2.2.10
Blokk á náttborðinu
Er eitthvað sem ég verð að fara að fá mér. Þegar ég legst í rúmið detta hugmyndirnar í mig en síðan þegar ég vakna, fer í skólann, er komin með kaffibollann og sit við tölvuna, forritið að hamast. Þá dettur mér ekkert sniðugt í hug. Þá er ég bara dull Tinna sem vinnur en leikur sér ekki neitt.
Í gærkvöldi eldaði ég lifur. Nautalifur. Hún fannst mér ekki góð. Mér leið eins og ég væri orðin átta ára aftur, í eldhúsinu í Ofanleitinu. Ég sat á bekk, uppvið vegginn og eitthvað kjöt á disknum. Eitthvað kjöt sem mig langaði ekki til að borða. Þetta er sérkennileg tilfinning. Ég veit að ég verð að borða til að vera hraust og ég veit að þessi matur er mjög til þess fallin að ég verði hraust. (Haldi áfram að vera hraust). Jafnframt er einhver frumstæð tilfinning í brjóstinu sem segir oj, oj, ekki annan bita. Liz finnst lifur stórgóð og fékk sér aftur á diskinn. Ég borðaði líka stóran bita en í fyrsta sinn í mörg ár kláraði ég ekki af disknum mínum.
Mamma sagði mér að það væri erfitt að vera einstætt foreldri í dag sérstaklega ef maður stendur neðarlega í launastiganum. Ég held að við sem búum í vesturheimi höfum byggt þjóðfélagið upp aðeins í vitlausa átt. Stolt og hroki hefur ýtt okkur í erfiðustu leiðina. Þegar við ákváðum að leyfa foreldrum okkar ekki lengur að búa með okkur, ákváðum að setja börnin okkar í vistun allan daginn, ákváðum að 60 ára balsamíkó á salatið væri mikilvægara en allt annað, það var feilskrefið.
Það að verða einstætt foreldri er að ákveða að taka erfiðustu leiðina. Það er eins og að ákveða að ganga upp á Esjuna meðan allir hinir eru bara að rölta um í Mosó. Ég sé bara fyrir mér samfélag í helli þar sem ein manneskja ákveður að flytja með þrjú börn með sér í annan helli. Og síðan er þessi manneskja á þönum allan daginn, að sækja vatn, finna ber, kasta spjóti í antilópu. Það var alveg augljóst fyrir forfeðrum okkar að þetta er ekki málið. Það var líka alveg augljóst fyrir þeim að þó svo að manneskjurnar væru tvær sem fluttu í annan helli, þá væri það ekki málið heldur. Og hversu mikið hefur í rauninni breytst frá því á steinöld? Villtu dýrin hafa breyst úr ljónum í myntkörfulán og eindaga.
Eftirá að hyggja held ég kannski að við hefðum ekki átt að flytja úr torfbænum. Þá hefðum við baðstofu, allir að prjóna og tálga saman meðan einn les upphátt af síðum internetsins. Væri það ekki huggulegt?
Það er alveg greinilegt að ég verð að reyna að muna eftir þessari blokk...
Í gærkvöldi eldaði ég lifur. Nautalifur. Hún fannst mér ekki góð. Mér leið eins og ég væri orðin átta ára aftur, í eldhúsinu í Ofanleitinu. Ég sat á bekk, uppvið vegginn og eitthvað kjöt á disknum. Eitthvað kjöt sem mig langaði ekki til að borða. Þetta er sérkennileg tilfinning. Ég veit að ég verð að borða til að vera hraust og ég veit að þessi matur er mjög til þess fallin að ég verði hraust. (Haldi áfram að vera hraust). Jafnframt er einhver frumstæð tilfinning í brjóstinu sem segir oj, oj, ekki annan bita. Liz finnst lifur stórgóð og fékk sér aftur á diskinn. Ég borðaði líka stóran bita en í fyrsta sinn í mörg ár kláraði ég ekki af disknum mínum.
Mamma sagði mér að það væri erfitt að vera einstætt foreldri í dag sérstaklega ef maður stendur neðarlega í launastiganum. Ég held að við sem búum í vesturheimi höfum byggt þjóðfélagið upp aðeins í vitlausa átt. Stolt og hroki hefur ýtt okkur í erfiðustu leiðina. Þegar við ákváðum að leyfa foreldrum okkar ekki lengur að búa með okkur, ákváðum að setja börnin okkar í vistun allan daginn, ákváðum að 60 ára balsamíkó á salatið væri mikilvægara en allt annað, það var feilskrefið.
Það að verða einstætt foreldri er að ákveða að taka erfiðustu leiðina. Það er eins og að ákveða að ganga upp á Esjuna meðan allir hinir eru bara að rölta um í Mosó. Ég sé bara fyrir mér samfélag í helli þar sem ein manneskja ákveður að flytja með þrjú börn með sér í annan helli. Og síðan er þessi manneskja á þönum allan daginn, að sækja vatn, finna ber, kasta spjóti í antilópu. Það var alveg augljóst fyrir forfeðrum okkar að þetta er ekki málið. Það var líka alveg augljóst fyrir þeim að þó svo að manneskjurnar væru tvær sem fluttu í annan helli, þá væri það ekki málið heldur. Og hversu mikið hefur í rauninni breytst frá því á steinöld? Villtu dýrin hafa breyst úr ljónum í myntkörfulán og eindaga.
Eftirá að hyggja held ég kannski að við hefðum ekki átt að flytja úr torfbænum. Þá hefðum við baðstofu, allir að prjóna og tálga saman meðan einn les upphátt af síðum internetsins. Væri það ekki huggulegt?
Það er alveg greinilegt að ég verð að reyna að muna eftir þessari blokk...