22.4.10
Halló
Já ég viðurkenni það alveg að ég hef verið löt við að blogga undanfarið. Ástæðan er sennilega sú að ég hef ekki frá mörgu spennandi að segja þessa dagana. Ég er að vinna í doktorsverkefninu mínu og það gengur upp og niður. Núna, undanfarna daga er ég búin að reyna að finna lausn á einu vandamáli sem skaut upp kollinum. Það er búið að vera ljóst í ár að þetta er sértilfelli og við vorum búin að ákveða að afgreiða það á ákveðinn máta en síðan þegar ég er að skrifa grein þá kemur í ljós að það er ekki nógu gott að skilja við þetta svona hálf-óafgreitt. Þannig að núna er ég að vinna alveg á fullu við að finna útúr 'essu. Algjört bögg.
Í síðustu viku var hér í heimsókn gaur sem við erum í samstarfi við. Það tók þvílíkt á taugarnar og endaði með því að ég varð að fara til New York í 4 daga. Það var notalegt hjá okkur Óla í New York. Við vorum meira og minna í hleðslu allan tíman, bæði alveg útkeyrð. Ég náði samt að elda nokkur quiche og svona eitt og annað. Eplaböku frá Normandí. Fyrir þá sem eiga frönsku matreiðslubókina eftir konuna og með myndir teknar af dótturinni þá mæli ég eindregið með þessari eplaböku. Og ís með. Mmmm.
Í síðustu viku var hér í heimsókn gaur sem við erum í samstarfi við. Það tók þvílíkt á taugarnar og endaði með því að ég varð að fara til New York í 4 daga. Það var notalegt hjá okkur Óla í New York. Við vorum meira og minna í hleðslu allan tíman, bæði alveg útkeyrð. Ég náði samt að elda nokkur quiche og svona eitt og annað. Eplaböku frá Normandí. Fyrir þá sem eiga frönsku matreiðslubókina eftir konuna og með myndir teknar af dótturinni þá mæli ég eindregið með þessari eplaböku. Og ís með. Mmmm.