26.11.08
Geðveikt gott að vera í New York
Það er svo yndislegt að vera hérna í New York hjá Óla. Ég þreytist nú ekki á því að segja það. Sumarbústaða stemmning í heimsborginni. Við erum nefnilega með allt gas. Gas ofn til að hita (mjög þarft), gaseldavél til að elda á, einnig mjög þarft og gas ofn til að baka í. Ég fór í Ítölsku búðina í dag. Stóð í klukkutíma, grínlaust, í röð. En það er þess virði. Fékk að smakka alla ostana sem sá sem stóð við hliðina á mér keypti og náttúrulega þá sem ég keypti. Prosciutto og porcini í sveppa rísottóið. Oh, það er allt svo gott hérna.
25.11.08
Að heimsækja eiginmann
er ekki áfalla laust. Til að reyna að ná vélinni ákvað ég á síðustu stundu að taka rútuna klukkan þrjú frekar en fjögur. Það reyndist vera góð ákvörðun. Ég var að aðstoða Albert, aðstoðar-prófessorinn, og allt gekk svaka vel. Krakkarnir voru miklu fljótari en við höfðum gert ráð fyrir og tíu mínútur í þrjú ákveð ég að kannski geti ég náð þrjú-rútunni. Þá væri ég í góðum tíma sem er nýja fílósófían mín. Svo ég skýst aðeins útí hraðbanka og hleyp í leiðinni upp á skrifstofu að ganga frá einu. Komin aftur klukkan þrjú. Allt gengur svaka vel. Spyr Albert hvort hann geti ekki séð af mér. Hann heldur það nú, endilega taka þrjú-rútuna.
Rútan fer 8 mínútur yfir þrjú. Svo ég hleyp af stað. Hleyp hleyp hleyp. Stoppa til að ná andanum. Sé rútuna fyrir framan Quad Club. Best að hlaupa samt því hversu svekkjandi væri það ef hún myndi keyra af stað og ég rétt ókomin. Hleyp. Rútan keyrir af stað. Hleyp áfram. Rautt ljós. Næ henni á ljósunum. Hún ætlar að beygja til hægri. Ég baða út öllum öngum. HEY! Rútan mjakast áfram. Ég á fullu. Stóratáin í sprungu. Töskurnar kastast upp í loftið. Ég á eftir, head first, í blómabeðið. Fullt af laufum. Ég sprett upp. Banka á rúðuna, hún rúllast niður, hehehehehehehe-get ég fengið far hehehehehehe? Lauf í húfunni, í treflinum, peysunni, hárinu. En. Komst.
Flaug með þessu líka fína flugfélagi. Continental. Fínn terminal. Fínar búðir. Hef örugglega aldrei komist á svona fínan terminal. Ha! Munur! Fékk lúxus hamborgara. Johnny Rockets. Síðan var matur í vélinni. Ég afþakkaði hann, var svo vel nærð. Skemmtilegasti leggurinn hlýtur samt að hafa verið subway ferðin. Vagninn alveg pakkaður og svaka músíkalskur maður að syngja og spila á gítar. Ballöður að eigin vali og nefi. "Og síðan syngur hvíta fólkið Íííííaaaaaaa..." nokkrir hvítir: "Íííííaaaaa" "og svarta fólkið ÚmpaRúmpaúmpaúmpa" og allt svarta fólkið söng "úmpa rúmpa úmpa rúmpa". Hástöfum. Svaka stuð. Svart fólk er svo laggott. Undir lokin var hann búinn að hita einn gæjann svo vel upp og hann söng hástöfum við undirspil. Og þá varð ég að fara út. En það var allt í lægi því ég var að fara að hitta hann Óla minn. Og það er alveg skrámu á þumalputta, hendi og hnés virði plús að fara út af óvenju góðum subway tónleikum.
Rútan fer 8 mínútur yfir þrjú. Svo ég hleyp af stað. Hleyp hleyp hleyp. Stoppa til að ná andanum. Sé rútuna fyrir framan Quad Club. Best að hlaupa samt því hversu svekkjandi væri það ef hún myndi keyra af stað og ég rétt ókomin. Hleyp. Rútan keyrir af stað. Hleyp áfram. Rautt ljós. Næ henni á ljósunum. Hún ætlar að beygja til hægri. Ég baða út öllum öngum. HEY! Rútan mjakast áfram. Ég á fullu. Stóratáin í sprungu. Töskurnar kastast upp í loftið. Ég á eftir, head first, í blómabeðið. Fullt af laufum. Ég sprett upp. Banka á rúðuna, hún rúllast niður, hehehehehehehe-get ég fengið far hehehehehehe? Lauf í húfunni, í treflinum, peysunni, hárinu. En. Komst.
