27.6.06
Blóm og ávextir
Fjögura ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna er í dag. Það er brúðkaupsafmæli blóma og ávaxta. Við héldum að sjálfsögðu upp á daginn með pomp og prakt. Það er ekki að spyrja að því, auðvitað fórum við á fínan veitingastað í hádeginu. Hótel Holt varð fyrir valinu en þar getur maður fengið tvíréttaða máltíð fyrir 2300 krónur. Ég fékk villisveppa tagliatelle í forrétt og karfa í aðalrétt. Mjög ljúffengt bæði. Óli var líka ánægður með sinn mat og síðan fengum við okkur espresso á Lækjartorgi, við Héraðsdóm. Man ekki hvað hann heitir en mér sýndist þetta vera ítölsk kaffi-keðja og var kaffið prýðilegt.
Annars erum við bara á þjóðarbókhlöðunni alltaf að lesa. Svaka fínt hérna, nema þegar sólin fer að skína, þá langar mig niður í bæ. Sem betur fer lokar klukkan fimm og það er góð afsökun til að hætta og hjóla í bæinn. Sem er einmitt nýjasta thingið okkar. Að hjóla hingað heiman frá mér í fossvognum. Eftir að hafa búið í ameríku er það svo stutt vegalengd, og allar vegalengdir innan Reykjavíkur, að maður skilur ekkert í því að fólk með fulla heilsu skuli keyra hér fram og aftur. Þetta er miklu meira kósí.
Annars erum við bara á þjóðarbókhlöðunni alltaf að lesa. Svaka fínt hérna, nema þegar sólin fer að skína, þá langar mig niður í bæ. Sem betur fer lokar klukkan fimm og það er góð afsökun til að hætta og hjóla í bæinn. Sem er einmitt nýjasta thingið okkar. Að hjóla hingað heiman frá mér í fossvognum. Eftir að hafa búið í ameríku er það svo stutt vegalengd, og allar vegalengdir innan Reykjavíkur, að maður skilur ekkert í því að fólk með fulla heilsu skuli keyra hér fram og aftur. Þetta er miklu meira kósí.
26.6.06
tannsi og félagar
Það er ekki bara sæla að sækja sitt föður land. Í gegnum árin er ég búin að safna alls kyns heilsukvillum, eins og holum í tönnum, sjóndepurð og svo mætti lengi telja. Ótrúlegt finnst mér hvað allir eru uppteknir hér. Við erum nú ekki fjölmenn þjóð en læknar jafnt sem iðnaðarmenn eru uppteknir upp fyrir haus. Ég er búin að standa í ströngu við að fá tíma hjá öllu þessu liði og takke gud og lov að ég sé komin með gemmsa en í morgun hringdi tannsakonan í mig og sagði að það hefði losnað pláss klukkan hálf tvö. Algjör himnasending. Síðan núna hringir augnlæknakonan og segir að það hafi einmitt losnað klukkan hálf tvö!!! Ég á nú bara ekki orð.
En að skemmtilegri málum þá er ég að skipuleggja hópgönguferð um Reykjadal á næsta sunnudag og allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir. Þetta er svona einn til tveir tímar að læknum, baðað í honum svo haldið til baka. Erum að hugsa um að leggja af stað uppúr tíu til Hveragerðis og borða hádegisnesti í guðsgrænni náttúrunni.
En að skemmtilegri málum þá er ég að skipuleggja hópgönguferð um Reykjadal á næsta sunnudag og allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir. Þetta er svona einn til tveir tímar að læknum, baðað í honum svo haldið til baka. Erum að hugsa um að leggja af stað uppúr tíu til Hveragerðis og borða hádegisnesti í guðsgrænni náttúrunni.
21.6.06
Sólstöður
Þó svo maður sé kominn á Íslandsstrendur þá stendur ekkert í vegi fyrir því að hripa niður nokkrum vesældarlínum á bloggið. Um hversu yndislegt yndislegt það er nú að vera hér. Svo góður matur, svo góð lykt, svo gott vatn. En eitt er ekki gott og það eru þessar bansettu slaufur út um ALLT.
