11.4.10

Fallin

Dúdúmm. Á gluten-lausa mataræðinu. Og fagnaði því með því að borða fullt af brauði með smjöri. Ég ákvað að prófa að borða ekkert gluten bara svona til að athuga hversu erfitt það er. Í fyrstu þótti mér það ekki erfitt. Það er hollt og gott mataræði. En ég saknaði þess agalega að borða smjör. Mér finnst smjör mjög gott. Gott brauð með góðu smjöri. Það er það besta sem ég fæ.

Jamie Oliver er hér á landi með herferð. Matar-byltingu. Hann er ekkert smá kúl, ég er alveg dolfallin. Hann var með fyrirlestur á TED þar sem hann hundskammaði Bandaríkjamenn fyrir að gefa börnum rusl að borða. Og hann er ekkert að skafa af hlutunum. Ég held að eftir 100 ár verði stytta af Jamie Oliver við hliðiná frelsisstyttunni. Hann er bjargvættur.

Comments:
Tinna þú ert frábær!
Takk fyrir bloggið. Gaman að koma aftur eftir langt hlé og lesa það.
Kveðja,
Gía
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?