16.10.07
Alvöru
Jamm, ég er með fyrirlestur á morgun sem er búinn að vera á dagskránni í 2 vikur. Hvernig stendur þá á því að ég sit hérna á skrifstofunni lengst frameftir kvöldi að prófa forritið mitt og finna til gögn.. Ég man eftir því einu sinni var ég að skoða plaggat í gömlu kók verksmiðjunni, sem þá var orðið jarðeðlis og lyfjafræði húsið, og það var allt morandi í stafsetninga villum. Fékk ég þá skýringu hjá Magnúsi Tuma að maður gerði plaggöt alltaf á síðustu stundu. Aldeilis myndi ég ekki gera það hugsaði ég með mér. En, sagan sýndi annað. Og núna á ég að halda fyrirlestur í 45 mínútur. Halló. Allavegana, það er þess vegna að ég sit á skrifstofunni með Dylan á fóninum og réttlæti verkefnið mitt fyrir sjálfri mér. Hvernig dettur mér í hug að heimsins höf megi draga saman í eina vídd?
Það eru góðar ástæður fyrir því en ég ætla ekki að draga lífsgleðina úr lesendum mínum með því að fara að útlista þær.
Það eru góðar ástæður fyrir því en ég ætla ekki að draga lífsgleðina úr lesendum mínum með því að fara að útlista þær.
Comments:
<< Home
Ég var að finna bækur (Skólafélagar mínir) þar sem þú sagðist ætla að verða lögga þegar þú yrðir stór... smá change of plan :) Sýni þér þær þegar þú kemur um jólin.
Skrifa ummæli
<< Home