Minn kæri frændi Nonni léði mér afbragðs drossíu mér til hægðarauka meðan ég hér dvel og er ég þakklát fyrir það. En, þótt maskínan virki vel, er hún mér ekki til hægðarauka. Ég var til dæmis að keyra útí sorpu. Er hún í Reykjavík 7 eða kannski A? Slaufu eftir slaufu.. nei ég er ekki að fara í Laugarásbíó, nei ekki heim heldur, nei ekki þangað!! Ef bara ríkisútvarpið hefði verið með upptökuvélar í bílnum hjá mér þá þyrftu þeir ekkert að spá í syrpu fyrir næsta skaup. Síðan er útvarpið líka bilað. Engin músík bara skruð. Ég var alvarlega að hugsa um að vera með spjald sem á stæði
"Get ég fengið far í fossvoginn? - umhverfissinni, ekki dópisti"
Ég sé til. Það er ekki á það bætandi, klikkið. Kannski var þessi færsla ekki um hversu yndislegt það er að vera hér en mér finnst samt sniðugt ef fólk gæti sameinað bílinn sinn. Ég var í skeifunni um daginn, að versla í Hagkaupum, síðan er ég bara þar og fullt af fólki líka, allir á bíl nema ég. Það var bókað einhver að fara í Fossvoginn og ég hefði getað fengið far. Ef einhver annar hefði verið opinskár gagnvart nýrri hugmynd.
Minn kæri frændi Nonni léði mér afbragðs drossíu mér til hægðarauka meðan ég hér dvel og er ég þakklát fyrir það. En, þótt maskínan virki vel, er hún mér ekki til hægðarauka. Ég var til dæmis að keyra útí sorpu. Er hún í Reykjavík 7 eða kannski A? Slaufu eftir slaufu.. nei ég er ekki að fara í Laugarásbíó, nei ekki heim heldur, nei ekki þangað!! Ef bara ríkisútvarpið hefði verið með upptökuvélar í bílnum hjá mér þá þyrftu þeir ekkert að spá í syrpu fyrir næsta skaup. Síðan er útvarpið líka bilað. Engin músík bara skruð. Ég var alvarlega að hugsa um að vera með spjald sem á stæði
"Get ég fengið far í fossvoginn? - umhverfissinni, ekki dópisti"
Ég sé til. Það er ekki á það bætandi, klikkið. Kannski var þessi færsla ekki um hversu yndislegt það er að vera hér en mér finnst samt sniðugt ef fólk gæti sameinað bílinn sinn. Ég var í skeifunni um daginn, að versla í Hagkaupum, síðan er ég bara þar og fullt af fólki líka, allir á bíl nema ég. Það var bókað einhver að fara í Fossvoginn og ég hefði getað fengið far. Ef einhver annar hefði verið opinskár gagnvart nýrri hugmynd.
18.6.06
Reykjavik Iceland
Jess, komin til Íslands loksins sploksins. New York var svo mikil snilld að ég á ekki orð yfir það en næst þegar þið sjáið spiderman þrjú, þá skuluð þið athuga hvort íslenskum glaumgosum bregði nokkuð fyrir í central park atriðinu. Ekki nóg með það að við skyldum ganga fram á Spiderman í aksjón þá sáum við herra Ron Jeremy og Raymond nokkurn er allir elska. Þetta var eitt alsherjar stjörnuhrap.
En nú er ég eins og áður sagði komin á heimaslóðir og hlakka mikið til að hitta alla vini mína sem lesa bloggið mitt daginn út og inn.
En nú er ég eins og áður sagði komin á heimaslóðir og hlakka mikið til að hitta alla vini mína sem lesa bloggið mitt daginn út og inn.
13.6.06
New York New York
Hérna vantar 5 daga inn í ferðasöguna. Kajakferð í Chesapeake Bay. Frá henni verður hugsanlega greint síðar. Úr the wilderness komst ég nokkuð áfallalaust til New Yorkog hitti eiginmanninn minn hér. Reyndar ekki á toppnum á Empire State byggingunni heldur á hotel 17 sem var líka gott. Grey Óli hafði fengið matareitrun á leiðinni hingað en er nú óðum að ná sér, við sitjum á kaffihúsi hérna mid town og njótum wi-fi sins sem er ekki á hverju strái ókeypis. Óli skoðar Broadway syningar og ég horfi á Brasilíu Króatíu.
12.6.06
Siglt inn í New York
Mánudagurinn 5. júní
Loksins loksins fengum við að skrúbba dekkið. Vindur var ekki upp á marga fiska, 1 til 2 vindstig og þó svo við kepptumst við að setja upp öll seglin þá komumst við varla áfram. Ekki er hægt að láta tímann fara til einskis svo mate Carter fékk okkur það verkefni að skrúbba dekkið hátt og lágt. Og ekki var vanþörf þar á, saltrendur útum allt.
