29.10.07
hugsaðu heim
Ég er að hlusta á Ellý Vilhjálms. Það er eitthvað svo haustlegt núna. Það er jú haust og Ellí Vilhjálms er tvímælalaust haust.
Helgin fór í flensu en nægði ekki fyrir mig til að láta mér batna. Er því eins og tuska í skólanum. Lét plata mig í að presentera í journal club á mánudaginn. Mér finnst það samt bara gaman núorðið.
Ég er að fara í barna skóla að tala um hitnun jarðar á fimmtudaginn. Er svaka spennt. Gaman að gera outreach. Það er alltaf í umræðunni að vísindamenn verði að vera duglergri í outreach. Þeir geri ekki mikið gagn lokaðir inni á skrifstofunni sinni að vinna og tala varla við nokkurn mann. Það sé ekki skrýtið að það séu svona margir sem ekki vilja trúa því að hitnun jarðar sé af mannana völdum þegar vísindamenn skrifa bara ólæsilegar greinar og tala ekki við aðra en maka sinn.
Þau báðu mig um að tala um hitnun jarðar en síðan núna er það búið að færast yfir í heimilisúrgang og aðgang að drykkjar vatni. Ég held að þetta lið viti ekki hvað það vilji. Krakkarnir eru 12 og 13 ára. 150 krakkar. Eeek.
Helgin fór í flensu en nægði ekki fyrir mig til að láta mér batna. Er því eins og tuska í skólanum. Lét plata mig í að presentera í journal club á mánudaginn. Mér finnst það samt bara gaman núorðið.
Ég er að fara í barna skóla að tala um hitnun jarðar á fimmtudaginn. Er svaka spennt. Gaman að gera outreach. Það er alltaf í umræðunni að vísindamenn verði að vera duglergri í outreach. Þeir geri ekki mikið gagn lokaðir inni á skrifstofunni sinni að vinna og tala varla við nokkurn mann. Það sé ekki skrýtið að það séu svona margir sem ekki vilja trúa því að hitnun jarðar sé af mannana völdum þegar vísindamenn skrifa bara ólæsilegar greinar og tala ekki við aðra en maka sinn.
Þau báðu mig um að tala um hitnun jarðar en síðan núna er það búið að færast yfir í heimilisúrgang og aðgang að drykkjar vatni. Ég held að þetta lið viti ekki hvað það vilji. Krakkarnir eru 12 og 13 ára. 150 krakkar. Eeek.
27.10.07
Voða gaman í eplatínslu og petting zoo
Við brugðum okkur austur fyrir vatn í Michigan fylki, East Lansing, um síðustu helgi. Að heimsækja Chae Young og Kunho sem fluttu þangað nýverið. The thing to do þar er náttúrulega að tína epli og það gerðum við svo sannarlega.
Tíndum fleiri epli en við vitum hvað við eigum að gera við. Á þessum eplagarði var húsdýragarður. Mér leist best á lamadýrið sem vildi bara kyssast, alls ekki láta klappa sér.
16.10.07
Alvöru
Jamm, ég er með fyrirlestur á morgun sem er búinn að vera á dagskránni í 2 vikur. Hvernig stendur þá á því að ég sit hérna á skrifstofunni lengst frameftir kvöldi að prófa forritið mitt og finna til gögn.. Ég man eftir því einu sinni var ég að skoða plaggat í gömlu kók verksmiðjunni, sem þá var orðið jarðeðlis og lyfjafræði húsið, og það var allt morandi í stafsetninga villum. Fékk ég þá skýringu hjá Magnúsi Tuma að maður gerði plaggöt alltaf á síðustu stundu. Aldeilis myndi ég ekki gera það hugsaði ég með mér. En, sagan sýndi annað. Og núna á ég að halda fyrirlestur í 45 mínútur. Halló. Allavegana, það er þess vegna að ég sit á skrifstofunni með Dylan á fóninum og réttlæti verkefnið mitt fyrir sjálfri mér. Hvernig dettur mér í hug að heimsins höf megi draga saman í eina vídd?
Það eru góðar ástæður fyrir því en ég ætla ekki að draga lífsgleðina úr lesendum mínum með því að fara að útlista þær.
Það eru góðar ástæður fyrir því en ég ætla ekki að draga lífsgleðina úr lesendum mínum með því að fara að útlista þær.
