3.11.08
Ein flugvél, tveir jafnfljótir, þrjár lestir, enginn strætó
Ferðalaga guðirnir voru sérstaklega uppátektasamir þessa helgina. Fyrir utan afturgöngurnar á föstudaginn voru þeir með allskonar sprell upp í ernmunum til að hrella mig með í dag.
Ævintýrin byrjuðu strax um morguninn. En því er við að búast þegar maður vaknar fyrir dagrenningu. Þar sem ég stend úti á götu um hálfsjö leytið fatta ég að ég er enn á inniskónum. Á Penn station stendur lestin mín sallaróleg. Henni hefur verið seinkað. Næsta lest fer ekki fyrr en hálftíma seinna og bjartsýnið sem einkennir öll mín ferðalög heldur að flugvélin bíði eftir mér. Hún gerir það ekki. Ég tek næstu á eftir. Lestarferðin í miðbæ Chicago gengur snuðrulaust fyrir sig en það kemur enginn strætó. Ekki fyrr en eftir langa langa löngu.
En í þetta skiptið var ég með lykla svo ég gat komist inn til mín og formlega lokið ferðalaginu.
Ævintýrin byrjuðu strax um morguninn. En því er við að búast þegar maður vaknar fyrir dagrenningu. Þar sem ég stend úti á götu um hálfsjö leytið fatta ég að ég er enn á inniskónum. Á Penn station stendur lestin mín sallaróleg. Henni hefur verið seinkað. Næsta lest fer ekki fyrr en hálftíma seinna og bjartsýnið sem einkennir öll mín ferðalög heldur að flugvélin bíði eftir mér. Hún gerir það ekki. Ég tek næstu á eftir. Lestarferðin í miðbæ Chicago gengur snuðrulaust fyrir sig en það kemur enginn strætó. Ekki fyrr en eftir langa langa löngu.
En í þetta skiptið var ég með lykla svo ég gat komist inn til mín og formlega lokið ferðalaginu.