12.2.10

Ender's Game og Speaker

Ender's Game er ein af uppáhaldsbókunum hans Óla svo því var ekki annað í stöðunni fyrir mig en að lesa hana. Snilldar saga, en höfundur skrifaði hana víst óvart. Hann ætlaði að skrifa framhaldið, Speaker for the Dead, sem er aðalpælingin en síðan einhvernvegin æxlaðist það að formálinn varð að heilli bók sem trónir í fyrsta sæti á vinsældarlista sci-fi bóka allra tíma. Hún fjallar um sex ára gamlan strák sem er gáfaðri en flestir aðrir og er því settur í þjálfun til að verða herforingi í agalegu stríði við geimverur sem einnig eru mjög gáfaðar. Núna er ég að lesa Speaker, eins og höfundur kallar hana, sem ekki síðri. Ég mæli tvímælalaust með þessum bókum.

En í föstudagskvöld eru "date night" í Ameríku og því erum við Óli að fara á dinner and a movie. Ég er að spá í annaðhvort Broken Embraces eða dönsku myndina fryktelig lykkelig.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?