27.6.06

Blóm og ávextir

Fjögura ára brúðkaupsafmæli okkar hjóna er í dag. Það er brúðkaupsafmæli blóma og ávaxta. Við héldum að sjálfsögðu upp á daginn með pomp og prakt. Það er ekki að spyrja að því, auðvitað fórum við á fínan veitingastað í hádeginu. Hótel Holt varð fyrir valinu en þar getur maður fengið tvíréttaða máltíð fyrir 2300 krónur. Ég fékk villisveppa tagliatelle í forrétt og karfa í aðalrétt. Mjög ljúffengt bæði. Óli var líka ánægður með sinn mat og síðan fengum við okkur espresso á Lækjartorgi, við Héraðsdóm. Man ekki hvað hann heitir en mér sýndist þetta vera ítölsk kaffi-keðja og var kaffið prýðilegt.

Annars erum við bara á þjóðarbókhlöðunni alltaf að lesa. Svaka fínt hérna, nema þegar sólin fer að skína, þá langar mig niður í bæ. Sem betur fer lokar klukkan fimm og það er góð afsökun til að hætta og hjóla í bæinn. Sem er einmitt nýjasta thingið okkar. Að hjóla hingað heiman frá mér í fossvognum. Eftir að hafa búið í ameríku er það svo stutt vegalengd, og allar vegalengdir innan Reykjavíkur, að maður skilur ekkert í því að fólk með fulla heilsu skuli keyra hér fram og aftur. Þetta er miklu meira kósí.

Comments:
til hamingju med arin fjogur!
bid ad heilsa islandi og hele famelien,
risa risa risa fiji-knus,
olof fraenka
 
Til hamingju..

og í sambandi við að hjóla.. það gerir veðrið.. rigningin og rokið og veturinn
 
innilega til hamingju, 4 ar er slatti, kvedja fra guatemala, Orri
 
Skrifa ummæli

<< Home

This page is powered by Blogger. Isn't yours?