27.2.10

Dans a rosum

Lifid er svo merkilegt. Thad er i alvorunni dans a rosum. Edith Piaf til daemis. Nuna heyrum vid bara roddina hennar sem er svo falleg. En hennar lif var thrynum strad. Fataekt, brennivin og ofbeldi. I dag hofum vid thad frekar gott en samt er thetta thungur dans. Eg er alveg utkeyrd. Thad var gaman ad halda fyrirlestur a radstefnunni i risa sal og fa hros fra visindamonnum. Mer leid eins og kvikmyndastjornu. Nuna lidur mer ekki eins og kvikmyndastjornu thar sem eg sit a flugvellinum i Denver ad bida eftir fluginu minu til Chicago. Eg veit ekki hvad thad er en mer finnst thad svaka erfitt.

Kannski er tha thannig sem vid unnum. Vid threytumst ekki a thvi ad finna thyrnana og slipa tha til. Vid thurfum alltaf ad vera med eitthvad vandamal til ad vinna i og reyna ad leysa. Thannig throskum vid okkur sjalf. Internal mekanismi. Va hvad thetta er djupt hja mer.

- Posted using BlogPress from my iPhone

Location:E Federal St,Baltimore,United States


Fljuga

Svaka saet flugfreyja sem vid erum med.





- Posted using BlogPress from my iPhone

Location:NE Airport Way,Portland,United States


18.2.10

Hringrás lífsins

Ég er heilluð af lífinu. Það er svo seigt. Maður fæðist og er krakki, síðan unglingur og ungfullorðingur. Síðan fer maður að eldast. Og ekki er það minna áhugavert. Það fyrsta sem ég tek eftir er að hendurnar mínar eru orðnar meira hrukkóttar. Það finnst mér ekki slæmt. Útreikningar mínir segja mér að í hverri hrukku sé eins og hálft gramm af visku.

Annars er allt í túrbó hjá mér þessa dagana. Aðal hafrannsóknaráðstefna Bandaríkjanna sem haldin er annað hvert ár byrjar núna á mánudaginn. Og ég verð með fyrirlestur og plaggat. Svaka spennandi. Plaggatið fjallar um gögn sem við söfnuðum síðasta sumar. Geggjað kúl gögn, enginn hefur áður gert þessar mælingar. Ný teoría að verða til. Ótrúlega spennandi. Fyrirlesturinn minn fjallar um agnir og hvað verður um þær í súrnandi sjó. Þetta verður svo skemmtilegt. Núna er bara að vona að keyrslurnar mínar sem eru í gangi heppnist vel.

12.2.10

Ender's Game og Speaker

Ender's Game er ein af uppáhaldsbókunum hans Óla svo því var ekki annað í stöðunni fyrir mig en að lesa hana. Snilldar saga, en höfundur skrifaði hana víst óvart. Hann ætlaði að skrifa framhaldið, Speaker for the Dead, sem er aðalpælingin en síðan einhvernvegin æxlaðist það að formálinn varð að heilli bók sem trónir í fyrsta sæti á vinsældarlista sci-fi bóka allra tíma. Hún fjallar um sex ára gamlan strák sem er gáfaðri en flestir aðrir og er því settur í þjálfun til að verða herforingi í agalegu stríði við geimverur sem einnig eru mjög gáfaðar. Núna er ég að lesa Speaker, eins og höfundur kallar hana, sem ekki síðri. Ég mæli tvímælalaust með þessum bókum.

En í föstudagskvöld eru "date night" í Ameríku og því erum við Óli að fara á dinner and a movie. Ég er að spá í annaðhvort Broken Embraces eða dönsku myndina fryktelig lykkelig.

9.2.10

Afi Siggi

Afi minn var góður afi. Hann hvatti mig til að borða rjóma og lifrapylsu. Hann lék við mig og leyfði mér að loka sig inní fataskáp. Það var fyrir löngu.

Afi Siggi kenndi mér hvað það er að vera Íslendingur. Það er engin ráðgáta fyrir mér hvernig forfeður mínir og mæður lifðu þúsund kalda og dimma vetra í torfbæjum án nokkurra þæginda. Sjálfsbjargarviðleitnin og þrautsegjan voru alveg í hámarki hjá honum. Ef mér dytti í hug að vorkenna sjálfri mér yfir erfiðu verkefni eða fjarlægð til ástvina þá gæti ég hugsað til afa Sigga útá sexæringi tíu ára gömlum með ker af mysu sem er kosturinn fyrir daginn. Dag eftir dag eftir dag.

Og núna er hann í útsýnissiglingu um himnaríki á skútu, engar árar. Með stýrimanni sem er öllum hnútum kunnugur þarna fyrir ofan.

5.2.10

About the beat







Elsku New York min. Elsku cupcake min.