Flaug með þessu líka fína flugfélagi. Continental. Fínn terminal. Fínar búðir. Hef örugglega aldrei komist á svona fínan terminal. Ha! Munur! Fékk lúxus hamborgara. Johnny Rockets. Síðan var matur í vélinni. Ég afþakkaði hann, var svo vel nærð. Skemmtilegasti leggurinn hlýtur samt að hafa verið subway ferðin. Vagninn alveg pakkaður og svaka músíkalskur maður að syngja og spila á gítar. Ballöður að eigin vali og nefi. "Og síðan syngur hvíta fólkið Íííííaaaaaaa..." nokkrir hvítir: "Íííííaaaaa" "og svarta fólkið ÚmpaRúmpaúmpaúmpa" og allt svarta fólkið söng "úmpa rúmpa úmpa rúmpa". Hástöfum. Svaka stuð. Svart fólk er svo laggott. Undir lokin var hann búinn að hita einn gæjann svo vel upp og hann söng hástöfum við undirspil. Og þá varð ég að fara út. En það var allt í lægi því ég var að fara að hitta hann Óla minn. Og það er alveg skrámu á þumalputta, hendi og hnés virði plús að fara út af óvenju góðum subway tónleikum.
22.11.08
Boston
17.11.08
Kisi
Míps. Kisi kemur ekki heim. Klukkan er farin að ganga eitt. Óþekktaranginn. Ég veit ekki hvað ég á að gera við hana. En núna er ég áhyggjufull. Hvað ef hún lét ... KOMIN!
Að láta mig hafa svona miklar áhyggjur. Ég er búin að kalla og kalla. Örugglega vekja hálft hverfið. Bara að Barack sofi og Michelle. Jæja. Þá get ég farið að sofa.
Að láta mig hafa svona miklar áhyggjur. Ég er búin að kalla og kalla. Örugglega vekja hálft hverfið. Bara að Barack sofi og Michelle. Jæja. Þá get ég farið að sofa.
14.11.08
Skrímsli undir rúminu mínu
Nei, þetta er ekki titill sem á að þýða eitthvað annað en hann orðrétt segir. Það er í alvörunni eitthvað undir rúminu mínu að narta, og krafsa og kjammsa. En ég þori náttúrulega ekki að athuga hvað það er. Fyrst hélt ég að þetta væri kisi, eitthvað að bardúsa frammi og hljóðið ferðast með spítunum í gólfinu. Síðan fór ég fram og þá liggur hún eins og skata í skrifstofustólnum hans Óla. Þá fór ég að skoða undir rúm og þar er svaka mikið ryk. Og. Einn kassi. Einn kassi með götum. Undir miðju rúminu. Hvað í ósköpunum er á seyði? Needless to say þá get ég alls ekki sofnað. Mamma.
UPDATE: Sópaði þessum dularfulla kassa undan rúminu. Ávaxtakassi frá oregon. Stílaður á einhverja Betty. Meira en lítið undarlegt. Engin mús. Ekkert annað kvikt. Dugleg Tinna að útiloka þennan möguleika. Skrímslið er búið að færa sig inní veggina. Dísús!
UPDATE: Sópaði þessum dularfulla kassa undan rúminu. Ávaxtakassi frá oregon. Stílaður á einhverja Betty. Meira en lítið undarlegt. Engin mús. Ekkert annað kvikt. Dugleg Tinna að útiloka þennan möguleika. Skrímslið er búið að færa sig inní veggina. Dísús!
13.11.08
Upplifun
Núna er ég steini lostin. Í bók sinni Sex Sleep Eat Drink Dream: A Day in the Life of Your Body, segir Jennifer Ackerman frá því að þreyta er eitthvað sem er bara í höfðinu á manni. Efnahvörf í heilanum. Hún segir að að vöðvar verða ekki þreyttir, þeir verði ekki fyrir súrefnis eða glúkósaskorti og þess vegna hættir maður að geta hlaupið. Jæja. Ég get nú staðfest að þetta sé rétt.
