26.6.06
tannsi og félagar
Það er ekki bara sæla að sækja sitt föður land. Í gegnum árin er ég búin að safna alls kyns heilsukvillum, eins og holum í tönnum, sjóndepurð og svo mætti lengi telja. Ótrúlegt finnst mér hvað allir eru uppteknir hér. Við erum nú ekki fjölmenn þjóð en læknar jafnt sem iðnaðarmenn eru uppteknir upp fyrir haus. Ég er búin að standa í ströngu við að fá tíma hjá öllu þessu liði og takke gud og lov að ég sé komin með gemmsa en í morgun hringdi tannsakonan í mig og sagði að það hefði losnað pláss klukkan hálf tvö. Algjör himnasending. Síðan núna hringir augnlæknakonan og segir að það hafi einmitt losnað klukkan hálf tvö!!! Ég á nú bara ekki orð.
En að skemmtilegri málum þá er ég að skipuleggja hópgönguferð um Reykjadal á næsta sunnudag og allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir. Þetta er svona einn til tveir tímar að læknum, baðað í honum svo haldið til baka. Erum að hugsa um að leggja af stað uppúr tíu til Hveragerðis og borða hádegisnesti í guðsgrænni náttúrunni.
En að skemmtilegri málum þá er ég að skipuleggja hópgönguferð um Reykjadal á næsta sunnudag og allir sem hafa áhuga eru hjartanlega velkomnir. Þetta er svona einn til tveir tímar að læknum, baðað í honum svo haldið til baka. Erum að hugsa um að leggja af stað uppúr tíu til Hveragerðis og borða hádegisnesti í guðsgrænni náttúrunni.