Location:Ludlow St,New York,United States


Ad ferdalokun

Finn eg thig
Og fagna ormum tvem




- Posted using BlogPress from my iPhone

Location:Essex St,New York,United States


4.2.10

Unplugged

Ég skráði mig úr facebook. Mér fannst bara ekkert skemmtilegt að fletta blaðsíðunum í þessari bók. Þessi yfirborðslegu samskipti voru farin að fara í taugarnar á mér og ég verð að segja að mér finnst miklu skemmtilegra að ímynda mér hvað fólk sem ég þekkti í gamla daga er að gera en að sjá það svona í þyrpingu pixla.

Eins og Þórður mágur minn upplifði í fjölskylduferð einni á Snæfellsnesið þar sem einum of margar rjúpur voru afhjúpaðar. 11 ára gömlum fannst honum svaka spennandi að fá að vera með fullorðna fólkinu og heyra um hvað það talar þegar allar hömlur eru látnar fjúka í veður og vind. Hann reyndi að halda sér vakandi eins lengi og hann gat en að lokum var honum alveg ljóst að það var ekki að fara að segja neitt gáfulegt. Og hann gat farið áhyggjulaus að sofa.

Satt að segja líður mér eins og fargi sé af mér létt. Það fylgir því smá streita að vera með aðgang að lífi meira og minna allra sem maður þekkir. Maður verður að óska fólki til hamingju með allt mögulegt. Kommenta á eitthvað sniðugt. Síðan kemst maður ekki hjá því að sjá hvað íþróttafólk hleypur mikið eða syndir og hversu snemma. Svo ég er dauðfegin að vera bara með mér og gmail-ið mitt og bloggið mitt. Afber ekki fleiri e-tengingar.

2.2.10

Blokk á náttborðinu

Er eitthvað sem ég verð að fara að fá mér. Þegar ég legst í rúmið detta hugmyndirnar í mig en síðan þegar ég vakna, fer í skólann, er komin með kaffibollann og sit við tölvuna, forritið að hamast. Þá dettur mér ekkert sniðugt í hug. Þá er ég bara dull Tinna sem vinnur en leikur sér ekki neitt.

Í gærkvöldi eldaði ég lifur. Nautalifur. Hún fannst mér ekki góð. Mér leið eins og ég væri orðin átta ára aftur, í eldhúsinu í Ofanleitinu. Ég sat á bekk, uppvið vegginn og eitthvað kjöt á disknum. Eitthvað kjöt sem mig langaði ekki til að borða. Þetta er sérkennileg tilfinning. Ég veit að ég verð að borða til að vera hraust og ég veit að þessi matur er mjög til þess fallin að ég verði hraust. (Haldi áfram að vera hraust). Jafnframt er einhver frumstæð tilfinning í brjóstinu sem segir oj, oj, ekki annan bita. Liz finnst lifur stórgóð og fékk sér aftur á diskinn. Ég borðaði líka stóran bita en í fyrsta sinn í mörg ár kláraði ég ekki af disknum mínum.

Mamma sagði mér að það væri erfitt að vera einstætt foreldri í dag sérstaklega ef maður stendur neðarlega í launastiganum. Ég held að við sem búum í vesturheimi höfum byggt þjóðfélagið upp aðeins í vitlausa átt. Stolt og hroki hefur ýtt okkur í erfiðustu leiðina. Þegar við ákváðum að leyfa foreldrum okkar ekki lengur að búa með okkur, ákváðum að setja börnin okkar í vistun allan daginn, ákváðum að 60 ára balsamíkó á salatið væri mikilvægara en allt annað, það var feilskrefið.

Það að verða einstætt foreldri er að ákveða að taka erfiðustu leiðina. Það er eins og að ákveða að ganga upp á Esjuna meðan allir hinir eru bara að rölta um í Mosó. Ég sé bara fyrir mér samfélag í helli þar sem ein manneskja ákveður að flytja með þrjú börn með sér í annan helli. Og síðan er þessi manneskja á þönum allan daginn, að sækja vatn, finna ber, kasta spjóti í antilópu. Það var alveg augljóst fyrir forfeðrum okkar að þetta er ekki málið. Það var líka alveg augljóst fyrir þeim að þó svo að manneskjurnar væru tvær sem fluttu í annan helli, þá væri það ekki málið heldur. Og hversu mikið hefur í rauninni breytst frá því á steinöld? Villtu dýrin hafa breyst úr ljónum í myntkörfulán og eindaga.

Eftirá að hyggja held ég kannski að við hefðum ekki átt að flytja úr torfbænum. Þá hefðum við baðstofu, allir að prjóna og tálga saman meðan einn les upphátt af síðum internetsins. Væri það ekki huggulegt?

Það er alveg greinilegt að ég verð að reyna að muna eftir þessari blokk...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?