Ég skrifaði ekki mikið þessa tvo seinustu daga því við fengum eiginlega engan svefn. Eftir þessa vakt frá 0700 til 1300 var skóli og prógram til klukkan 1700, þá unnum við Taryn aðeins í verkenfinu okkar en ég var með henni og öðru kríli í hóp. Við rannsökuðum gögnin úr rósettunni sem var þessi græja sem safnaði vatni á mismunandi dýpi. Síðan vorum við á vakt frá 2300 til 0300 og vöknuðum í bítið til að skrúbba skipið hátt og lágt. Bókstaflega. Enginn flötur var undanskilinn. Síðan vorum við aftur á vakt frá 1300 til 1900 og þá var hátíðar-kvöldmatur og síðan presentasjónir af verkefnunum. Við vorum akkeruð í the Hudson Harbor, allir voru með plaggat og smá tölu um verkefnið sitt á þakinu á the dog house sem er stýrihúsið (?). Ég var með smá ljóð í lokin, eins og sæmir sönnum Íslendingi. Alveg uppgefin eftir alla þessa vöku vöknuðum náttúrulega samt í bítið til að sjá þegar við sigldum framhjá frelsisstyttunni og höfninni þar sem innflytjendurinir komu inn í den. Það var slagveður mikið og ausandi rigning. Mjög geggjað.
Þegar við vorum að leggja að höfn kom í ljós að ekki var nóg pláss fyrir skipið okkar að komast í stæðið sitt og upphófst þá heljarinnar mikið spil til að koma því í gegn að við fengum nóg pláss. Skipstjórar bátanna sitt hvoru megin við stæðið okkar neituðu að færa sig. Klukkan var sex um morgun og hafnarstjórinn ekki mættur, það var bara næturvörður við stjórn og hann var algjör linkind. Carter hafði farið út í gúmmíbát að reyna að tjónka við einhvern á staðnum til að fá stæðið okkar nógu langt og tók við skipunum frá kapteinnum úr talstöð. Að lokum kom í ljós að enginn vildi færa sig og ekki var hægt að ná í hafnarvörðinn, Carter var ráðalaus, það leit út fyrir að við myndum bara ekki geta lagt. Ég spurði eina stelpu úr áhöfninni hvað við myndum gera ef við gætum ekki fengið þetta stæði. Hún sagði að Beth myndi redda þessu, við myndum alveg fá stæðið. Hún sagði þá Carter, sem er by the way svakalegur sjarmör og sjómaður inn í bein frá Kaliforníu, að sjarmera annan skipstjórann, sem var líka kona, lofa henni öllu fögru og segja að hún sé a doll. Og hún var ekkert að grínast. Síðan bað hún annan kokkinn að skella bananabrauði í ofninn. Við fengum nógu mikið pláss og skipstjórinn fékk rjúkandi banananrauð.
Og þannig lauk sjóferð þeirri.
Loksins loksins fengum við að skrúbba dekkið. Vindur var ekki upp á marga fiska, 1 til 2 vindstig og þó svo við kepptumst við að setja upp öll seglin þá komumst við varla áfram. Ekki er hægt að láta tímann fara til einskis svo mate Carter fékk okkur það verkefni að skrúbba dekkið hátt og lágt. Og ekki var vanþörf þar á, saltrendur útum allt.
Ég skrifaði ekki mikið þessa tvo seinustu daga því við fengum eiginlega engan svefn. Eftir þessa vakt frá 0700 til 1300 var skóli og prógram til klukkan 1700, þá unnum við Taryn aðeins í verkenfinu okkar en ég var með henni og öðru kríli í hóp. Við rannsökuðum gögnin úr rósettunni sem var þessi græja sem safnaði vatni á mismunandi dýpi. Síðan vorum við á vakt frá 2300 til 0300 og vöknuðum í bítið til að skrúbba skipið hátt og lágt. Bókstaflega. Enginn flötur var undanskilinn. Síðan vorum við aftur á vakt frá 1300 til 1900 og þá var hátíðar-kvöldmatur og síðan presentasjónir af verkefnunum. Við vorum akkeruð í the Hudson Harbor, allir voru með plaggat og smá tölu um verkefnið sitt á þakinu á the dog house sem er stýrihúsið (?). Ég var með smá ljóð í lokin, eins og sæmir sönnum Íslendingi. Alveg uppgefin eftir alla þessa vöku vöknuðum náttúrulega samt í bítið til að sjá þegar við sigldum framhjá frelsisstyttunni og höfninni þar sem innflytjendurinir komu inn í den. Það var slagveður mikið og ausandi rigning. Mjög geggjað.
