9.10.07
Brúðkaup!
Við Óli ferðuðumst þvert yfir Bandaríkin þessa helgi til að vera viðstödd þegar Elliot og Robin voru gefin saman. Það var náttúrulega bara yndislegt. Óli stóð sig með prýði, gekk fyrstur upp dregilinn með litla sæta húfu á höfðinu. Elliot var ekki í neinum vandræðum með að brjóta glasið og rabbíninn söng og dansaði. Það var dansað allt kvöldið, milli mála, fólk mátti varla vera að því að setjast. Brúðhjónin rétt settust til að mætti hossa þeim upp í loftið á stólunum. Alveg svaka stuð.
Hérna í Hyde Park er ekki jafnmikið stuð. Ekki svo slæmt samt.
Hérna í Hyde Park er ekki jafnmikið stuð. Ekki svo slæmt samt.