5.11.08
Morgunverður snæddur í Hyde Park
Er þannig sem kjörinn forseti Bandaríkjanna og ég Tinna byrjuðum daginn í dag. Forseti Bandaríkjanna sem ég hætti lífi mínu til að heyra tala til Chicagoa í gærkvöldi. Eða þannig. Hjólaði í gegnum suðurhluta Chicago. Alein. Í fyrsta sinn. Alveg skjálfandi á beinunum. Sem betur fer voru allir gangsterarnir að fagna breyttra tíma og ég hjólaði eins og herforingi framhjá öllu ruglinu án þess að blikka. Hitti reyndar medical student á leiðinni og grátbað hann um að fá að vera samfó. Þurfti ekkert að gráta en var búin að hita mig upp í það við að þræta við löggumenn sem lokuðu af alla stíga í bænum í þágu öryggis. Ekkert smá stífir þessir löggumenn. Ekki sömu löggur og sóttu mig heim þegar huldunýbúa vantaði veggskraut í kalksteininn.
Barack og Michelle Obama verða flottustu forsetahjón sem hvíta húsið hefur nokkurntíman séð. Þvílíkur munur að hafa hugsandi fólk í æðstu stöðu heims. Ég skil vel að Kenýa skuli fagna og lýsa yfir þjóthátíð á morgun. Þetta er ekkert smá. Sonur Kenýa forseti Bandaríkjanna. Ha. Ég hugsa að ég gæti ekki verið pólitískt hamingjusamari.
Barack og Michelle Obama verða flottustu forsetahjón sem hvíta húsið hefur nokkurntíman séð. Þvílíkur munur að hafa hugsandi fólk í æðstu stöðu heims. Ég skil vel að Kenýa skuli fagna og lýsa yfir þjóthátíð á morgun. Þetta er ekkert smá. Sonur Kenýa forseti Bandaríkjanna. Ha. Ég hugsa að ég gæti ekki verið pólitískt hamingjusamari.