Þegar við vorum að leggja að höfn kom í ljós að ekki var nóg pláss fyrir skipið okkar að komast í stæðið sitt og upphófst þá heljarinnar mikið spil til að koma því í gegn að við fengum nóg pláss. Skipstjórar bátanna sitt hvoru megin við stæðið okkar neituðu að færa sig. Klukkan var sex um morgun og hafnarstjórinn ekki mættur, það var bara næturvörður við stjórn og hann var algjör linkind. Carter hafði farið út í gúmmíbát að reyna að tjónka við einhvern á staðnum til að fá stæðið okkar nógu langt og tók við skipunum frá kapteinnum úr talstöð. Að lokum kom í ljós að enginn vildi færa sig og ekki var hægt að ná í hafnarvörðinn, Carter var ráðalaus, það leit út fyrir að við myndum bara ekki geta lagt. Ég spurði eina stelpu úr áhöfninni hvað við myndum gera ef við gætum ekki fengið þetta stæði. Hún sagði að Beth myndi redda þessu, við myndum alveg fá stæðið. Hún sagði þá Carter, sem er by the way svakalegur sjarmör og sjómaður inn í bein frá Kaliforníu, að sjarmera annan skipstjórann, sem var líka kona, lofa henni öllu fögru og segja að hún sé a doll. Og hún var ekkert að grínast. Síðan bað hún annan kokkinn að skella bananabrauði í ofninn. Við fengum nógu mikið pláss og skipstjórinn fékk rjúkandi banananrauð.
Og þannig lauk sjóferð þeirri.
11.6.06
Corwith Cramer Logbook
Fimmtudagurinn 1. júní 2006
Héldum við af stað til Norfolk klukkan korter í sex fyrir hádegi. Komum í skipið um hágedisbil og sigldum út úr Norfolk með seglum og mótor, út Chesapeake Bay. Við eigum nú eftir að skoða þann flóa betur en leist mér ekki vel á við fyrstu sýn. Þetta er aðal sjóhersmiðstöðin og er allt umhverfið eftir því, skip, kranar og þyrlur að fljúga yfir í gríð og erg.
Meðan við sigldum að akkeris festunni, sýndi crewið okkur skipið og hvernig ýmsir hlutir virka. Við erum nú líka crew. Okkur er skipt í þrjá hluta, A, B og C. Ég er í B sem er best. Við erum á miðju dekki og í neyðartilviki stjórnum við seglunum. Allir eru auk þess með eitt sér hlutverk í sem þeir eiga að vera í við lendum í neyðartilviki. Þau eru þrjú: maður fyrir borð, eldur og yfirgefa skip. Við fórum í gegnum hvað á að gera í þannig tilviki og einnig þegar við höfum æfingu. Mitt hlutverk er að sjá til þess að neyðar vatnið komi með í björgunarbátana skyldum við þurfa að nota þá.
Veðrið var yndislegt, sól og steikjandi hiti. Alveg dýrlegt að vera úti á dekki. Skipið heitir Corwith Cramer og kapteinninn heitir Beth. Það eru þrír mates sem er kannski það sama og háseti. Þeir stjórna seglunum. Síðan eru þrír vísindamenn sem eru yfir gagnasöfnun. Það er vélstjóri, tveir kokkur og tvær dekkhendur.
Í kvöldmat var lasagna með stórum spam bitum í. Annars var það mjög gott. Vakt B hópsins byrjar klukkan eitt á morgun. Við erum sjö í hóp B og verður okkur skipt niður í dekk og vísindi. Þeir sem eru í vísindahópnum taka mælingar og rannsaka þær. Þeir sem eru á dekki stýra, hjálpa til með seglin, eru í eldhúsinu eða ef ekkert annað er að gera, skrúbba dekkið.
Föstudagur 2. júní
Það varð úr að hópur B tók fyrstu vakt. Eitthvað ruglaðist næturvaktin í ríminu og gleymdi barasta að vekja mig. Ég vaknaði því ekki fyrr en hringt var í morgunmat og kom ógreidd og nývöknuð i morgunmat. Það var samt allt í lagi, Um morguninn lærðum við betur að draga upp segl og ýmislegt í sambandi við segl, hvernig maður pakkar þeim saman, riftar sem er að nota bara hluta af seglinu. Þessi segl eru svo stór að ef vindurinn er mikill vill maður kannski ekki nota það allt. Við eigum von á stormi, eða allavegana miklum vindi, í dag svo við buttum svona einn fjórða af seglinu við bómuna. Síðan fórum við í gegnum hvað á að gera ef neyðartilvik á sér stað. Fórum í gegnum allt ferlið. Minn hópur sér um seglin, það er að segja að setja þau niður því það er náttúrlega það sem maður vill ef maður er fyrir borði eða ef það er eldur einhverstaðar, það er að stoppa. Svo við verðum spesjalistar í að vinna með seglin, sem ég er mjög ánægð með. Hópur A sér um að sækja manninn og að vinna með slönguna. Hópur C sér um loftræstinguna ef það er eldur en um umhverfið ef maður fór fyrir borð. Það er að sjá til þess að við skellum ekki inn í annað skip og líka að fylgjast með manninum og passa að missa ekki sjónar af honum. Allt eru þetta nú mikilvægir hlutir.
