9.2.10
Afi Siggi
Afi minn var góður afi. Hann hvatti mig til að borða rjóma og lifrapylsu. Hann lék við mig og leyfði mér að loka sig inní fataskáp. Það var fyrir löngu.
Afi Siggi kenndi mér hvað það er að vera Íslendingur. Það er engin ráðgáta fyrir mér hvernig forfeður mínir og mæður lifðu þúsund kalda og dimma vetra í torfbæjum án nokkurra þæginda. Sjálfsbjargarviðleitnin og þrautsegjan voru alveg í hámarki hjá honum. Ef mér dytti í hug að vorkenna sjálfri mér yfir erfiðu verkefni eða fjarlægð til ástvina þá gæti ég hugsað til afa Sigga útá sexæringi tíu ára gömlum með ker af mysu sem er kosturinn fyrir daginn. Dag eftir dag eftir dag.
Og núna er hann í útsýnissiglingu um himnaríki á skútu, engar árar. Með stýrimanni sem er öllum hnútum kunnugur þarna fyrir ofan.
Afi Siggi kenndi mér hvað það er að vera Íslendingur. Það er engin ráðgáta fyrir mér hvernig forfeður mínir og mæður lifðu þúsund kalda og dimma vetra í torfbæjum án nokkurra þæginda. Sjálfsbjargarviðleitnin og þrautsegjan voru alveg í hámarki hjá honum. Ef mér dytti í hug að vorkenna sjálfri mér yfir erfiðu verkefni eða fjarlægð til ástvina þá gæti ég hugsað til afa Sigga útá sexæringi tíu ára gömlum með ker af mysu sem er kosturinn fyrir daginn. Dag eftir dag eftir dag.
Og núna er hann í útsýnissiglingu um himnaríki á skútu, engar árar. Með stýrimanni sem er öllum hnútum kunnugur þarna fyrir ofan.