14.11.08

Skrímsli undir rúminu mínu

Nei, þetta er ekki titill sem á að þýða eitthvað annað en hann orðrétt segir. Það er í alvörunni eitthvað undir rúminu mínu að narta, og krafsa og kjammsa. En ég þori náttúrulega ekki að athuga hvað það er. Fyrst hélt ég að þetta væri kisi, eitthvað að bardúsa frammi og hljóðið ferðast með spítunum í gólfinu. Síðan fór ég fram og þá liggur hún eins og skata í skrifstofustólnum hans Óla. Þá fór ég að skoða undir rúm og þar er svaka mikið ryk. Og. Einn kassi. Einn kassi með götum. Undir miðju rúminu. Hvað í ósköpunum er á seyði? Needless to say þá get ég alls ekki sofnað. Mamma.

UPDATE: Sópaði þessum dularfulla kassa undan rúminu. Ávaxtakassi frá oregon. Stílaður á einhverja Betty. Meira en lítið undarlegt. Engin mús. Ekkert annað kvikt. Dugleg Tinna að útiloka þennan möguleika. Skrímslið er búið að færa sig inní veggina. Dísús!

Comments:
Gæti skrímsklið verið rotta?
Kv. Stína
 
Eeeek. Halló. Það eru engar rottur í Chicago. Þær eru allar í New York.
 
Marr bara spyr þegar marr veit ekki. Þær hafa sem sagt ekki komist lengra inn í landið en til NY... nema hún (rottan) sé gæludýr sem einhver hefur týnt ;o)

Kv. Stína
 
Mig grunar ad thetta geti verid nagraninn med neon veggina. Mogulega er hann buinn ad fa ser eitthvad exotiskt dyr eins og koalabjorn sem roltir um stigagangana a naeturnar.
 
ahhh Silla, það þætti mér ekki ólíklegt. Verst að ég er ekki með röntgensjón. Ef ég bara væri göldrótt.
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?