Vaktin var frá 7 til 13. Nú er henni lokið og ég bara svolítið uppgefin. Ligg þess vegna bara í kojunni minni að skrifa en er alveg að sofna. Næst erum við á vakt klukkan ellefu í kvöld. Til þrjú. Skipið vaggar rólega til og frá, af og til tekur það dýfu en ég fékk sjóveikitöflu svo mér líður bara vel og er ekki flökurt eins og sumum.
Laugardagurinn 3. júní
Vorum á vakt frá ellefu til þrjú. Á rannsóknastofunni. Mér finnst bara ekki gaman að vera á rannsóknastofu. Settum tæki í sjó og vorum frekar kát þegar kokkurinn kom með snarl fyrir okkur. Betra var að sofa um morguninn og taka eftirmiðdagsvakt. Það var sól og blíða, ég var á dekkinu, vindurinn var góður og fullt af fólki að spóka sig á dekkinu. Eitthvað þurfti að bisa við að laga til segl lengst uppi og fengum við þrjár stelpur að fara með upp. Aloft. Ég fór lengst upp. Þetta var alveg geggjað, svo hátt uppi að þó svo ég hefði getað farið lengra upp, þá var ég sátt á öðrum palli. Maður svífur fram og til baka og þetta er bara geðveikt.
Sunnudagurinn 4, júní
Borðin sem við borðum við eru með tein einhverstaðar þannig að þau vagga eins og báturinn. Reyndar eru þau eru bein en skipið vaggar. Þannig flöturinn hallar ekki og bollar og diskar eru alltaf réttir en renna ekki útaf. Við hinsvegar, vöggum heilmikið en kaffið sullast ekki úr bollanum, Mjög hentugt en var aðeins skrýtið að venjast í fyrstu. Maturinn manns er kjur í rólegheitum en maður sjálfur á fleygiferð. Það var nú ekki þannig sem móðir manns ól mann upp.
B vakt tók morgunvaktina í dag, frá 0300 til 0700. Ég setti GPS hnitinn okkar á kortið (chart, ekki map) og reyndi að setja inn staðsetninguna sem við myndum halda að við værum á hefðum við ekki GPS. Það gerir maður þannig að maður kíkir í log bókina og athugar hver stefnan hefur verið undanfarinn klukkutíma. Einnig athugar maður hversu mikið vatn skipið hefur siglt í gegnum, Það er gamaldags tæki sem mælir það. Frá seinasta GPS hniti finnur maður þessa staðsetningu og merkir hana inná. Þetta gerir manni kleift að sjá hversu mikið og í hvaða átt okkur hefur rekið. Sem er í sjálfu sér áhugavert og maður getur séð hvernig straumarnir eru og hvar stórir stormar á fjarlægum slóðum hafa hugsanlega leikið um. Þetta tók mig drúga stund, Heilmikið fuð með þríhyrninga og sirkla og á endanum hafðist það. Kom þá í ljós að okkur var farið að reka í aðra átt en klukkutímann áður. Afar áhugavert. Því næst fór ég í eftirlitisferð um bátinn, það er gert einu sinni á klukkutíma og er verið að ganga úr skugga um að öryggisatriði eru í lagi, að ekki leki vatn um bátinn og að rafkerfið sé í lagi. Auðvitað er generator á skipinu til að hafa ljós og fyrir ísskáp og eldavél, tölvur og tæki. Að eftirlitisferð lokinni tók ég við af Rob á útsýnispallinum. Á nóttunni stendur maður og horfir eftir öðrum skipum og fylgist með að við séum ekki að rekast á neitt eða neinn. Þar stóð ég bundin við tein og horfði á sólina koma upp. Svo yndislegt að því verður ekki með orðum lýst. Seinasta klukkutímann tók ég við stýrinu. Ég vildi óska að ég væri sjómaður. Ég myndi vilja vera mate. Þá er maður í því að jústera seglin þegar breytt er um stefnu, en einnig draga upp og henda niður, brjóta saman og sjá til að þau séu í almennt góðu standi.
Við áttum kvöldvakt klukkan sjö. Eftir morgunmat lagði ég mig til hádegis og þar sem við erum að enda við að borða hádegismat heyrum við kallað "Maður fyrir borð! Maður fyrir borð!" Allir ruku upp, brunabjallan fór í gang og allt á fleygiferð. Hópur B hittist við "the break of the mid deck" og við fórum eins og skot að undirbúa seglin til að vera tekin niður. Carter, mate-inn okkar, fór að fá leiðbeiningar frá kapteininum og síðan snerum við seglunum þannig að skipið var í lás með starboard side leeward til að björgunarliðið gæti athafnað sig. Við vorum ekki nema sex mínútur að bjarga öllum björgunarhringunum og fánunum. Þetta var alveg svaka stuð.
