28.1.06
Frí Frí Frí
Við Óli erum svo mikið lúxus fólk að það nær útfyrir öll mörk. Í febrúar er Óli að fylgja mér til Hawaii þar sem ég mun heilla vísindaheiminn með líkaninu mínu og hugmyndum um heimsendi. Við verðum í Honolulu á Oahu, Waikiki strönd, sem er reyndar aðal honeymoon pleisið í usa. Síðan ætlum við að taka ferð á Konu-eyjuna og skoða kaffirækt þar og fá kannski að smakka líka.
Í mars er síðan skíðaferð til Utah með tengdó. Þar verðum við í Alta sem er elsta skíðasvæðið þar á slóðum og þótt víðar væri leitað. Mér heyrist að menn þar séu ívið íhaldssamir og trúa ekki á nýjustu tækni og vísindi, skíðalyftur og annað er því eins og það var fyrir 60 árum, óbreytt. Við erum svaka spennt að vita hvernig skíðasvæðin voru á fimmta áratugnum.
Síðan í apríl... nei djók. Kannski við reynum að læra eitthvað í kollinn á okkur í apríl. En núna erum við á leiðinni út í búð að kaupa næpur og kálhjörtu (vitum ekki hvað það er enn) því Angie og Justin eru að koma í mat og við ætlum að elda Ragout de legumes því Angie er grænmetisæta eingöngu og vill ekki kjöt. Alltaf sama vesenið í kringum þessar grænmetirsætur. Djók náttúrulega. Hérna í bandaríkjunum erum við að læra að láta fordóma ekki í ljós. Það gengur svona misjafnlega.
Í mars er síðan skíðaferð til Utah með tengdó. Þar verðum við í Alta sem er elsta skíðasvæðið þar á slóðum og þótt víðar væri leitað. Mér heyrist að menn þar séu ívið íhaldssamir og trúa ekki á nýjustu tækni og vísindi, skíðalyftur og annað er því eins og það var fyrir 60 árum, óbreytt. Við erum svaka spennt að vita hvernig skíðasvæðin voru á fimmta áratugnum.
Síðan í apríl... nei djók. Kannski við reynum að læra eitthvað í kollinn á okkur í apríl. En núna erum við á leiðinni út í búð að kaupa næpur og kálhjörtu (vitum ekki hvað það er enn) því Angie og Justin eru að koma í mat og við ætlum að elda Ragout de legumes því Angie er grænmetisæta eingöngu og vill ekki kjöt. Alltaf sama vesenið í kringum þessar grænmetirsætur. Djók náttúrulega. Hérna í bandaríkjunum erum við að læra að láta fordóma ekki í ljós. Það gengur svona misjafnlega.
26.1.06
Svo gaman að spila settlers
Elliot, Young Jin og Sara komu í heimsókn í gær og við spiluðum Settlers. Óli og YJ virtust ætla að slást yfir fyrsta sætinu en hvað ætli hafi gerst? Tinna kom inn svaka sterk, byggði stærsta herinn og einnig lengsta vegiinn og rústaði þessu spili. Það var mjög gaman og einnig er gaman að vera með vefsíðu þar sem maður getur montað sig í góðu tómi.
En í dag losnaði ég við gifsið. Það er ólýsanlega góð tilfinning. Búin að vera með það í sex vikur. Alltaf með plastpoka í sturtunni. Svolítið þreytandi til lengdar. Núna er ég bara stirrð og mjó. Uppað olnboga. Frekar vorkunnsamur handleggur.
Ég var líka með tilraunartíma og kennarinn kom að fylgjast með hversu vel ég gat útskýrt miðsóknarkraft. Ég var búin að undirbúa mig ágætlega svo ég held það hafi gengið vel. Kennarinn vildi samt bæta við smá tölu um að gormarnir væru sennilega ekki fullkomnir (eða eitthvað) og myndu ekki teygjast línulega með massa en ég held að það hafi bara ruglað þau í ríminu. Því síðan hegðuðu þeir sér mjög línulega svo ég skil nú ekki hvað maðurinn var að fara.
Tíminn gekk ljómandi vel en það var eitt furðulegt. Í lok tímanns var einn lítill gæji alveg miður sín og sagði allskonar sem ég ekki skildi í belg og biðu og ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Síðan róaðist hann og gat sagt að hann væri sorry yfir að hafa verið ókurteis og ákafur þegar hann var að spyrja mig að einhverju. Ég veit ekkert um hvað hann er að tala en hann var alveg miður sín. Aumingja litlu krakkarnir hérna, þau eru alveg keyrð út. Jæja, best að kíkja á þessar skýrslur.