Ég var að koma heim úr lengsta hlaupa túr sem ég hef farið í. Hljóp út að vatni. Það er fullt tungl yfir því núna, sérstaklega skemmtilegt. Og aftur til baka. Venjulega hringinn. Það er misjafnt hversu langt ég kemst, aldrei allan hringinn án þess að labba einhvern spöl. En í dag var sagan önnur. Þegar ég er búin að hlaupa allan hringinn og komin aftur heim finn ég ekki fyrir vott af þreytu. Svo ég held bara áfram, hleyp upp í íþróttahús, upp á eftri hæðina og síðan hring eftir hring.
Þetta var geðveikt. Alveg fáránlegt. Allan tíman var ég að hugsa, vá, þetta er í raun bara í höfðinu á manni. Síðan þegar ég nennti ekki að hugsa þá hugsun lengur fór ég að spekulera í andhverfu sambandinu sem er milli þess hversu mikið ég hleyp og hversu mikið kynlíf ég á. En þið vilduð sennilega ekki vita það.
Ég var að koma heim úr lengsta hlaupa túr sem ég hef farið í. Hljóp út að vatni. Það er fullt tungl yfir því núna, sérstaklega skemmtilegt. Og aftur til baka. Venjulega hringinn. Það er misjafnt hversu langt ég kemst, aldrei allan hringinn án þess að labba einhvern spöl. En í dag var sagan önnur. Þegar ég er búin að hlaupa allan hringinn og komin aftur heim finn ég ekki fyrir vott af þreytu. Svo ég held bara áfram, hleyp upp í íþróttahús, upp á eftri hæðina og síðan hring eftir hring.
Þetta var geðveikt. Alveg fáránlegt. Allan tíman var ég að hugsa, vá, þetta er í raun bara í höfðinu á manni. Síðan þegar ég nennti ekki að hugsa þá hugsun lengur fór ég að spekulera í andhverfu sambandinu sem er milli þess hversu mikið ég hleyp og hversu mikið kynlíf ég á. En þið vilduð sennilega ekki vita það.
12.11.08
Ísland á kaffihúsi
Ég sit hérna á hippa kaffihúsinu mínu og drekk hot apple cider, en það er mjög mikið haust. Tveir hippar, búðareigendur reyndar, sitja hérna líka og spekúlera í því hvernig Ísland fór á hausinn. Eeek. Mér líður eins og þeir séu að slúðra um vin minn. Samt meika ég engan vegin að fara til þeirra og segja eitthvað. En. Fann villuna. Í forritinu. Búin að vera að leita að henni í allan dag og loksins fattaði ég hvaða mistök ég gerði. Jess. Það er aldrei að vita nema forritið virki og sé nógu ítarlegt til að ég geti notað það til að segja eitthvað um það hvernig kerfi jarðarinnar bregðast við þeirri breytingu í kolefnis hringrásinni sem er að eiga sér stað þessi árin.
Geðveikt. Ég er ekkert lítið spennt. Aaaa! Þá get ég farið að skrifa doktorsritgerð. Jess.
Geðveikt. Ég er ekkert lítið spennt. Aaaa! Þá get ég farið að skrifa doktorsritgerð. Jess.
8.11.08
Nágranni minn
Nokkuð sem ég velti fyrir mér í næsta hvert skipti sem ég kem heim til mín og hugsa með mér að ég ætti að skrifa um á blogginu, en geri síðan aldrei því það er svo ómerkilegt, hefur að gera með litaval nágranna míns á veggjunum. Þeir eru neon.
Neon grænn er einn, neon appelsínugulur, neon fjólublár og kannski er einn neon blár. Ég man það ekki alveg, með bláa, en það eru að minnsta kosti 4 mismunandi litir. Hann býr á jarðhæð, er ekki með gluggatjöld og þegar kveikt er á ljósunum kemst maður ekki hjá því að sjá inn til hans. Eða hennar. Ég geri náttúrulega bara ráð fyrir því að aðeins karlmaður myndi velja svona sérstaka liti á veggina.
Málið er að ég er með flensu. Búin að vera í rúminu í tvo heila daga. Ekkert hefur á daga mína drifið. Þá er gott að eiga svona spennandi vangaveltur í kistlinum sem maður getur skrifað um.