11.10.07
nammi nammi lyklaborð
Hér á skrifstofunni minni er þunglyndisský sem vill ekki fara. Það eina góða sem gerðist í dag var að ég fór yfir til tölvugæjanna og fékk nýtt lyklaborð í tölvuna mína því i-ið í hinu var bilað. Síðan kom í ljós að þetta lyklaborð er miklu betra en gamla lyklaborðið. Takkarnir eru mýkri, það heyrist ekkert í því og það er algjör unaður að skrifa með því. Eða þannig. Ljómandi gott lyklaborð.
Það sem er að angra mig er að líkanið mitt getur ekki spáð fyrir fluxinu á 2 kílómetra dýpi. Hitt líkanið virkar alls ekki og ég er ekki búin að skrifa 30 síðna inngang. Bögg bögg bögg. Kannksi með þessu nýja lyklaborði getur eitthvað af þessu farið að ganga betur.
Reyndar gerðist eitt gott í dag. Ég fékk tölvupóst útaf ráðstefnu sem ég er að fara á í desember. Og það lítur út fyrir að ég fái að halda fyrirlestur. Í sessjóni með tvemur svaka frægum gæjum. Eeek. Svaka scary. En náttúrulega voða gaman.
Það sem er að angra mig er að líkanið mitt getur ekki spáð fyrir fluxinu á 2 kílómetra dýpi. Hitt líkanið virkar alls ekki og ég er ekki búin að skrifa 30 síðna inngang. Bögg bögg bögg. Kannksi með þessu nýja lyklaborði getur eitthvað af þessu farið að ganga betur.
Reyndar gerðist eitt gott í dag. Ég fékk tölvupóst útaf ráðstefnu sem ég er að fara á í desember. Og það lítur út fyrir að ég fái að halda fyrirlestur. Í sessjóni með tvemur svaka frægum gæjum. Eeek. Svaka scary. En náttúrulega voða gaman.
9.10.07
Brúðkaup!
Við Óli ferðuðumst þvert yfir Bandaríkin þessa helgi til að vera viðstödd þegar Elliot og Robin voru gefin saman. Það var náttúrulega bara yndislegt. Óli stóð sig með prýði, gekk fyrstur upp dregilinn með litla sæta húfu á höfðinu. Elliot var ekki í neinum vandræðum með að brjóta glasið og rabbíninn söng og dansaði. Það var dansað allt kvöldið, milli mála, fólk mátti varla vera að því að setjast. Brúðhjónin rétt settust til að mætti hossa þeim upp í loftið á stólunum. Alveg svaka stuð.
Hérna í Hyde Park er ekki jafnmikið stuð. Ekki svo slæmt samt.
Hérna í Hyde Park er ekki jafnmikið stuð. Ekki svo slæmt samt.
5.10.07
"Radiates hostility"
Það er strákur í deildinni minni sem mér kemur engan vegin saman við. Því fannst mér gaman að heyra leiðbeinandann minn segja um hann að það skína af honum leiðindin.
4.10.07
Óður til vina
Ok, reyndar ekkert ljóð. Ég vil bara segja nokkra fallega hluti um vini almennt.
Vinir eru það dýrmætasta sem maður á. Þeir hjálpa manni þegar maður þarf á hjálp að halda og finnst ekkert sjálfsagðara. Það er ekkert smá yndislegt að eiga vini.
Núna rétt áðan var ég með smá vandamál og var búin að skrifa alveg hundleiðinlegan tölvupóst til stelpu sem var með skæting. Ég vildi hins vegar ekki senda svona skeyti þannig að ég hringdi í vin minn og útskýrði fyrir honum vandamálið. Hann sagði mér lausnina á þessu vandamáli og útskýrði hvernig tölvuskeyti ég gæti skrifað sem myndi redda öllu. Síðan gerði ég allt eins og hann sagði og nú líður mér ekkert smá vel, en fyrir hálftíma leið mér ömurlega. Og stelpan fær mjög huggulegt tölvuskeyti. Vá. Alveg súper gott að eiga vini. Fyrir mann og allan heiminn.
Ég vil enda þessar spekulasjónir á því að hvetja alla sem þetta lesa að tala við vin sinn um eitthvað vandamál sem er að plaga ykkur. Vinirnir verða bara upp með sér að fá að spreyta sig í vandamálaleysingum.
Vinir eru það dýrmætasta sem maður á. Þeir hjálpa manni þegar maður þarf á hjálp að halda og finnst ekkert sjálfsagðara. Það er ekkert smá yndislegt að eiga vini.