En í dag losnaði ég við gifsið. Það er ólýsanlega góð tilfinning. Búin að vera með það í sex vikur. Alltaf með plastpoka í sturtunni. Svolítið þreytandi til lengdar. Núna er ég bara stirrð og mjó. Uppað olnboga. Frekar vorkunnsamur handleggur.
Ég var líka með tilraunartíma og kennarinn kom að fylgjast með hversu vel ég gat útskýrt miðsóknarkraft. Ég var búin að undirbúa mig ágætlega svo ég held það hafi gengið vel. Kennarinn vildi samt bæta við smá tölu um að gormarnir væru sennilega ekki fullkomnir (eða eitthvað) og myndu ekki teygjast línulega með massa en ég held að það hafi bara ruglað þau í ríminu. Því síðan hegðuðu þeir sér mjög línulega svo ég skil nú ekki hvað maðurinn var að fara.
Tíminn gekk ljómandi vel en það var eitt furðulegt. Í lok tímanns var einn lítill gæji alveg miður sín og sagði allskonar sem ég ekki skildi í belg og biðu og ég vissi ekkert hvaðan á mig stóð veðrið. Síðan róaðist hann og gat sagt að hann væri sorry yfir að hafa verið ókurteis og ákafur þegar hann var að spyrja mig að einhverju. Ég veit ekkert um hvað hann er að tala en hann var alveg miður sín. Aumingja litlu krakkarnir hérna, þau eru alveg keyrð út. Jæja, best að kíkja á þessar skýrslur.
24.1.06
Óli 28 ára
En hvað tíminn flýgur áfram. Óli minn orðinn 28. Við héldum upp á þessi tímamót með pomp og prakt í gær. Byrjuðum á því að fara niður í bæ á súkkulatier og fá kakó. Ég er alltaf að fatta það betur og betur að mér finnst hugmyndin að fá kakó ágæt en síðan finnst mér kakó alveg vonlaust. Mér finnst það bara of svekkjandi að það skuli ekki vera kaffi. Allavegana, þetta var besta kakóið í bænum (Moonstruck) og ljómandi gott kaffi þar líka. Síðan fórum við í smá leiðangur um miðbæ Chicago, enduðum í Fox & Obels, mesta sælkera búðin í allri Chicago. Þar er ekki nóg með að maður fær að smakka osta, maður fær líka að smakka kökurnar og ávextina. Ég keypti kaffi frá Yemen, pínulitlar baunir, voða sætar, ekki enn búin að smakka. Óli keypti dry aged filet mignot. Búið að eldast í þar til gerðum skáp í 3 vikur. Við skelltum því á eldinn í örskamma stund og betri steik hef ég aldrei á ÆVINNI smakkað. Hún var geðveik. Í meðlæti vorum við með grillaðar hvítlaukskartöflur með parmasean og léttsteikt kál með smá lauk og steinselju. Rauðvín frá Santennay. Síðan voru tveir ostar, einn camenbert og einn rockford. Creme Bruille og epla tertu dæmi með Sautern í desert. Við fórum sem sagt út að borða heima hjá okkur. Þetta var huggulegasti veitingastaður sem ég hef nokkru sinni farið á, og maturinn ómótstæðilegur. Óli fékk líka fullt af pökkum. Eina bók og tvö spil. Keep Cool (Clima-spiel) og Game of Thrones (Storm of Ice and Fire - spil).
23.1.06
Árlegt epla-blogg
Við komum aftur að fæðingastaðs ipodsins, ári seinna. Óli er núna í dag 28 ára og kíktum við í tilefni þess í bæinn í kakó. Það má ekki skilja epla búðina útundan og því erum við þar núna, bara til að heilsa upp á fínu tölvurnar og litlu ipodanna, ekkert að kaupa. Þetta blogg verður því ekki mikið lengra.
20.1.06
Samband í góðu lagi
Loksins, loksins átti ég góðan fund með leiðbeinandanum mínum. Það er ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif á mann hversu hamingjusamur leiðbeinandinn manns er. Núna var ég með 700 hluti til að sýna honum og hann var hrikalega ánægður með allt saman. Næsta skref er að læra betur á alla eiginleika gnuplot því ég get ekki hugsað mér neitt annað forrit. Nema einhver þekki eitthvað sem er meira kúl.
Hérna snjóar og snjóar, risa snjókorn svífa fyrir utan gluggann minn. Mér finnst alltaf notalegt að sjá náttúruna þegar ég sit á skrifstofunni að vinna (eða, eins og núna, ekki að vinna) því þessi bygging sem ég er í er svo ónáttúruleg að það hálfa væri líka of mikið.
Hérna snjóar og snjóar, risa snjókorn svífa fyrir utan gluggann minn. Mér finnst alltaf notalegt að sjá náttúruna þegar ég sit á skrifstofunni að vinna (eða, eins og núna, ekki að vinna) því þessi bygging sem ég er í er svo ónáttúruleg að það hálfa væri líka of mikið.
