- Posted using BlogPress from my iPhone
Location:United States
Sagan á bakvið þessa mynd er að ég var í strætó, í leið af flugvellinum að teikna þetta á ipodinn og setja inn á bloggið. Nema hvað ég gleymdi mér í sköpunargleðinni og missti af stoppinu mínu. Ég vissi ekki fyrr en ég var komin alla leið til Harlem. Þó það sé mikið stuð þarna lengst fyrir norðan var það mér til mikils létti þegar ég komst að því að hraðlest brunar úr Harlem og beint niður í fjármálahverfið með aðeins 4 stoppum. Í það skiptið passaði ég mig að fylgjast með.
Útiskokk
Veðrið er búið að vera með eindæmum gott undanfarna daga. Svo gott að það er ekki hægt að skokka inni. Þegar ég fer út í hlaupaskónum hugsa ég alltaf með mér að þetta var nákvæmlega það sem mér þótti hvað verst við leikfimi, barnaskólann og lífið sjálft fyrir svona 20 árum. Að þurfa að fara í útiskokk. Þá var reyndar ekki 20 stiga hiti og sól.
Í dag er ég að fara til New York. Í nýja kjólnum sem ég keypti á Laugarveginum í Reykjavík. Dugar ekkert minna fyrir tískuborgina. Við Óli ætlum að heimsækja Princeton um páskahelgina. Þar búa Árdís og Dónal og hefur lengi staðið til að heilsa upp á þau og einnig Olgu vinkonu mína og fyrrum skrifstofufélaga sem býr þar líka. Gaman gaman.
Í dag er ég að fara til New York. Í nýja kjólnum sem ég keypti á Laugarveginum í Reykjavík. Dugar ekkert minna fyrir tískuborgina. Við Óli ætlum að heimsækja Princeton um páskahelgina. Þar búa Árdís og Dónal og hefur lengi staðið til að heilsa upp á þau og einnig Olgu vinkonu mína og fyrrum skrifstofufélaga sem býr þar líka. Gaman gaman.