5.11.08

Morgunverður snæddur í Hyde Park

Er þannig sem kjörinn forseti Bandaríkjanna og ég Tinna byrjuðum daginn í dag. Forseti Bandaríkjanna sem ég hætti lífi mínu til að heyra tala til Chicagoa í gærkvöldi. Eða þannig. Hjólaði í gegnum suðurhluta Chicago. Alein. Í fyrsta sinn. Alveg skjálfandi á beinunum. Sem betur fer voru allir gangsterarnir að fagna breyttra tíma og ég hjólaði eins og herforingi framhjá öllu ruglinu án þess að blikka. Hitti reyndar medical student á leiðinni og grátbað hann um að fá að vera samfó. Þurfti ekkert að gráta en var búin að hita mig upp í það við að þræta við löggumenn sem lokuðu af alla stíga í bænum í þágu öryggis. Ekkert smá stífir þessir löggumenn. Ekki sömu löggur og sóttu mig heim þegar huldunýbúa vantaði veggskraut í kalksteininn.

Barack og Michelle Obama verða flottustu forsetahjón sem hvíta húsið hefur nokkurntíman séð. Þvílíkur munur að hafa hugsandi fólk í æðstu stöðu heims. Ég skil vel að Kenýa skuli fagna og lýsa yfir þjóthátíð á morgun. Þetta er ekkert smá. Sonur Kenýa forseti Bandaríkjanna. Ha. Ég hugsa að ég gæti ekki verið pólitískt hamingjusamari.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?