18.1.06
Rofið samband
Við umheiminn. Internetáskriftin er runnin út. Kapal-áskriftin er runnin út. Economist áskriftin er runnin út. Ekki nóg með það heldur var Óli rétt í þessu að setja ferðatölvuna upp á ný svo það eru engin hakk-forrit til að horfa á downlódaðar bíómyndir. Afþreying er í sögulegu lágmarki.
Það finnst mér frekar notalegt. Þá getur maður spjallað saman, spilað Ólsen og leikið sér á gamla mátann.
Það finnst mér frekar notalegt. Þá getur maður spjallað saman, spilað Ólsen og leikið sér á gamla mátann.
15.1.06
It's the kings birthday!!
Á mánudaginn er frí í skólanum einmitt af þessari ástæðu. Ég var nokkra stund að átta mig á um hvaða kóng er að ræða en það er víst Martin Luther King.
Við Óli strengdum áramótaheit um þessi áramót. Að vakna klukkan níu á hverjum morgni. Merkilegt nokk, tvær vikur inní árið og við stöndum enn við það. Þessi helgi hefur því verið óvenju afkastamikil, þrátt fyrir mikið partý-stand: Spila-partý á föstudaginn, pöbb-partý í gær, dinner-partý í kvöld, þá hef ég verið í vinnunni alla helgina. Og gert allskonar, skrifað summary, unnið í verkefninu, chillað. Þetta er með betri áramótaheitum sem ég hef kynnst.
Við Óli strengdum áramótaheit um þessi áramót. Að vakna klukkan níu á hverjum morgni. Merkilegt nokk, tvær vikur inní árið og við stöndum enn við það. Þessi helgi hefur því verið óvenju afkastamikil, þrátt fyrir mikið partý-stand: Spila-partý á föstudaginn, pöbb-partý í gær, dinner-partý í kvöld, þá hef ég verið í vinnunni alla helgina. Og gert allskonar, skrifað summary, unnið í verkefninu, chillað. Þetta er með betri áramótaheitum sem ég hef kynnst.
12.1.06
Vöggu til vöggu
Er slagorð tveggja frumherja, þeirra William McDonough og Michael Braungart. Þeir eru upphafsmenn nýrrar iðnbyltingar sem er á frumstigi í dag. Þessi bylting er frábrugðin þeirri sem átt sér stað á nítjándu öld. Núna er markmiðið að gera jörðina að betri hreinni stað frekar en mengaðri. Í staðin fyrir verksmiðjur með slæm skilyrði fyrir starfsfólk, menga mikið og framleiða vörur úr hættulegum efnum sem munu enda í ruslahaug eftir skamma lífstíð, þá hanna þeir umhverfi sem hefur jákvæð, vistvæn, heilsusamleg áhrif.
Hvað þýðir þetta? Jákvæð, vistvæn, heilsusamleg áhrif? Tökum dæmi: textílverksmiðja í Sviss. Var á barmi örvæntingar vegna þeirra háu gjalda sem hún þurfti að borga ríkinu fyrir að menga vatn og þess kostnaðar sem fylgdi því að ferja úrgang, (afklippur af textíl) sem hvorki mátti brenna né grafa því í honum var of mikið af hættulegum efnum, til Spánar, þar sem reglugerðir þetta varðandi eru slakari. Vefnaðvörurnar sem þarna voru unnar, í þessari dæmigerðu vefnaðarverksmiðju í Sviss, innihéldu of mikið af skaðlegum efnum til að fýsilegt væri að grafa þær. Allt í lagi var hinsvegar að sauma úr þeim föt á fólk.
Menn fóru að hugsa um þessar undarlegu staðreyndir og fengu félagana McDonough og Braungart í lið með sér til að athuga hvort hægt væri að gera breytingar á rekstrinum til að bjarga starfseminni. Haft var samband við aðila sem seldu verksmiðjunni litarefnin og uppúr dúrnum kom að af þeim mörg hundruð litarefnum sem verksmiðjan keypti voru aðeins 16 sem þóttu skaðlaus samkvæmt stöðlum. Einnig kom í ljós að þessi 16 litarefni nægðu til að blanda alla þá liti sem sóst var eftir. Aðrar breytingar voru líka gerðar til að gera framleiðsluna fullkomlega mengunarlausa.
Niðurstaðan var sú að vatnið sem fór út var jafn hreint og það sem kom inn þannig að nú er því bara dælt í hring. Afklippurnar eru settar í dunk þar sem þær verða að mold svo ekki þarf lengur að ferja þær úr augsýn. Starfsemin er hagsælli og starfsfólkinu líður betur nú þegar vinnuumhverfið er hreinna, ekki mettað af hættulegum efnagufum af litarefnum.
