21.6.06

Sólstöður

Þó svo maður sé kominn á Íslandsstrendur þá stendur ekkert í vegi fyrir því að hripa niður nokkrum vesældarlínum á bloggið. Um hversu yndislegt yndislegt það er nú að vera hér. Svo góður matur, svo góð lykt, svo gott vatn. En eitt er ekki gott og það eru þessar bansettu slaufur út um ALLT.

Minn kæri frændi Nonni léði mér afbragðs drossíu mér til hægðarauka meðan ég hér dvel og er ég þakklát fyrir það. En, þótt maskínan virki vel, er hún mér ekki til hægðarauka. Ég var til dæmis að keyra útí sorpu. Er hún í Reykjavík 7 eða kannski A? Slaufu eftir slaufu.. nei ég er ekki að fara í Laugarásbíó, nei ekki heim heldur, nei ekki þangað!! Ef bara ríkisútvarpið hefði verið með upptökuvélar í bílnum hjá mér þá þyrftu þeir ekkert að spá í syrpu fyrir næsta skaup. Síðan er útvarpið líka bilað. Engin músík bara skruð. Ég var alvarlega að hugsa um að vera með spjald sem á stæði

"Get ég fengið far í fossvoginn? - umhverfissinni, ekki dópisti"

Ég sé til. Það er ekki á það bætandi, klikkið. Kannski var þessi færsla ekki um hversu yndislegt það er að vera hér en mér finnst samt sniðugt ef fólk gæti sameinað bílinn sinn. Ég var í skeifunni um daginn, að versla í Hagkaupum, síðan er ég bara þar og fullt af fólki líka, allir á bíl nema ég. Það var bókað einhver að fara í Fossvoginn og ég hefði getað fengið far. Ef einhver annar hefði verið opinskár gagnvart nýrri hugmynd.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?