En hvernig virkar þetta? Hvernig er hægt að búa í neon-tússpenna veröld án þess að missa vitið? Enn og aftur geri ég ráð fyrir hlutum sem ég ekki veit neitt um. Að "maðurinn" sé ekki búinn að missa vitið.
Annar nágranni sem stendur líka á miðlínunni býr ská fyrir ofan mig. Hann er indælasti karl (veit það með mikilli vissu að hann er karlkyn), hefur áhuga á jazz og hjólar sér til heilsubóta. Er með jómfrúr á svölunum á sumrin. Gaf mér meira að segja nokkrar í vor. En það var þá sem ég kom inn til hans. Inn í íbúðina hans sem er spegilmynd af íbúðinni minni. Að einu undanskildu.
Íbúðin hans er full af dóti. Full. Aðallega eru plötur og geisladiskar í hillum og skúffum, gömlum kók kössum og á gólfinu, meðfram veggjunum, á sófagarminum, ofaná borðum. Inn á milli hillna, þar sem er smá pláss milli bóka og næstu hillu fyrir ofan, er búið að troða einhverju smá dóti. Tappatogara eða minjagrip frá Kanda. Á hverjum degi fær hann með póstinum blöðrufóðrað umslag. Ég sé það í stigagangum. Nýjan hlut til að smokra inn í einhverja sprungu í öllu dótinu.
Ég leyfði honum einu sinni að hringja hjá mér. Þegar síminn hans var bilaður. Kannski var hann forvitinn að sjá hvernig dót ég ætti. Þá hefði hann séð rispuð húsgögn frá ikea og nokkra bókgarma, brúðkaupsmynd af okkur Óla í kristalsramma, lampa með stained glass og vegg með nagla. Kannski tók hann ekki eftir veggnum með naglanum frekar en ég í tvær vikur.
Kannski blogga nágrannarnir um furðulegu stelpuna sem býr nú ein. Ætli maðurinn hafi ekki gefist upp á henni. Hann virtist vera indæll og eðlilegur maður. Í staðin fékk hún sér kött. Kött sem hún talar við. Kallar á hana útum gluggann. "Sasha Sasha, kondu kisi kondu, bíbí, hvar ertu bíbí". Og kötturinn kemur á augabragði. Einn daginn bað hún mig um skrúfjarn, þurfti að komast inn til sín. Hafði týnt lyklunum úti á rúmsjó. Hverskonar saga er nú það. Hún er hrædd við þurkarann. Hengir þvottinn sinn út á þvottasnúrur, sem hanga þvers og kruss um svalirnar. Og á svölunum er kassi með götum á. Hvað geymir hún eiginlega þar? Snáka, eðlur eða köngulær? Sem hún notar í seyði. Köttur sem skilur mannamál. Seyði bruggað í stórum potti. Kann ekki á venjuleg tæki. Maðurinn horfinn. Það þarf nú ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á hvernig kona þetta er. Ef þetta er þá kona.
Neon grænn er einn, neon appelsínugulur, neon fjólublár og kannski er einn neon blár. Ég man það ekki alveg, með bláa, en það eru að minnsta kosti 4 mismunandi litir. Hann býr á jarðhæð, er ekki með gluggatjöld og þegar kveikt er á ljósunum kemst maður ekki hjá því að sjá inn til hans. Eða hennar. Ég geri náttúrulega bara ráð fyrir því að aðeins karlmaður myndi velja svona sérstaka liti á veggina.
Málið er að ég er með flensu. Búin að vera í rúminu í tvo heila daga. Ekkert hefur á daga mína drifið. Þá er gott að eiga svona spennandi vangaveltur í kistlinum sem maður getur skrifað um.
En hvernig virkar þetta? Hvernig er hægt að búa í neon-tússpenna veröld án þess að missa vitið? Enn og aftur geri ég ráð fyrir hlutum sem ég ekki veit neitt um. Að "maðurinn" sé ekki búinn að missa vitið.
Annar nágranni sem stendur líka á miðlínunni býr ská fyrir ofan mig. Hann er indælasti karl (veit það með mikilli vissu að hann er karlkyn), hefur áhuga á jazz og hjólar sér til heilsubóta. Er með jómfrúr á svölunum á sumrin. Gaf mér meira að segja nokkrar í vor. En það var þá sem ég kom inn til hans. Inn í íbúðina hans sem er spegilmynd af íbúðinni minni. Að einu undanskildu.