Þessi breyting átti sér stað á innan við sex mánuðum. Það var ekkert sérstaklega erfitt við hana. Það eina sem þurfti var að láta sér detta það í hug að menga minna. Ég er svo heilluð af þessum mönnum, þeir eru sannkallaðar hetjur, samt eru þeir bara venjulegir gæjar með ofur-lógískar og eðlilegar hugmyndir. Þetta hljómar ekki út í hött: "Yo! Hættum að gera vatnið ódrykkjarhæft og loftið óöndunarlegt. Höldum frekar náttúrunni óspilltri og búum þannig um að börnin okkar drepist ekki úr krabbameini".
Hvað þýðir þetta? Jákvæð, vistvæn, heilsusamleg áhrif? Tökum dæmi: textílverksmiðja í Sviss. Var á barmi örvæntingar vegna þeirra háu gjalda sem hún þurfti að borga ríkinu fyrir að menga vatn og þess kostnaðar sem fylgdi því að ferja úrgang, (afklippur af textíl) sem hvorki mátti brenna né grafa því í honum var of mikið af hættulegum efnum, til Spánar, þar sem reglugerðir þetta varðandi eru slakari. Vefnaðvörurnar sem þarna voru unnar, í þessari dæmigerðu vefnaðarverksmiðju í Sviss, innihéldu of mikið af skaðlegum efnum til að fýsilegt væri að grafa þær. Allt í lagi var hinsvegar að sauma úr þeim föt á fólk.
Menn fóru að hugsa um þessar undarlegu staðreyndir og fengu félagana McDonough og Braungart í lið með sér til að athuga hvort hægt væri að gera breytingar á rekstrinum til að bjarga starfseminni. Haft var samband við aðila sem seldu verksmiðjunni litarefnin og uppúr dúrnum kom að af þeim mörg hundruð litarefnum sem verksmiðjan keypti voru aðeins 16 sem þóttu skaðlaus samkvæmt stöðlum. Einnig kom í ljós að þessi 16 litarefni nægðu til að blanda alla þá liti sem sóst var eftir. Aðrar breytingar voru líka gerðar til að gera framleiðsluna fullkomlega mengunarlausa.
Niðurstaðan var sú að vatnið sem fór út var jafn hreint og það sem kom inn þannig að nú er því bara dælt í hring. Afklippurnar eru settar í dunk þar sem þær verða að mold svo ekki þarf lengur að ferja þær úr augsýn. Starfsemin er hagsælli og starfsfólkinu líður betur nú þegar vinnuumhverfið er hreinna, ekki mettað af hættulegum efnagufum af litarefnum.
Þessi breyting átti sér stað á innan við sex mánuðum. Það var ekkert sérstaklega erfitt við hana. Það eina sem þurfti var að láta sér detta það í hug að menga minna. Ég er svo heilluð af þessum mönnum, þeir eru sannkallaðar hetjur, samt eru þeir bara venjulegir gæjar með ofur-lógískar og eðlilegar hugmyndir. Þetta hljómar ekki út í hött: "Yo! Hættum að gera vatnið ódrykkjarhæft og loftið óöndunarlegt. Höldum frekar náttúrunni óspilltri og búum þannig um að börnin okkar drepist ekki úr krabbameini".
8.1.06
Freakonomics
Er bók sem ég get vart lagt niður þessa dagana. Hún er eftir svo skemmtilega gæja. Annar er hagfræðingur við Háskólann í Chicago. Steven Levitt. Hann spáir í hlutum eins og hvernig stendur á því að dópsalar þéna fullt af peningum en búa samt allir enn hjá mæðrum sínum. Og hvað er sameiginlegt með kennurum og súmóglímuköppum? Minnist ekki á vaxtagráður eða tekjuskatta. Hinn er rithöfundur. Því hagfræðingurinn gat ekki hugsað sér að skrifa bók. Hún er svaka skemmtileg og ég mæli eindregið með henni.
4.1.06
Orri og Bryndís !
Ólýsanlega yndislegt að fá litla bróður og sætu Bryndísi í heimsókn. Við höfðum góðan áramótamat og dúndur partý. Allir bestu vinir okkar og 17 freyðivínsflöskur, ég gerði líka hina ómissandi bandarísku partý snakk spínat ídýfu og beikonvafðar döðlur. Þær heppnuðust ekki alveg jafnvel og ég vonaðist eftir. Nýju ári var síðan fleytt af stað með morgunmat á the Original Pancakehouse og síðan var smá Chicago-sightseeing, Millenium Park og the Magnificent mile var þrædd. Kínamatur á Lao Sze Chuan og chill heima í HP. Dúndur góð áramót.