20.1.06
Samband í góðu lagi
Loksins, loksins átti ég góðan fund með leiðbeinandanum mínum. Það er ótrúlegt hvað það hefur mikil áhrif á mann hversu hamingjusamur leiðbeinandinn manns er. Núna var ég með 700 hluti til að sýna honum og hann var hrikalega ánægður með allt saman. Næsta skref er að læra betur á alla eiginleika gnuplot því ég get ekki hugsað mér neitt annað forrit. Nema einhver þekki eitthvað sem er meira kúl.
Hérna snjóar og snjóar, risa snjókorn svífa fyrir utan gluggann minn. Mér finnst alltaf notalegt að sjá náttúruna þegar ég sit á skrifstofunni að vinna (eða, eins og núna, ekki að vinna) því þessi bygging sem ég er í er svo ónáttúruleg að það hálfa væri líka of mikið.
Hérna snjóar og snjóar, risa snjókorn svífa fyrir utan gluggann minn. Mér finnst alltaf notalegt að sjá náttúruna þegar ég sit á skrifstofunni að vinna (eða, eins og núna, ekki að vinna) því þessi bygging sem ég er í er svo ónáttúruleg að það hálfa væri líka of mikið.