4.10.07

Óður til vina

Ok, reyndar ekkert ljóð. Ég vil bara segja nokkra fallega hluti um vini almennt.

Vinir eru það dýrmætasta sem maður á. Þeir hjálpa manni þegar maður þarf á hjálp að halda og finnst ekkert sjálfsagðara. Það er ekkert smá yndislegt að eiga vini.

Núna rétt áðan var ég með smá vandamál og var búin að skrifa alveg hundleiðinlegan tölvupóst til stelpu sem var með skæting. Ég vildi hins vegar ekki senda svona skeyti þannig að ég hringdi í vin minn og útskýrði fyrir honum vandamálið. Hann sagði mér lausnina á þessu vandamáli og útskýrði hvernig tölvuskeyti ég gæti skrifað sem myndi redda öllu. Síðan gerði ég allt eins og hann sagði og nú líður mér ekkert smá vel, en fyrir hálftíma leið mér ömurlega. Og stelpan fær mjög huggulegt tölvuskeyti. Vá. Alveg súper gott að eiga vini. Fyrir mann og allan heiminn.

Ég vil enda þessar spekulasjónir á því að hvetja alla sem þetta lesa að tala við vin sinn um eitthvað vandamál sem er að plaga ykkur. Vinirnir verða bara upp með sér að fá að spreyta sig í vandamálaleysingum.

Comments:
Elsku Tinna!

Ég gæti ekki verið meira sammála þessu bloggi þínu :o)

Þú t.d. ert alveg ómetanleg vinkona og alltaf gott að leita til þín með hin ýmsu mál...

Kv.
Sigurdís
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?