Núna rétt áðan var ég með smá vandamál og var búin að skrifa alveg hundleiðinlegan tölvupóst til stelpu sem var með skæting. Ég vildi hins vegar ekki senda svona skeyti þannig að ég hringdi í vin minn og útskýrði fyrir honum vandamálið. Hann sagði mér lausnina á þessu vandamáli og útskýrði hvernig tölvuskeyti ég gæti skrifað sem myndi redda öllu. Síðan gerði ég allt eins og hann sagði og nú líður mér ekkert smá vel, en fyrir hálftíma leið mér ömurlega. Og stelpan fær mjög huggulegt tölvuskeyti. Vá. Alveg súper gott að eiga vini. Fyrir mann og allan heiminn.
Ég vil enda þessar spekulasjónir á því að hvetja alla sem þetta lesa að tala við vin sinn um eitthvað vandamál sem er að plaga ykkur. Vinirnir verða bara upp með sér að fá að spreyta sig í vandamálaleysingum.
2.10.07
500!!!
Þetta haust er eitt samfleytt ferðalag liggur við. Þessa helgina fórum við í heimsókn til vina okkar the Streichs sem búa upp í sveit í Wisconsin. Það var ekkert smá gaman, þau búa á svo fallegum bóndabæ og eru með fullt af dýrum. Kindur, asna, kýr og kjúklinga. Asninn passar upp á kindurnar því þær eru auðveld bráð cayoti. Hún er mjög ábyrgðafull og tekur hlutverki sínu alvarlega. Algjör dúlla. Hænurnar eru líka mjög flottar, þær eru röndóttar, svartar og hvítar og svo ungar að eggin eru enn voða lítil og sæt. Við fengum nýorpin egg með okkur í nesti og voru þau góð? Já, það voru þau, himnesk. Óli eldaði scrambled eggs í morgun og þau voru súper gul, aldrei séð jafn djúprauða gulu. Okkur langar að verða bændur.
Um næstu helgi erum við að fara í gyðinga-brúðkaup. Óli verður svaramaður í kjólfötum. Ég hlakka ekkert smá til, í bíómyndunum er alltaf brjálað fjör í gyðinga-brúðkaupum. Glös brotin og fóki hossað á stólum lengst upp í loft. Jei.
Facebook er nú meiri snilldin. Ég var að komast í samband við min venn Öystein som jeg skulle gifte meg med i engang. Ganske morsomt at treffe han igen. Ótrúlegt að geta komist í samband við fólk eftir kvart-öld. Ég er ekki að meika að geta skipt lífinu mínu niður í kvart-aldir. Svona er tíminn alltaf að spila með okkur.
Það er listaverk hérna í Hyde Park um tímann. Það er um hvernig tíminn stendur í stað en fólkið arkar áfram. Hugmyndin varð til vegna ljóðs Henry Austin Dobson, The Paradox of Time
Time goes, you say? Ah no!
Alas, Time stays, we go;
Or else, were this not so,
What need to chain the hours,
For Youth were always ours?
Time goes, you say?- ah no!
Þetta er náttúrulega bara fyrsta erindið, en þetta er alveg súper ljóð og útskýrir vel að tíminn stendur í stað.
Um næstu helgi erum við að fara í gyðinga-brúðkaup. Óli verður svaramaður í kjólfötum. Ég hlakka ekkert smá til, í bíómyndunum er alltaf brjálað fjör í gyðinga-brúðkaupum. Glös brotin og fóki hossað á stólum lengst upp í loft. Jei.
Facebook er nú meiri snilldin. Ég var að komast í samband við min venn Öystein som jeg skulle gifte meg med i engang. Ganske morsomt at treffe han igen. Ótrúlegt að geta komist í samband við fólk eftir kvart-öld. Ég er ekki að meika að geta skipt lífinu mínu niður í kvart-aldir. Svona er tíminn alltaf að spila með okkur.
Það er listaverk hérna í Hyde Park um tímann. Það er um hvernig tíminn stendur í stað en fólkið arkar áfram. Hugmyndin varð til vegna ljóðs Henry Austin Dobson, The Paradox of Time
Time goes, you say? Ah no!
Alas, Time stays, we go;
Or else, were this not so,
What need to chain the hours,
For Youth were always ours?
Time goes, you say?- ah no!
Þetta er náttúrulega bara fyrsta erindið, en þetta er alveg súper ljóð og útskýrir vel að tíminn stendur í stað.