Íbúðin hans er full af dóti. Full. Aðallega eru plötur og geisladiskar í hillum og skúffum, gömlum kók kössum og á gólfinu, meðfram veggjunum, á sófagarminum, ofaná borðum. Inn á milli hillna, þar sem er smá pláss milli bóka og næstu hillu fyrir ofan, er búið að troða einhverju smá dóti. Tappatogara eða minjagrip frá Kanda. Á hverjum degi fær hann með póstinum blöðrufóðrað umslag. Ég sé það í stigagangum. Nýjan hlut til að smokra inn í einhverja sprungu í öllu dótinu.
Ég leyfði honum einu sinni að hringja hjá mér. Þegar síminn hans var bilaður. Kannski var hann forvitinn að sjá hvernig dót ég ætti. Þá hefði hann séð rispuð húsgögn frá ikea og nokkra bókgarma, brúðkaupsmynd af okkur Óla í kristalsramma, lampa með stained glass og vegg með nagla. Kannski tók hann ekki eftir veggnum með naglanum frekar en ég í tvær vikur.
Kannski blogga nágrannarnir um furðulegu stelpuna sem býr nú ein. Ætli maðurinn hafi ekki gefist upp á henni. Hann virtist vera indæll og eðlilegur maður. Í staðin fékk hún sér kött. Kött sem hún talar við. Kallar á hana útum gluggann. "Sasha Sasha, kondu kisi kondu, bíbí, hvar ertu bíbí". Og kötturinn kemur á augabragði. Einn daginn bað hún mig um skrúfjarn, þurfti að komast inn til sín. Hafði týnt lyklunum úti á rúmsjó. Hverskonar saga er nú það. Hún er hrædd við þurkarann. Hengir þvottinn sinn út á þvottasnúrur, sem hanga þvers og kruss um svalirnar. Og á svölunum er kassi með götum á. Hvað geymir hún eiginlega þar? Snáka, eðlur eða köngulær? Sem hún notar í seyði. Köttur sem skilur mannamál. Seyði bruggað í stórum potti. Kann ekki á venjuleg tæki. Maðurinn horfinn. Það þarf nú ekki mikið ímyndunarafl til að átta sig á hvernig kona þetta er. Ef þetta er þá kona.
5.11.08
Morgunverður snæddur í Hyde Park
Er þannig sem kjörinn forseti Bandaríkjanna og ég Tinna byrjuðum daginn í dag. Forseti Bandaríkjanna sem ég hætti lífi mínu til að heyra tala til Chicagoa í gærkvöldi. Eða þannig. Hjólaði í gegnum suðurhluta Chicago. Alein. Í fyrsta sinn. Alveg skjálfandi á beinunum. Sem betur fer voru allir gangsterarnir að fagna breyttra tíma og ég hjólaði eins og herforingi framhjá öllu ruglinu án þess að blikka. Hitti reyndar medical student á leiðinni og grátbað hann um að fá að vera samfó. Þurfti ekkert að gráta en var búin að hita mig upp í það við að þræta við löggumenn sem lokuðu af alla stíga í bænum í þágu öryggis. Ekkert smá stífir þessir löggumenn. Ekki sömu löggur og sóttu mig heim þegar huldunýbúa vantaði veggskraut í kalksteininn.
Barack og Michelle Obama verða flottustu forsetahjón sem hvíta húsið hefur nokkurntíman séð. Þvílíkur munur að hafa hugsandi fólk í æðstu stöðu heims. Ég skil vel að Kenýa skuli fagna og lýsa yfir þjóthátíð á morgun. Þetta er ekkert smá. Sonur Kenýa forseti Bandaríkjanna. Ha. Ég hugsa að ég gæti ekki verið pólitískt hamingjusamari.
Barack og Michelle Obama verða flottustu forsetahjón sem hvíta húsið hefur nokkurntíman séð. Þvílíkur munur að hafa hugsandi fólk í æðstu stöðu heims. Ég skil vel að Kenýa skuli fagna og lýsa yfir þjóthátíð á morgun. Þetta er ekkert smá. Sonur Kenýa forseti Bandaríkjanna. Ha. Ég hugsa að ég gæti ekki verið pólitískt hamingjusamari.