Á kvöldvaktinni var ég á rannsóknastofunni. Heljarinnar margar rannsóknir áttu að taka sér stað á okkar vakt. Það átti að setja niður rósettu sem eru tólf hylki bundin saman með nokkrum mælum og tölvu, látin síga niður á ákveðið dýpi og opnuð eitt af öðru til að safna vatni á mismunandi dýpi. Allt er dregið upp síðan og vatninu safnað í margar litlar flöskur sem verður mælt við betra tækifæri. Öll vaktin okkar fór í að gera þennan apparatus tilbúinn, safna vatninu í óteljandi margar flöskur og merkja þær allar vandlega. Fyrst er gengið á línuna og vatni safnað í glerflöskur. í þær setur maður ákveðið magn af einhverju og einnig manganese (minnir mig). Það gerir okkur kleift að mæla súrefnismagn í vatninu seinna. Við viljum líka mæla pH gildi á hverju dýpi, fósfat og chlorophyll. Þetta er allt voða mikið maus og ástæðan fyrir því að ég vil aldrei vinna á rannsóknastofu. En vonandi er einhver annar búinn að gera allar þessar mælingar núna því minn hópur á að greina gögnin og útskýra þau áður en ferðinni er lokið.
Héldum við af stað til Norfolk klukkan korter í sex fyrir hádegi. Komum í skipið um hágedisbil og sigldum út úr Norfolk með seglum og mótor, út Chesapeake Bay. Við eigum nú eftir að skoða þann flóa betur en leist mér ekki vel á við fyrstu sýn. Þetta er aðal sjóhersmiðstöðin og er allt umhverfið eftir því, skip, kranar og þyrlur að fljúga yfir í gríð og erg.
Meðan við sigldum að akkeris festunni, sýndi crewið okkur skipið og hvernig ýmsir hlutir virka. Við erum nú líka crew. Okkur er skipt í þrjá hluta, A, B og C. Ég er í B sem er best. Við erum á miðju dekki og í neyðartilviki stjórnum við seglunum. Allir eru auk þess með eitt sér hlutverk í sem þeir eiga að vera í við lendum í neyðartilviki. Þau eru þrjú: maður fyrir borð, eldur og yfirgefa skip. Við fórum í gegnum hvað á að gera í þannig tilviki og einnig þegar við höfum æfingu. Mitt hlutverk er að sjá til þess að neyðar vatnið komi með í björgunarbátana skyldum við þurfa að nota þá.
Veðrið var yndislegt, sól og steikjandi hiti. Alveg dýrlegt að vera úti á dekki. Skipið heitir Corwith Cramer og kapteinninn heitir Beth. Það eru þrír mates sem er kannski það sama og háseti. Þeir stjórna seglunum. Síðan eru þrír vísindamenn sem eru yfir gagnasöfnun. Það er vélstjóri, tveir kokkur og tvær dekkhendur.
Í kvöldmat var lasagna með stórum spam bitum í. Annars var það mjög gott. Vakt B hópsins byrjar klukkan eitt á morgun. Við erum sjö í hóp B og verður okkur skipt niður í dekk og vísindi. Þeir sem eru í vísindahópnum taka mælingar og rannsaka þær. Þeir sem eru á dekki stýra, hjálpa til með seglin, eru í eldhúsinu eða ef ekkert annað er að gera, skrúbba dekkið.
Föstudagur 2. júní
Það varð úr að hópur B tók fyrstu vakt. Eitthvað ruglaðist næturvaktin í ríminu og gleymdi barasta að vekja mig. Ég vaknaði því ekki fyrr en hringt var í morgunmat og kom ógreidd og nývöknuð i morgunmat. Það var samt allt í lagi, Um morguninn lærðum við betur að draga upp segl og ýmislegt í sambandi við segl, hvernig maður pakkar þeim saman, riftar sem er að nota bara hluta af seglinu. Þessi segl eru svo stór að ef vindurinn er mikill vill maður kannski ekki nota það allt. Við eigum von á stormi, eða allavegana miklum vindi, í dag svo við buttum svona einn fjórða af seglinu við bómuna. Síðan fórum við í gegnum hvað á að gera ef neyðartilvik á sér stað. Fórum í gegnum allt ferlið. Minn hópur sér um seglin, það er að segja að setja þau niður því það er náttúrlega það sem maður vill ef maður er fyrir borði eða ef það er eldur einhverstaðar, það er að stoppa. Svo við verðum spesjalistar í að vinna með seglin, sem ég er mjög ánægð með. Hópur A sér um að sækja manninn og að vinna með slönguna. Hópur C sér um loftræstinguna ef það er eldur en um umhverfið ef maður fór fyrir borð. Það er að sjá til þess að við skellum ekki inn í annað skip og líka að fylgjast með manninum og passa að missa ekki sjónar af honum. Allt eru þetta nú mikilvægir hlutir.
