1.4.10

Útiskokk

Veðrið er búið að vera með eindæmum gott undanfarna daga. Svo gott að það er ekki hægt að skokka inni. Þegar ég fer út í hlaupaskónum hugsa ég alltaf með mér að þetta var nákvæmlega það sem mér þótti hvað verst við leikfimi, barnaskólann og lífið sjálft fyrir svona 20 árum. Að þurfa að fara í útiskokk. Þá var reyndar ekki 20 stiga hiti og sól.

Í dag er ég að fara til New York. Í nýja kjólnum sem ég keypti á Laugarveginum í Reykjavík. Dugar ekkert minna fyrir tískuborgina. Við Óli ætlum að heimsækja Princeton um páskahelgina. Þar búa Árdís og Dónal og hefur lengi staðið til að heilsa upp á þau og einnig Olgu vinkonu mína og fyrrum skrifstofufélaga sem býr þar líka. Gaman gaman.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?