Yes we can
þessi orð heyrði ég Obama sjálfan segja okkur í Chicago í kvöld.
Mér leið eitthvað ekki alveg nógu vel í kvöld. Lá í sófanum með annað augað á niðurstöðurnar í sjónvarpinu, með hálsbólgu og höfuðverk. Þangað til það var ljóst að Barak Obama hefði unnið forseta kosningarnar. Þá leið mér miklu betur. Hjólaði af stað í bæinn og var komin klukkan 11 til að heyra hann segja uppáhalds orðin mín: YES WE CAN
Yes we can. Þessi orð hljóma svo vel. Núna verð ég að fara að sofa.
Mér leið eitthvað ekki alveg nógu vel í kvöld. Lá í sófanum með annað augað á niðurstöðurnar í sjónvarpinu, með hálsbólgu og höfuðverk. Þangað til það var ljóst að Barak Obama hefði unnið forseta kosningarnar. Þá leið mér miklu betur. Hjólaði af stað í bæinn og var komin klukkan 11 til að heyra hann segja uppáhalds orðin mín: YES WE CAN
Yes we can. Þessi orð hljóma svo vel. Núna verð ég að fara að sofa.
3.11.08
Ein flugvél, tveir jafnfljótir, þrjár lestir, enginn strætó
Ferðalaga guðirnir voru sérstaklega uppátektasamir þessa helgina. Fyrir utan afturgöngurnar á föstudaginn voru þeir með allskonar sprell upp í ernmunum til að hrella mig með í dag.
Ævintýrin byrjuðu strax um morguninn. En því er við að búast þegar maður vaknar fyrir dagrenningu. Þar sem ég stend úti á götu um hálfsjö leytið fatta ég að ég er enn á inniskónum. Á Penn station stendur lestin mín sallaróleg. Henni hefur verið seinkað. Næsta lest fer ekki fyrr en hálftíma seinna og bjartsýnið sem einkennir öll mín ferðalög heldur að flugvélin bíði eftir mér. Hún gerir það ekki. Ég tek næstu á eftir. Lestarferðin í miðbæ Chicago gengur snuðrulaust fyrir sig en það kemur enginn strætó. Ekki fyrr en eftir langa langa löngu.
En í þetta skiptið var ég með lykla svo ég gat komist inn til mín og formlega lokið ferðalaginu.
Ævintýrin byrjuðu strax um morguninn. En því er við að búast þegar maður vaknar fyrir dagrenningu. Þar sem ég stend úti á götu um hálfsjö leytið fatta ég að ég er enn á inniskónum. Á Penn station stendur lestin mín sallaróleg. Henni hefur verið seinkað. Næsta lest fer ekki fyrr en hálftíma seinna og bjartsýnið sem einkennir öll mín ferðalög heldur að flugvélin bíði eftir mér. Hún gerir það ekki. Ég tek næstu á eftir. Lestarferðin í miðbæ Chicago gengur snuðrulaust fyrir sig en það kemur enginn strætó. Ekki fyrr en eftir langa langa löngu.
En í þetta skiptið var ég með lykla svo ég gat komist inn til mín og formlega lokið ferðalaginu.
2.11.08
Tíminn
Þá erum við hjónin sameinuð enn á ný í mýflugumynd. Ein helgi í huggulegheitum og síðan aðrar þrjár vikur í hafragraut. Ég missti af vélinni og þar með heilum tvem tímum sem ég hafði hugsað mér í knús og kelerí. Guðirnir sáu aumir á mér og smokruðu inn einum aukatíma í helgina. Bættu honum við milli eitt og tvö í nótt.
Hér í New York er góð stemmning að vanda. Við fórum á fínan veitingastað sem kaupir matinn frá bóndunum beint. Ég fékk lambalærissneiðar úr lambi af bómdabæ í Pennsylvania og Óli fékk grísarúllu úr grís sem ólst upp á the flying pigs farm hérna rétt fyrir norðan. Alveg yndislegt.
Hér í New York er góð stemmning að vanda. Við fórum á fínan veitingastað sem kaupir matinn frá bóndunum beint. Ég fékk lambalærissneiðar úr lambi af bómdabæ í Pennsylvania og Óli fékk grísarúllu úr grís sem ólst upp á the flying pigs farm hérna rétt fyrir norðan. Alveg yndislegt.