Vaktin var frá 7 til 13. Nú er henni lokið og ég bara svolítið uppgefin. Ligg þess vegna bara í kojunni minni að skrifa en er alveg að sofna. Næst erum við á vakt klukkan ellefu í kvöld. Til þrjú. Skipið vaggar rólega til og frá, af og til tekur það dýfu en ég fékk sjóveikitöflu svo mér líður bara vel og er ekki flökurt eins og sumum.
Laugardagurinn 3. júní
Vorum á vakt frá ellefu til þrjú. Á rannsóknastofunni. Mér finnst bara ekki gaman að vera á rannsóknastofu. Settum tæki í sjó og vorum frekar kát þegar kokkurinn kom með snarl fyrir okkur. Betra var að sofa um morguninn og taka eftirmiðdagsvakt. Það var sól og blíða, ég var á dekkinu, vindurinn var góður og fullt af fólki að spóka sig á dekkinu. Eitthvað þurfti að bisa við að laga til segl lengst uppi og fengum við þrjár stelpur að fara með upp. Aloft. Ég fór lengst upp. Þetta var alveg geggjað, svo hátt uppi að þó svo ég hefði getað farið lengra upp, þá var ég sátt á öðrum palli. Maður svífur fram og til baka og þetta er bara geðveikt.
Sunnudagurinn 4, júní
Borðin sem við borðum við eru með tein einhverstaðar þannig að þau vagga eins og báturinn. Reyndar eru þau eru bein en skipið vaggar. Þannig flöturinn hallar ekki og bollar og diskar eru alltaf réttir en renna ekki útaf. Við hinsvegar, vöggum heilmikið en kaffið sullast ekki úr bollanum, Mjög hentugt en var aðeins skrýtið að venjast í fyrstu. Maturinn manns er kjur í rólegheitum en maður sjálfur á fleygiferð. Það var nú ekki þannig sem móðir manns ól mann upp.
B vakt tók morgunvaktina í dag, frá 0300 til 0700. Ég setti GPS hnitinn okkar á kortið (chart, ekki map) og reyndi að setja inn staðsetninguna sem við myndum halda að við værum á hefðum við ekki GPS. Það gerir maður þannig að maður kíkir í log bókina og athugar hver stefnan hefur verið undanfarinn klukkutíma. Einnig athugar maður hversu mikið vatn skipið hefur siglt í gegnum, Það er gamaldags tæki sem mælir það. Frá seinasta GPS hniti finnur maður þessa staðsetningu og merkir hana inná. Þetta gerir manni kleift að sjá hversu mikið og í hvaða átt okkur hefur rekið. Sem er í sjálfu sér áhugavert og maður getur séð hvernig straumarnir eru og hvar stórir stormar á fjarlægum slóðum hafa hugsanlega leikið um. Þetta tók mig drúga stund, Heilmikið fuð með þríhyrninga og sirkla og á endanum hafðist það. Kom þá í ljós að okkur var farið að reka í aðra átt en klukkutímann áður. Afar áhugavert. Því næst fór ég í eftirlitisferð um bátinn, það er gert einu sinni á klukkutíma og er verið að ganga úr skugga um að öryggisatriði eru í lagi, að ekki leki vatn um bátinn og að rafkerfið sé í lagi. Auðvitað er generator á skipinu til að hafa ljós og fyrir ísskáp og eldavél, tölvur og tæki. Að eftirlitisferð lokinni tók ég við af Rob á útsýnispallinum. Á nóttunni stendur maður og horfir eftir öðrum skipum og fylgist með að við séum ekki að rekast á neitt eða neinn. Þar stóð ég bundin við tein og horfði á sólina koma upp. Svo yndislegt að því verður ekki með orðum lýst. Seinasta klukkutímann tók ég við stýrinu. Ég vildi óska að ég væri sjómaður. Ég myndi vilja vera mate. Þá er maður í því að jústera seglin þegar breytt er um stefnu, en einnig draga upp og henda niður, brjóta saman og sjá til að þau séu í almennt góðu standi.
Við áttum kvöldvakt klukkan sjö. Eftir morgunmat lagði ég mig til hádegis og þar sem við erum að enda við að borða hádegismat heyrum við kallað "Maður fyrir borð! Maður fyrir borð!" Allir ruku upp, brunabjallan fór í gang og allt á fleygiferð. Hópur B hittist við "the break of the mid deck" og við fórum eins og skot að undirbúa seglin til að vera tekin niður. Carter, mate-inn okkar, fór að fá leiðbeiningar frá kapteininum og síðan snerum við seglunum þannig að skipið var í lás með starboard side leeward til að björgunarliðið gæti athafnað sig. Við vorum ekki nema sex mínútur að bjarga öllum björgunarhringunum og fánunum. Þetta var alveg svaka stuð.
Á kvöldvaktinni var ég á rannsóknastofunni. Heljarinnar margar rannsóknir áttu að taka sér stað á okkar vakt. Það átti að setja niður rósettu sem eru tólf hylki bundin saman með nokkrum mælum og tölvu, látin síga niður á ákveðið dýpi og opnuð eitt af öðru til að safna vatni á mismunandi dýpi. Allt er dregið upp síðan og vatninu safnað í margar litlar flöskur sem verður mælt við betra tækifæri. Öll vaktin okkar fór í að gera þennan apparatus tilbúinn, safna vatninu í óteljandi margar flöskur og merkja þær allar vandlega. Fyrst er gengið á línuna og vatni safnað í glerflöskur. í þær setur maður ákveðið magn af einhverju og einnig manganese (minnir mig). Það gerir okkur kleift að mæla súrefnismagn í vatninu seinna. Við viljum líka mæla pH gildi á hverju dýpi, fósfat og chlorophyll. Þetta er allt voða mikið maus og ástæðan fyrir því að ég vil aldrei vinna á rannsóknastofu. En vonandi er einhver annar búinn að gera allar þessar mælingar núna því minn hópur á að greina gögnin og útskýra þau áður en ferðinni er lokið.
Good morning civilization!!
Jæja. Ferðalagið er hálfnað. Ég er kominn til Baltimore. Það er nú aldeilis saga að segja frá því hvernig ég komst hingað. Hún kemur smám saman. Allt sem ég get sagt núna er að ég sit hérna og svaka hip kaffihúsi þar sem afgreiðslufólkið er svaka ókurteist en það er internet tenging hér og því hef ég yfir engu að kvarta.
Lestin mín til New York fer klukkan fjögur í nótt og kemst á áfangastað klukkan 7 um morgun þannig að ég tel það líklegt að ég verði samferða stockbrokers og investment bankers. Svaka stuð. Jæja, hérna kemur fyrsti hluti ferðasögunnar. Neibb. Geri frekar nýtt post fyrir hana. Verð að setja titil.
Lestin mín til New York fer klukkan fjögur í nótt og kemst á áfangastað klukkan 7 um morgun þannig að ég tel það líklegt að ég verði samferða stockbrokers og investment bankers. Svaka stuð. Jæja, hérna kemur fyrsti hluti ferðasögunnar. Neibb. Geri frekar nýtt post fyrir hana. Verð að setja titil.
1.6.06
Það er á stundu eins og þessari að maður leiðir hugann að því hvers vegna enginn hefur búið til forrit sem maður getur hlaðið í heilann sinn. Þá væri ég löngu búin að fá mér googleBrain og væri núna að leita að því hvar ég (eða Óli) setti pokana að dýnunum.
Ég myndi bara hugsa "tjalddýnur, "ganga frá", "seinasta sumar" og upp kæmi. Einmitt. Ég veit það ekki því google menn eru bara að slugsa með earth og desktop. Hvern langar annars í þetta desktop??
Reyndar er ég ekki svo ósátt við það. Á mínu er, reyndar fyrir slysni, kínverskur gæji sem segist vera að búa til þrautir. Meðan við bíðum eftir meistaraverkinu getur maður reynt að setja þessar tölur 3,3,8,8 í einhverja röð með +,-,*,/ á milli og fá 24. Það fannst mér alveg ágætis afsökun til að hætta að lesa grein í bili.
Ég myndi bara hugsa "tjalddýnur, "ganga frá", "seinasta sumar" og upp kæmi. Einmitt. Ég veit það ekki því google menn eru bara að slugsa með earth og desktop. Hvern langar annars í þetta desktop??
Reyndar er ég ekki svo ósátt við það. Á mínu er, reyndar fyrir slysni, kínverskur gæji sem segist vera að búa til þrautir. Meðan við bíðum eftir meistaraverkinu getur maður reynt að setja þessar tölur 3,3,8,8 í einhverja röð með +,-,*,/ á milli og fá 24. Það fannst mér alveg ágætis afsökun til að hætta að lesa grein í bili.